Erlent

Lögðu hald á 145 kíló af kókaíni

Stefán Árni Pálsson skrifar
145 kíló af kókaíni fundust í Noregi.
145 kíló af kókaíni fundust í Noregi. mynd / www.dagbladet.no/
Norskir tollastarfsmenn lögðu hald á 145 kíló af kókaíni í bananasendingu frá Ekvador í síðasta mánuði en Dagbladet greinir frá þessu í dag.

Hundar þefuðu upp kókaínið við leit en fyrirtækið Bama í Ósló stóð fyrir innflutninginum af bönununum.

Efnið fannst í bananakössum sem fluttir höfðu verið til Þýskalands og þaðan til Noregs.

Þetta er næstmesti kókaínfundur í Noregi í sögunni en árið 2005 lögðu yfirvöld hendur á 153 kíló af kókaíni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×