Innlent

Lögreglan á 250 skammbyssur

Öll lögregluembættin á landinu hafa skammbyssur á lögreglustöðvum sínum, allt frá þremur upp í fjörutíu og tvær.
Öll lögregluembættin á landinu hafa skammbyssur á lögreglustöðvum sínum, allt frá þremur upp í fjörutíu og tvær. Mynd/Stefán Karlsson
Lögregluembættin víðsvegar um land hafa tvö hundrað fimmtíu og fjórar skammbyssur til umráða og þrjátíu og sjö riffla. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin eftir samráðsfundi innanríkisráðuneytisins og ríkislögreglustjóra í byrjun október síðastliðnum, og fréttastofa hefur undir höndum.

Ríkislögreglustjóri, sem sérsveitin tilheyrir, hefur flest vopn undir höndum, eða tvö hundrað og tvö, en inn í þeirri tölu eru sjálfvirk vopn, haglabyssur og önnur vopn. Öll lögregluembættin á landinu hafa skammbyssur á lögreglustöðvum sínum, allt frá þremur upp í fjörutíu og tvær.

Í skýrslunni kemur fram að ríkislögreglustjóri telji að lögreglan geti ekki sinnt þeim verkefnum sem hún þarf að gera lögum samkvæmt - vegna fjárskorts og manneklu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×