Innlent

Lögðu hald á yfir hundrað kannabisplöntur

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í tveimur íbúðum í Hafnarfirði á dögunum. Við húsleit á öðrum staðnum fundust tæplega 60 kannabisplöntur, flestar á lokastigi ræktunar, en á hinum voru um 50 kannabisplöntur, sem voru skemmra á veg komnar.

Húsráðandi í annarri íbúðinni er karl á sextugsaldri en í hinni karl og kona, sem bæði eru um tvítugt. Ekki er talið að málin tengist.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×