Lögreglan glímdi við nakinn mann á bílþaki - myndband Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. mars 2014 11:44 Hér má sjá lögregluna eiga við manninn í gær. Vísir/Skjáskot „Við komum keyrandi inn eftir Hringbrautinni og þá stendur maðurinn þarna nakinn á miðri götunni, hann gengur upp á bílinn minn og byrjar að hossast á þakinu,“ segir Hafdís Ólafsdóttir, sem lenti í óvenjulegri uppákomi í gærkvöldi þegar nakinn maður klifaðraði upp á bíl hennar. Atvikið gerðist á gatnamótum Hringbrautar og Ljósvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Hann stóð með hendur úti á miðri götunni og ég varð hreinlega að stoppa. Hann lagði hendurnar á húddið, klifraði upp á toppinn á bílnum, reif loftnetið af bílnum og byrjaði að sveifla því,“ útskýrir Hafdís. Hafdís segir umferð hafa stoppað og marga fylgst með atvikinu. „Við hringdum strax á lögregluna. Aðrir vegfarendur voru í viðbragðsstöðu og einn maður var kominn þarna að og sagði okkur að læsa öllum hurðum, sem við gerðum,“ segir Hafdís.Lögreglan fljót á vettvang „Mér skilst að fullt af fólki hafi einnig hringt í lögregluna. Lögreglumennirnir voru mjög fljótir að bregðast við, voru komnir þarna á innan við fimm mínútum,“ segir Hafdís. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá tvo lögreglumenn fjarlæga manninn af þaki bíls Hafdísar. Maðurinn sveiflar loftnetinu sem hann reif af bílnum í átt að lögreglumönnum. Lögreglan beitti pipargasi til að yfirbuga manninn sem er svo komið fyrir í framsæti bifreiðarinnar. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör hjá lögreglu um vinnubrögðin við handtökuna í gærkvöldi en engin svör fengið. Í almennri tilkynningu frá lögreglunni frá því í morgun kemur fram hún hafi svarað kalli um nakinn mann sem stöðvaði umferð á Hringbraut. Þegar lögregluna hafi borið að garði hafi komið í ljós að nokkrir bílar hefðu orðið fyrir skemmdum. Lögreglan mat sem svo að maðurinn sýndi henni mótþróa, handtók manninn og færði á lögreglustöð. Í kjölfarið hafi hann verið vistaður á viðeigandi stofnun eins og segir í tilkynningunni.Talaði erlent tungumál eða tungum Hafdís segir manninn hafa talað eitthvað erlent tungumál. „Ég skildi hann ekki. Hann var annaðhvort að tala erlent tungumál eða tala tungum,“ segir Hafdís. Bíll Hafdísar er skemmdur eftir uppákomuna. „Ég hélt fyrst að toppurinn hefði eingögnu orðið fyrir skemmdum, en svo kom í ljós að húddið er líka talsvert skemmt,“ útskýrir Hafdís. Hafdís hefur kært manninn til lögreglu vegna tjónsins. Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
„Við komum keyrandi inn eftir Hringbrautinni og þá stendur maðurinn þarna nakinn á miðri götunni, hann gengur upp á bílinn minn og byrjar að hossast á þakinu,“ segir Hafdís Ólafsdóttir, sem lenti í óvenjulegri uppákomi í gærkvöldi þegar nakinn maður klifaðraði upp á bíl hennar. Atvikið gerðist á gatnamótum Hringbrautar og Ljósvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Hann stóð með hendur úti á miðri götunni og ég varð hreinlega að stoppa. Hann lagði hendurnar á húddið, klifraði upp á toppinn á bílnum, reif loftnetið af bílnum og byrjaði að sveifla því,“ útskýrir Hafdís. Hafdís segir umferð hafa stoppað og marga fylgst með atvikinu. „Við hringdum strax á lögregluna. Aðrir vegfarendur voru í viðbragðsstöðu og einn maður var kominn þarna að og sagði okkur að læsa öllum hurðum, sem við gerðum,“ segir Hafdís.Lögreglan fljót á vettvang „Mér skilst að fullt af fólki hafi einnig hringt í lögregluna. Lögreglumennirnir voru mjög fljótir að bregðast við, voru komnir þarna á innan við fimm mínútum,“ segir Hafdís. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá tvo lögreglumenn fjarlæga manninn af þaki bíls Hafdísar. Maðurinn sveiflar loftnetinu sem hann reif af bílnum í átt að lögreglumönnum. Lögreglan beitti pipargasi til að yfirbuga manninn sem er svo komið fyrir í framsæti bifreiðarinnar. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör hjá lögreglu um vinnubrögðin við handtökuna í gærkvöldi en engin svör fengið. Í almennri tilkynningu frá lögreglunni frá því í morgun kemur fram hún hafi svarað kalli um nakinn mann sem stöðvaði umferð á Hringbraut. Þegar lögregluna hafi borið að garði hafi komið í ljós að nokkrir bílar hefðu orðið fyrir skemmdum. Lögreglan mat sem svo að maðurinn sýndi henni mótþróa, handtók manninn og færði á lögreglustöð. Í kjölfarið hafi hann verið vistaður á viðeigandi stofnun eins og segir í tilkynningunni.Talaði erlent tungumál eða tungum Hafdís segir manninn hafa talað eitthvað erlent tungumál. „Ég skildi hann ekki. Hann var annaðhvort að tala erlent tungumál eða tala tungum,“ segir Hafdís. Bíll Hafdísar er skemmdur eftir uppákomuna. „Ég hélt fyrst að toppurinn hefði eingögnu orðið fyrir skemmdum, en svo kom í ljós að húddið er líka talsvert skemmt,“ útskýrir Hafdís. Hafdís hefur kært manninn til lögreglu vegna tjónsins.
Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira