Innlent

Lögregla kölluð til aðstoðar vegna ölvaðs flugfarþega

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Valgarður
Lögreglan á Suðurnesjum var í fyrradag kölluð til aðstoðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, vegna farþega sem hafði verið til vandræða í flugvél WOW-air. Um var að ræða konu á þrítugsaldri sem var verulega ölvuð um borð í vélinni.

Konan hafði meðal annars reykt inni á salernir vélarinnar með þeim afleiðingum að viðvörunarkerfi vélarinnar fór í gang. Engan árangur bar að ræða við hana svo hún yrði til friðs í vélinni.

Konan var færð til upplýsingatöku í varðstofu flugstöðvardeildar lögreglunnar, þar sem hún kvaðst iðrast framkomu sinnar. Að því búnu fékk hún að halda leiðar sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×