Lögmaður Hlínar: Rannsókn seinna málsins á frumstigi Birgir Olgeirsson skrifar 4. júní 2015 12:08 Hlín Einarsdóttir. „Ég get staðfest að hún hefur verið yfirheyrð vegna þessara mála,“ segir lögmaður Hlínar Einarsdóttur í samtali við Vísi um fjárkúgunarmálin tvö sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar. Hlín og systir hennar Malín Brand voru handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag en þá höfðu þær reynt að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og eiginkonu hans. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom fram að þær hefðu báðar játað aðild sína í því máli. Systurnar voru svo handteknar aftur í gær og færðar til yfirheyrslu vegna kæru sem barst í hádeginu í gær og varðaði aðra fjárkúgun. Seinni kæran kom frá manni sem sakar systurnar um að hafa kúgað sig til að borga sér 700 þúsund krónur annars yrði hann kærður til lögreglunnar fyrir að hafa nauðgað Hlín. Maðurinn og Hlín fóru heim saman á laugardagskvöldi í apríl, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný„Þetta er það viðkvæmt“ Spurður hvort Hlín sé enn í haldi lögreglu vegna seinni kærunnar segist lögmaður hennar ekki geta tjáð sig um málið sökum trúnaðar. Spurður hvort Hlín sæti farbanni sökum rannsóknar lögreglu á málunum tveimur svarar lögmaðurinn: „Ég get ekkert meira sagt. Þetta er það viðkvæmt og er til rannsóknar lögreglu þannig að við verðum að láta það hafa sinn gang.“ Lögmaðurinn segir rannsókn lögreglu á seinni kærunni þó vera á frumstigi. Spurður hvort fyrir liggur játning í seinna málinu segist lögmaðurinn ekki geta tjáð sig um það. Óttaðist um mannorð sitt Maðurinn sem lagði fram seinni kæruna gegn systrunum er sagður í Fréttablaðinu hafa hugsað sig um í fimm daga áður en hann ákvað að verða við kröfum þeirra þar sem hann óttaðist um mannorð sitt. Hann vildi fá sönnun þess efnis að þær myndu ekki halda kúgunum áfram og fékk skriflega kvittun þess efnis sem skrifuð var af Malín á bréfsefni merkt Morgunblaðinu og undirrituð af henni. Maðurinn afhenti svo Malín 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Systurnar voru yfirheyrðar hvor í sínu lagi í gær og stóðu yfirheyrslurnar fram eftir kvöldi. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Ég get staðfest að hún hefur verið yfirheyrð vegna þessara mála,“ segir lögmaður Hlínar Einarsdóttur í samtali við Vísi um fjárkúgunarmálin tvö sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar. Hlín og systir hennar Malín Brand voru handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag en þá höfðu þær reynt að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og eiginkonu hans. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom fram að þær hefðu báðar játað aðild sína í því máli. Systurnar voru svo handteknar aftur í gær og færðar til yfirheyrslu vegna kæru sem barst í hádeginu í gær og varðaði aðra fjárkúgun. Seinni kæran kom frá manni sem sakar systurnar um að hafa kúgað sig til að borga sér 700 þúsund krónur annars yrði hann kærður til lögreglunnar fyrir að hafa nauðgað Hlín. Maðurinn og Hlín fóru heim saman á laugardagskvöldi í apríl, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný„Þetta er það viðkvæmt“ Spurður hvort Hlín sé enn í haldi lögreglu vegna seinni kærunnar segist lögmaður hennar ekki geta tjáð sig um málið sökum trúnaðar. Spurður hvort Hlín sæti farbanni sökum rannsóknar lögreglu á málunum tveimur svarar lögmaðurinn: „Ég get ekkert meira sagt. Þetta er það viðkvæmt og er til rannsóknar lögreglu þannig að við verðum að láta það hafa sinn gang.“ Lögmaðurinn segir rannsókn lögreglu á seinni kærunni þó vera á frumstigi. Spurður hvort fyrir liggur játning í seinna málinu segist lögmaðurinn ekki geta tjáð sig um það. Óttaðist um mannorð sitt Maðurinn sem lagði fram seinni kæruna gegn systrunum er sagður í Fréttablaðinu hafa hugsað sig um í fimm daga áður en hann ákvað að verða við kröfum þeirra þar sem hann óttaðist um mannorð sitt. Hann vildi fá sönnun þess efnis að þær myndu ekki halda kúgunum áfram og fékk skriflega kvittun þess efnis sem skrifuð var af Malín á bréfsefni merkt Morgunblaðinu og undirrituð af henni. Maðurinn afhenti svo Malín 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Systurnar voru yfirheyrðar hvor í sínu lagi í gær og stóðu yfirheyrslurnar fram eftir kvöldi.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25