Innlent

Lögreglan á Selfossi kölluð út vegna kanínu

Lögreglan á Selfossi var kölluð að hótelinu þar í bæ í nótt til að fjarlægja óboðinn gest.

Sá var óvenju eyrnalangur, margfættur og sprettharður, enda reyndist hann vera brún og hvít kanína, sem hafði laumast inn á hótelið í skjóli myrkurs.

Lögreglumennirnir handsömuðu kanínuna og vista hana á lögreglustöðinni, þar sem eigandi getur vitjað hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×