Ljúkum aðildarviðræðunum Össur Skarphéðinsson skrifar 5. apríl 2013 07:00 Í fyrsta lagi vegna þess að Evrópumálin eru eitt stærsta hagsmunamál Íslands til framtíðar. Aðild að ESB snýst um að koma á traustari umgjörð um efnahagslífið þannig að verðbólga og vextir geti lækkað og stöðugleiki komist á. Varanlega. Í dag nemur Íslandsálagið á krónuna um 130-230 milljörðum á hverju ári og íslenskar fjölskyldur borga 117 milljörðum meira á ári af húsnæðislánum en heimili í Evrópu. Það er ekki hægt að aðskilja skuldamálin frá gjaldmiðilsmálunum. Þess vegna eru Evrópumálin svona brýn. Í öðru lagi vegna þess að við erum langt komin í viðræðunum. Samningar eru hafnir eða þeim lokið í um 4/5 hluta allra málaflokka. Við höfum náð mjög góðum árangri við að koma á framfæri skilningi á sérstöðu Íslands í sjávarútvegsmálum, landbúnaði, byggðamálum og umhverfismálum. Samningalið okkar er þrautþjálfað og einbeitt í að ná sem bestum samningi. Í þriðja lagi myndu slit á viðræðunum endanlega skera á þann möguleika að taka upp evru – ef þjóðin svo kýs. Seðlabankinn hefur sagt skýrt að evran er eini raunhæfi valkosturinn við veika krónu. Það er í skýrri andstöðu við blákalda hagsmuni Íslands að taka frá þjóðinni möguleikann á að velja þar á milli.Eina leiðin Í fjórða lagi vegna þess að þetta er eina leiðin til þess að útkljá Evrópumálin. Einungis með því að fá aðildarsamning á borðið sjáum við raunverulega hvað aðild felur í sér. Þá getur umræðan um aðild og áhrif aðildar á byggðamálin, umhverfi og auðlindir, unga fólkið, rannsóknir og þróun, smáfyrirtæki og skapandi greinar, snúist um staðreyndir en ekki getgátur. Stór hluti Evrópuandstöðunnar byggir á þeirri trú að Íslendingar geti ekki ná góðum samningi. Ég er ekki haldinn þeirri vanmetakennd. Í fimmta lagi er lýðræðislegt að ljúka samningum. Meirihluti Alþingis samþykkti að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að ESB. Víðtækt samráð hefur verið haft við hagsmunaaðila og félagasamtök í samningaferlinu. Gögn eru birt jafnskjótt á vefnum. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að mikill meirihluti Íslendinga vill sjá samninginn. Þjóðin á að eiga lokaorðið í Evrópumálunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta lagi vegna þess að Evrópumálin eru eitt stærsta hagsmunamál Íslands til framtíðar. Aðild að ESB snýst um að koma á traustari umgjörð um efnahagslífið þannig að verðbólga og vextir geti lækkað og stöðugleiki komist á. Varanlega. Í dag nemur Íslandsálagið á krónuna um 130-230 milljörðum á hverju ári og íslenskar fjölskyldur borga 117 milljörðum meira á ári af húsnæðislánum en heimili í Evrópu. Það er ekki hægt að aðskilja skuldamálin frá gjaldmiðilsmálunum. Þess vegna eru Evrópumálin svona brýn. Í öðru lagi vegna þess að við erum langt komin í viðræðunum. Samningar eru hafnir eða þeim lokið í um 4/5 hluta allra málaflokka. Við höfum náð mjög góðum árangri við að koma á framfæri skilningi á sérstöðu Íslands í sjávarútvegsmálum, landbúnaði, byggðamálum og umhverfismálum. Samningalið okkar er þrautþjálfað og einbeitt í að ná sem bestum samningi. Í þriðja lagi myndu slit á viðræðunum endanlega skera á þann möguleika að taka upp evru – ef þjóðin svo kýs. Seðlabankinn hefur sagt skýrt að evran er eini raunhæfi valkosturinn við veika krónu. Það er í skýrri andstöðu við blákalda hagsmuni Íslands að taka frá þjóðinni möguleikann á að velja þar á milli.Eina leiðin Í fjórða lagi vegna þess að þetta er eina leiðin til þess að útkljá Evrópumálin. Einungis með því að fá aðildarsamning á borðið sjáum við raunverulega hvað aðild felur í sér. Þá getur umræðan um aðild og áhrif aðildar á byggðamálin, umhverfi og auðlindir, unga fólkið, rannsóknir og þróun, smáfyrirtæki og skapandi greinar, snúist um staðreyndir en ekki getgátur. Stór hluti Evrópuandstöðunnar byggir á þeirri trú að Íslendingar geti ekki ná góðum samningi. Ég er ekki haldinn þeirri vanmetakennd. Í fimmta lagi er lýðræðislegt að ljúka samningum. Meirihluti Alþingis samþykkti að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að ESB. Víðtækt samráð hefur verið haft við hagsmunaaðila og félagasamtök í samningaferlinu. Gögn eru birt jafnskjótt á vefnum. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að mikill meirihluti Íslendinga vill sjá samninginn. Þjóðin á að eiga lokaorðið í Evrópumálunum.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun