Lög um fiskveiðar henta illa í þjóðaratkvæði Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2011 18:26 Lög um stjórnun fiskveiða henta illa til þjóðaratkvæðagreiðslu að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, eins og utanríkisráðherra boðar að komi til greina. Ráðherrann ætti fremur að beita sér fyrir lausn deilunnar um framtíð sjávarútvegsins innan ríkisstjórnarinnar því ekkert verði að langtíma kjarasamningum án slíks samkomulags. Nú eru liðnir sjö mánuðir frá því sáttanefnd skilaði tillögum sínum til sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og enn bólar ekkert á frumvarpi um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er tekist á um það milli stjórnarflokkanna hversu langt eigi að ganga í breytingunum. Samfylkingin mun vilja ganga lengra en Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og semja við útgerðina um styttri nýtingarrétt á fiskveiðiauðlyndinni, eða fimmtán ár. Sá tími verði í raun aðlögunartími að því að opna kerfið upp á gátt. En á meðan ekkert bólar á frumvarpinu, eru kjaraviðræður í uppnámi. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna sem á sæti í þingmannanefnd stjórnarflokkanna um málið, segir flokkanna reyndar samstíga um að leigutími veiðiheimilda verði 15 ár. Frumvarpsgerðin sé á lokastigi og frumvarpið muni líta dagsins ljós í næsta mánuði. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að skilyrði Samtaka atvinnulífsins um lendingu varðandi fiskveiðistjórnunina áður en gengið yrði frá samningum, væri tilraun til valdbeitingar sérhagsmuna til að kúga fram vilja sinn. „Það er alveg ljóst hvað almenningur í landinu vill. Hann vill gjörbreytingu á kvótakerfinu og mér sýnist útgerðarmenn vera að setja þetta í þann farveg að þetta mál verði tæplega leyst nema með þjóðaratkvæðagreiðslu úr þessu. Ef harkan er svona mikil hjá þeim," sagði Össur í Bítinu. „Mér finnst bara ágætt að Össur fari að tjá sig um málið því hann er einn af þessum mönnum sem gæti leyst þetta mál ef hann færi og fengi að beita sér í því," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins hafi viljað tryggja við gerð skammtímasamnings að aðilar héldu áfram að tala saman um langtímalausnir, en héldu ekki út í nóttina og byrjuðu að rífast. „Þetta skiptir bara öllu máli. Að við séum að ná saman og hafa samvinnu og ná samstöðu með ríkisstjórninni líka um öll þessi nauðsynlegu mál fyrir land og þjóð," segir Vilhjálmur. En hvað getur þetta mál hangið í óvissu lengi, er ekki pattstaða í málunum? „Ég held að svo reyndur stjórnmálamaður sem forsætisráðherra er hljóti að sjá að á endanum þarf að leysa þetta mál með sátt og samningum eins og önnur mál." Þetta mál henti hins vegar illa til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Sjávarútvegsmálin og þessi löggjöf um fiskveiðar er lifandi löggjöf sem þarf alltaf að breyta öðru hverju eftir aðstæðum. Og það getur verið mjög óhöndulegt ef þarf alltaf að setja slíkar breytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Vilhjálmur. Best væri að ná þokkalega víðtækri sátt um málið, þannig að greinin geti starfað eðlilega og stjórnmálamenn lifað með slíkri sátt. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Lög um stjórnun fiskveiða henta illa til þjóðaratkvæðagreiðslu að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, eins og utanríkisráðherra boðar að komi til greina. Ráðherrann ætti fremur að beita sér fyrir lausn deilunnar um framtíð sjávarútvegsins innan ríkisstjórnarinnar því ekkert verði að langtíma kjarasamningum án slíks samkomulags. Nú eru liðnir sjö mánuðir frá því sáttanefnd skilaði tillögum sínum til sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og enn bólar ekkert á frumvarpi um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er tekist á um það milli stjórnarflokkanna hversu langt eigi að ganga í breytingunum. Samfylkingin mun vilja ganga lengra en Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og semja við útgerðina um styttri nýtingarrétt á fiskveiðiauðlyndinni, eða fimmtán ár. Sá tími verði í raun aðlögunartími að því að opna kerfið upp á gátt. En á meðan ekkert bólar á frumvarpinu, eru kjaraviðræður í uppnámi. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna sem á sæti í þingmannanefnd stjórnarflokkanna um málið, segir flokkanna reyndar samstíga um að leigutími veiðiheimilda verði 15 ár. Frumvarpsgerðin sé á lokastigi og frumvarpið muni líta dagsins ljós í næsta mánuði. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að skilyrði Samtaka atvinnulífsins um lendingu varðandi fiskveiðistjórnunina áður en gengið yrði frá samningum, væri tilraun til valdbeitingar sérhagsmuna til að kúga fram vilja sinn. „Það er alveg ljóst hvað almenningur í landinu vill. Hann vill gjörbreytingu á kvótakerfinu og mér sýnist útgerðarmenn vera að setja þetta í þann farveg að þetta mál verði tæplega leyst nema með þjóðaratkvæðagreiðslu úr þessu. Ef harkan er svona mikil hjá þeim," sagði Össur í Bítinu. „Mér finnst bara ágætt að Össur fari að tjá sig um málið því hann er einn af þessum mönnum sem gæti leyst þetta mál ef hann færi og fengi að beita sér í því," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins hafi viljað tryggja við gerð skammtímasamnings að aðilar héldu áfram að tala saman um langtímalausnir, en héldu ekki út í nóttina og byrjuðu að rífast. „Þetta skiptir bara öllu máli. Að við séum að ná saman og hafa samvinnu og ná samstöðu með ríkisstjórninni líka um öll þessi nauðsynlegu mál fyrir land og þjóð," segir Vilhjálmur. En hvað getur þetta mál hangið í óvissu lengi, er ekki pattstaða í málunum? „Ég held að svo reyndur stjórnmálamaður sem forsætisráðherra er hljóti að sjá að á endanum þarf að leysa þetta mál með sátt og samningum eins og önnur mál." Þetta mál henti hins vegar illa til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Sjávarútvegsmálin og þessi löggjöf um fiskveiðar er lifandi löggjöf sem þarf alltaf að breyta öðru hverju eftir aðstæðum. Og það getur verið mjög óhöndulegt ef þarf alltaf að setja slíkar breytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Vilhjálmur. Best væri að ná þokkalega víðtækri sátt um málið, þannig að greinin geti starfað eðlilega og stjórnmálamenn lifað með slíkri sátt.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira