Innlent

Lögbrot að ráða menn til erlendrar herþjónustu

Sigurður Líndal.
Sigurður Líndal.
Sigurður Líndal prófessor emeritus við lagadeild Háskóla Íslands, segir að sér sýnist sem norski herinn sé að brjóta lög með því að bjóða íslendingum vist í hernum en eins og greint hefur verið frá hefur útsendari norska hersins heimsótt framhaldsskóla og kynnt herinn fyrir íslenskum ungmennum. Í 114. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem sem ræður menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu, skuli sæta fangelsi allt að tveimur árum.

„Eins og málið liggur fyrir þá sýnist mér að þetta höggvi ansi nærri greininni," segir Sigurður. „Það byggi ég á því að ef mönnum er boðin námsvist og því fylgir síðan skylda til herþjónustu, þá sé ég ekki betur en að þetta fari í bága við 114 grein, það er að segja falli undir það að ráða menn til herþjónustu."

Sigurður bætir þó við að ef mönnum væri boðið í herskólann og fengu svo frjálst val um það hvort þær færu í herinn þá horfði málið öðruvísi við og er sennilega í lagi.


Tengdar fréttir

Norski herinn á hausaveiðum hér

Norski herinn hefur í allnokkur skipti reynt að fá nýliða frá Íslandi og nú gegna tíu íslenskir ríkisborgarar herþjónustu í Noregi. Roger Johnsen, skólastjóri verkfræðiskóla hersins, staðfesti í viðtali við norska ríkisútvarpið að reynt hefði verið að fá nýliða héðan með kynningum í íslenskum framhaldsskólum og að umsóknir hefðu borist á hverju ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×