Lögregla rannsakar nýja upptöku: Rauðum bíl ekið flóttalega í Garðabæ mínútum eftir að slökkt var á farsíma Birnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2017 16:00 Rúmlega þrír kílómetrar eru frá svæðinu í kringum mastrið í Hafnarfirði og að áhaldageymslunni við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Loftmyndir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél áhaldageymslu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar klukkan 5:53 á laugardagsmorgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni sem stýrir rannsókn málsins, staðfestir við Vísi að lögregla hafi myndskeið frá þessum tíma og svæði undir höndum. Samkvæmt heimildum Vísis virðist af myndskeiðinu sem ökumanni bifreiðarinnar bregði þegar hann verður var við að ljós kviknar á eftirlitsmyndavélinni þegar hún greinir hreyfingu. Má merkja það á aksturslagi bifreiðarinnar sem ekið er skyndilega á brott.Áhaldageymsla GKG með Vífilstaðaspítala í baksýn.Vísir/ErnirLögðu hald á rauða Kia Rio bifreiðEins og Vísir greindi frá í dag lagði lögregla hald á rauða Kia Rio bifreið í hádeginu í dag sem hafði verið í leigu hjá starfsmanni verktakafyrirtækis í Hlíðarsmára. Umræddur starfsmaður tók bílinn á leigu í gær, mánudag, en hafði hann ekki í umsjá sinni um helgina. Samkvæmt heimildum Vísis var bíllinn í leigu hjá erlendum ríkisborgurum frá því seinni part föstudags til laugardags. Grímur segir engan hafa réttarstöðu sakbornings á þessu stigi málsins en málið í algjörum forgangi.Áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Eftirlitsmyndavélin sést undir þakskegginu.Vísir/ErnirLögreglan gengur út frá því og miðar það við símagögn að Birna hafi farið upp í bíl í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags, þegar seinast sást til hennar á Laugavegi, og farið með bílnum áleiðis til Hafnarfjarðar þar síminn hennar næst á merki við Flatahraun áður en einhver slekkur á honum klukkan 5:50. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvar í miðbænum hún fór upp í bílinn. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Skóparið er Birnu Lögreglan hefur staðfest að skóparið sem fannst við Óseyrarbraut í Hafnarfirði sé í eigu Birnu Brjánsdóttur, konunnar sem leitað er að. 17. janúar 2017 15:52 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél áhaldageymslu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar klukkan 5:53 á laugardagsmorgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni sem stýrir rannsókn málsins, staðfestir við Vísi að lögregla hafi myndskeið frá þessum tíma og svæði undir höndum. Samkvæmt heimildum Vísis virðist af myndskeiðinu sem ökumanni bifreiðarinnar bregði þegar hann verður var við að ljós kviknar á eftirlitsmyndavélinni þegar hún greinir hreyfingu. Má merkja það á aksturslagi bifreiðarinnar sem ekið er skyndilega á brott.Áhaldageymsla GKG með Vífilstaðaspítala í baksýn.Vísir/ErnirLögðu hald á rauða Kia Rio bifreiðEins og Vísir greindi frá í dag lagði lögregla hald á rauða Kia Rio bifreið í hádeginu í dag sem hafði verið í leigu hjá starfsmanni verktakafyrirtækis í Hlíðarsmára. Umræddur starfsmaður tók bílinn á leigu í gær, mánudag, en hafði hann ekki í umsjá sinni um helgina. Samkvæmt heimildum Vísis var bíllinn í leigu hjá erlendum ríkisborgurum frá því seinni part föstudags til laugardags. Grímur segir engan hafa réttarstöðu sakbornings á þessu stigi málsins en málið í algjörum forgangi.Áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Eftirlitsmyndavélin sést undir þakskegginu.Vísir/ErnirLögreglan gengur út frá því og miðar það við símagögn að Birna hafi farið upp í bíl í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags, þegar seinast sást til hennar á Laugavegi, og farið með bílnum áleiðis til Hafnarfjarðar þar síminn hennar næst á merki við Flatahraun áður en einhver slekkur á honum klukkan 5:50. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvar í miðbænum hún fór upp í bílinn.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Skóparið er Birnu Lögreglan hefur staðfest að skóparið sem fannst við Óseyrarbraut í Hafnarfirði sé í eigu Birnu Brjánsdóttur, konunnar sem leitað er að. 17. janúar 2017 15:52 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45
Skóparið er Birnu Lögreglan hefur staðfest að skóparið sem fannst við Óseyrarbraut í Hafnarfirði sé í eigu Birnu Brjánsdóttur, konunnar sem leitað er að. 17. janúar 2017 15:52
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12