Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru Magnús Hlynur Hreiðarsson og Una Sighvatsdóttir skrifa 24. febrúar 2016 15:51 Sveinn Kristján Rúnarsson í Reynisfjöru. Vísir/Magnús Hlynur Lögreglan á Suðurlandi er hætt að vakta Reynisfjöru en lögreglumenn höfðu staðið vaktina í fjörunni frá því erlendur ferðamaður lést þar fyrir sléttum tveimur vikum. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er verið að koma upp merkingum og girðingum í fjörunni sem á að vara ferðamenn við og stýra umferð þeirra frá hættulegum stöðum. Í framhaldinu á að lagfæra bílastæðin og aðstöðuna frekar við fjöruna en það er langtímaverkefni í höndum staðarhaldara að sögn Sveins Kristjáns. „Þetta hefur bara gengið ljómandi vel allt saman, svona mest megnis, höfum verið í þessu verkefni núna í hálfan mánuði, og mikið af fólki náttúrulega í alls konar erindagjörðum í fjörunni,“ sagði Sveinn Rúnar í fréttum Bylgjunnar fyrr í dag. „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“Og það hefur sýnt sig að fólk er einmitt að því? Og áttar sig ekki á hættunni?„Já, það er alveg greinilegt að fólk hefur ekkert áttað sig á því hvaða hættur eru þarna og leika sér að eldinum.“Um leið var líka verið að meta stöðuna og það er þá eitthvað sem verður unnið úr núna eða hvað?„Í framhaldinu var vinnuhópur sem var að vinna að því að sjá hvaða framtíðarlausnir væri hægt að gera þarna og það er verið í dag og á morgun að setja upp skilti og leiðbeiningar þarna á bílastæðinu til þess að fólk fái frekari upplýsingar um hvað beri að varast og leiða fólk fram hjá skiltunum. Við ætlum að láta reyna á skynsemi fólks.“ Hann segir að meta þurfi einnig hættur af öðrum fjölförnum ferðamannastöðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. „Það er sú vinna sem er farin af stað núna, og það sem ráðherra hefur lagt áherslu á að verði sett í forgang. Þannig að það sé hægt að tryggja öryggi ferðamanna eins og best verður á kosið.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi er hætt að vakta Reynisfjöru en lögreglumenn höfðu staðið vaktina í fjörunni frá því erlendur ferðamaður lést þar fyrir sléttum tveimur vikum. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er verið að koma upp merkingum og girðingum í fjörunni sem á að vara ferðamenn við og stýra umferð þeirra frá hættulegum stöðum. Í framhaldinu á að lagfæra bílastæðin og aðstöðuna frekar við fjöruna en það er langtímaverkefni í höndum staðarhaldara að sögn Sveins Kristjáns. „Þetta hefur bara gengið ljómandi vel allt saman, svona mest megnis, höfum verið í þessu verkefni núna í hálfan mánuði, og mikið af fólki náttúrulega í alls konar erindagjörðum í fjörunni,“ sagði Sveinn Rúnar í fréttum Bylgjunnar fyrr í dag. „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“Og það hefur sýnt sig að fólk er einmitt að því? Og áttar sig ekki á hættunni?„Já, það er alveg greinilegt að fólk hefur ekkert áttað sig á því hvaða hættur eru þarna og leika sér að eldinum.“Um leið var líka verið að meta stöðuna og það er þá eitthvað sem verður unnið úr núna eða hvað?„Í framhaldinu var vinnuhópur sem var að vinna að því að sjá hvaða framtíðarlausnir væri hægt að gera þarna og það er verið í dag og á morgun að setja upp skilti og leiðbeiningar þarna á bílastæðinu til þess að fólk fái frekari upplýsingar um hvað beri að varast og leiða fólk fram hjá skiltunum. Við ætlum að láta reyna á skynsemi fólks.“ Hann segir að meta þurfi einnig hættur af öðrum fjölförnum ferðamannastöðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. „Það er sú vinna sem er farin af stað núna, og það sem ráðherra hefur lagt áherslu á að verði sett í forgang. Þannig að það sé hægt að tryggja öryggi ferðamanna eins og best verður á kosið.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46
Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30