Innlent

Lögregla leitaði án heimildar

Mynd/Pjetur

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni hundrað þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar húsleitar lögreglu á heimili hans.

Húsleitin fór fram án þess að fyrir lægi dómsúrskurður sem heimilaði hana. Lögreglu hafði grunað að kannabisræktun færi fram í húsnæðinu, en fyrr á árinu 2009 hafði hún stöðvað stórfellda ræktun í sömu íbúð.

Lögregla lét lásasmið opna íbúðina en ekkert saknæmt fannst í henni.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×