Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Ingvar Haraldsson skrifar 22. júlí 2016 07:00 Mosfellsbær undirritaði samkomulag við MCPB um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu í gær. Fjárfestum sem leggja fé í einkarekinn spítala og hótel sem rísa á í Mosfellsbæ er lofað arðgreiðslu sem nemur að minnsta kosti sex prósentum af fjárfestingu þeirra árlega. Þetta segir Hendrikus Middeldorp, framkvæmdastjóri MCPB ehf., sem stendur að framkvæmdunum. Mosfellsbær undirritaði samkomulag við MCPB um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu í gær. Verkefnið er fjármagnað af hollenska félaginu Burbanks Capital, sem Middeldorp starfar hjá og er dótturfélag annars hollensks félags, Burbanks Holding. Miðstöðin verður nefnd eftir þekktum spænskum hjartalækni, Pedro Brugada, sem jafnframt á að stýra miðstöðinni. Vonast er til að framkvæmdir hefjist næsta vor og þeim ljúki á árunum 2019 til 2020. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 47 til 54 milljarðar króna. Brugada hyggst hefja starfsemi hér á landi í Klíníkinni í Ármúla í haust. Middeldorp segir að verkefnið sé fullfjármagnað með láni frá móðurfélaginu Burbanks Capital. Félagið sé hins vegar reiðubúið að endurfjármagna verkefnið. Þó félagið þurfi ekki á fjármagni að halda séu þeir tilbúnir að hleypa fjárfestum að borðinu. „Við höfum svo heyrt frá mörgum einstaklingum frá Evrópu sem segjast vilja taka þátt í verkefninu.“Gunnar Ármannsson lögmaðurBurbanks Capital sé samvinnufélag og þeir telji það samfélagslega skyldu sína að hleypa almenningi að borðinu enda séu vextir í Evrópu víða neikvæðir. „Við teljum okkur bera skyldu gagnvart samfélaginu í Hollandi og Belgíu.“ Á Facebook-síðu félagsins var einnig auglýst eftir fjárfestum sem gátu til síðustu mánaðamóta lagt verkefninu til fé gegn allt að átta prósenta ávöxtun til fimm ára. Gunnar Ármannsson, stjórnarmaður í MCPB, segir að til standi að reisa um 150 herbergja einkaspítala og hótel með um 250 herbergjum og að um þúsund störf skapist við verkefnið. „Hugmyndin er að flytja þarna inn erlenda sjúklinga, fyrst og fremst frá Evrópu.“ Gunnar segir að tryggingafélög sjúklinganna muni greiða fyrir aðgerðirnar. Langir biðlistar eru hjá þeim miðstöðvum sem Brugada rekur í Evrópu og því mun hótelið verða fullbókað um leið og það tekur til starfa, að sögn Middeldorps. Gunnar segir að ekki sé gert ráð fyrir íslenskum sjúklingum á spítalanum. „Við erum ekki að sækjast eftir neinum íslenskum sjúklingum en hins vegar ef einhverjir leita til okkar og vilja gera það á eigin kostnað þá munum við ekki neita því. En við munum á engan hátt taka við Íslendingum á kostnað íslenska heilbrigðiskerfisins,“ segir hann. Gunnar kom einnig að félaginu Prima Care sem hugðist reisa sjúkrahótel á sama stað í Mosfellsbænum sem ekki tókst að fjármagna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Fjárfestum sem leggja fé í einkarekinn spítala og hótel sem rísa á í Mosfellsbæ er lofað arðgreiðslu sem nemur að minnsta kosti sex prósentum af fjárfestingu þeirra árlega. Þetta segir Hendrikus Middeldorp, framkvæmdastjóri MCPB ehf., sem stendur að framkvæmdunum. Mosfellsbær undirritaði samkomulag við MCPB um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu í gær. Verkefnið er fjármagnað af hollenska félaginu Burbanks Capital, sem Middeldorp starfar hjá og er dótturfélag annars hollensks félags, Burbanks Holding. Miðstöðin verður nefnd eftir þekktum spænskum hjartalækni, Pedro Brugada, sem jafnframt á að stýra miðstöðinni. Vonast er til að framkvæmdir hefjist næsta vor og þeim ljúki á árunum 2019 til 2020. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 47 til 54 milljarðar króna. Brugada hyggst hefja starfsemi hér á landi í Klíníkinni í Ármúla í haust. Middeldorp segir að verkefnið sé fullfjármagnað með láni frá móðurfélaginu Burbanks Capital. Félagið sé hins vegar reiðubúið að endurfjármagna verkefnið. Þó félagið þurfi ekki á fjármagni að halda séu þeir tilbúnir að hleypa fjárfestum að borðinu. „Við höfum svo heyrt frá mörgum einstaklingum frá Evrópu sem segjast vilja taka þátt í verkefninu.“Gunnar Ármannsson lögmaðurBurbanks Capital sé samvinnufélag og þeir telji það samfélagslega skyldu sína að hleypa almenningi að borðinu enda séu vextir í Evrópu víða neikvæðir. „Við teljum okkur bera skyldu gagnvart samfélaginu í Hollandi og Belgíu.“ Á Facebook-síðu félagsins var einnig auglýst eftir fjárfestum sem gátu til síðustu mánaðamóta lagt verkefninu til fé gegn allt að átta prósenta ávöxtun til fimm ára. Gunnar Ármannsson, stjórnarmaður í MCPB, segir að til standi að reisa um 150 herbergja einkaspítala og hótel með um 250 herbergjum og að um þúsund störf skapist við verkefnið. „Hugmyndin er að flytja þarna inn erlenda sjúklinga, fyrst og fremst frá Evrópu.“ Gunnar segir að tryggingafélög sjúklinganna muni greiða fyrir aðgerðirnar. Langir biðlistar eru hjá þeim miðstöðvum sem Brugada rekur í Evrópu og því mun hótelið verða fullbókað um leið og það tekur til starfa, að sögn Middeldorps. Gunnar segir að ekki sé gert ráð fyrir íslenskum sjúklingum á spítalanum. „Við erum ekki að sækjast eftir neinum íslenskum sjúklingum en hins vegar ef einhverjir leita til okkar og vilja gera það á eigin kostnað þá munum við ekki neita því. En við munum á engan hátt taka við Íslendingum á kostnað íslenska heilbrigðiskerfisins,“ segir hann. Gunnar kom einnig að félaginu Prima Care sem hugðist reisa sjúkrahótel á sama stað í Mosfellsbænum sem ekki tókst að fjármagna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59