Lögreglan máttlaus gagnvart nektarmyndum á netinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2014 07:00 Á síðunni er sérstakur spjallþráður þar sem settar eru inn myndir af fáklæddum íslenskum stúlkum. Svo virðist vera sem flestir notendurnir sem setja inn myndir séu drengir undir lögaldri. Aftur á móti getur hver sem er skoðað myndirnar. vísir/getty Erlend spjallsíða þar sem íslenskir karlmenn skiptast á myndum af fáklæddum og nöktum íslenskum stúlkum er enn í fullum gangi. Stúlkurnar eru flestar undir átján ára aldri og alveg niður í tólf ára. Þegar málið kom upp fyrir hálfu ári síðan sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, erlendu síðuna vera til rannsóknar hjá lögreglu og að reynt verði að fá síðunni lokað. Ekkert hefur þó gerst í málinu og nýjar ólöglegar myndir af stúlkum uppfærðar daglega á síðuna, sem er lögbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. „Svona mál eru erfið fyrir lögregluna, sérstaklega þegar um erlendar síður er að ræða. Við getum ekki stjórnað internetinu,“ segir Friðrik Smári þegar hann er spurður um gang rannsóknarinnar. Hann segir rannsókn þó enn vera í gangi en enga niðurstöðu liggja fyrir. Aðspurður hvort ekki sé hægt að leita uppi þá sem dreifa myndum út frá ip-tölum segir hann málið flóknara en svo. „Ip-tölur liggja ekki alltaf fyrir þar sem fólk fer þráðlaust inn á netið og þá koma allt aðrar tölur fram. Það er bara engin leið að stöðva svona dreifingu sem er komin af stað og mjög erfitt að hafa upp á þeim sem standa fyrir dreifingunni.“Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brinkÁ síðunni skiptast notendur á myndum af stúlkum sem þeir hafa í mörgum tilfellum fengið sendar frá þeim, til að mynda í gegnum snjallsímaforritið snap-chat. „Börn og unglingar verða að átta sig á því að um leið og eitthvað er farið á netið þá missum við stjórn á því,“ segir Friðrik. „Þetta er því allt spurning um forvarnir og fræðslu til unglinga.“ Ekkert sérstakt átaksverkefni er í gangi innan lögreglunnar um netöryggi unglinga. Þegar Friðrik er spurður hvort lögreglan þurfi ekki að taka þennan málaflokk fastari tökum segir hann vissulega þörf fyrir átak í þessum málum. „Lögreglan ein og sér getur samt ekki stemmt stigu við þessu, það þarf fleiri til. Það þarf aðgerðir í þessum efnum og það kallar á samstarf margra aðila,“ segir Friðrik Smári og bætir við að þessi síða sé ekki eitt einangrað tilvik heldur hafi lögreglan fengið nokkrar tilkynningar um sambærilegar síður. Tengdar fréttir Ábyrgðin ekki stúlknanna Framkvæmdastjóri Barnaheilla hefur svarað hópi sem sendi henni bréf og gangrýndi ummæli hennar í kjölfar frétta um nektarmyndir af unglingsstúlkum á netinu. 16. apríl 2014 16:29 „Ég var ófermd og bara krakki“ - Myndirnar enn í drefingu á netinu Rétt nýorðin þrettán ára gömul, haustið 2005, tók ung stúlka, Tinna Ingólfsdóttir, af sér nektarmyndir og sendi til manna sem hún taldi vini sína á internetinu. 23. apríl 2014 16:00 Nektarmyndir af stúlkum á fermingaraldri á spjallsíðu Erlend spjallsíða hefur að geyma myndir af fáklæddum íslenskum stúlkum sem eru allt niður í fjórtán ára. Lögregla rannsakar málið og reynir að fá síðunni lokað. Alvarlegt brot gegn réttindum barns segir framkvæmdastjóri Barnaheilla. 15. apríl 2014 06:30 Dreifa klámmyndum af ungum stúlkum en sleppa Dæmi eru um að lögreglan hafi haft upp á mönnum sem birtu myndir af ungum stúlkum á erlendum vefsíðum en þeir sloppið við ákæru því þeir gerðust ekki brotlegir í íslenskri lögsögu,. 16. apríl 2014 13:42 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Erlend spjallsíða þar sem íslenskir karlmenn skiptast á myndum af fáklæddum og nöktum íslenskum stúlkum er enn í fullum gangi. Stúlkurnar eru flestar undir átján ára aldri og alveg niður í tólf ára. Þegar málið kom upp fyrir hálfu ári síðan sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, erlendu síðuna vera til rannsóknar hjá lögreglu og að reynt verði að fá síðunni lokað. Ekkert hefur þó gerst í málinu og nýjar ólöglegar myndir af stúlkum uppfærðar daglega á síðuna, sem er lögbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. „Svona mál eru erfið fyrir lögregluna, sérstaklega þegar um erlendar síður er að ræða. Við getum ekki stjórnað internetinu,“ segir Friðrik Smári þegar hann er spurður um gang rannsóknarinnar. Hann segir rannsókn þó enn vera í gangi en enga niðurstöðu liggja fyrir. Aðspurður hvort ekki sé hægt að leita uppi þá sem dreifa myndum út frá ip-tölum segir hann málið flóknara en svo. „Ip-tölur liggja ekki alltaf fyrir þar sem fólk fer þráðlaust inn á netið og þá koma allt aðrar tölur fram. Það er bara engin leið að stöðva svona dreifingu sem er komin af stað og mjög erfitt að hafa upp á þeim sem standa fyrir dreifingunni.“Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brinkÁ síðunni skiptast notendur á myndum af stúlkum sem þeir hafa í mörgum tilfellum fengið sendar frá þeim, til að mynda í gegnum snjallsímaforritið snap-chat. „Börn og unglingar verða að átta sig á því að um leið og eitthvað er farið á netið þá missum við stjórn á því,“ segir Friðrik. „Þetta er því allt spurning um forvarnir og fræðslu til unglinga.“ Ekkert sérstakt átaksverkefni er í gangi innan lögreglunnar um netöryggi unglinga. Þegar Friðrik er spurður hvort lögreglan þurfi ekki að taka þennan málaflokk fastari tökum segir hann vissulega þörf fyrir átak í þessum málum. „Lögreglan ein og sér getur samt ekki stemmt stigu við þessu, það þarf fleiri til. Það þarf aðgerðir í þessum efnum og það kallar á samstarf margra aðila,“ segir Friðrik Smári og bætir við að þessi síða sé ekki eitt einangrað tilvik heldur hafi lögreglan fengið nokkrar tilkynningar um sambærilegar síður.
Tengdar fréttir Ábyrgðin ekki stúlknanna Framkvæmdastjóri Barnaheilla hefur svarað hópi sem sendi henni bréf og gangrýndi ummæli hennar í kjölfar frétta um nektarmyndir af unglingsstúlkum á netinu. 16. apríl 2014 16:29 „Ég var ófermd og bara krakki“ - Myndirnar enn í drefingu á netinu Rétt nýorðin þrettán ára gömul, haustið 2005, tók ung stúlka, Tinna Ingólfsdóttir, af sér nektarmyndir og sendi til manna sem hún taldi vini sína á internetinu. 23. apríl 2014 16:00 Nektarmyndir af stúlkum á fermingaraldri á spjallsíðu Erlend spjallsíða hefur að geyma myndir af fáklæddum íslenskum stúlkum sem eru allt niður í fjórtán ára. Lögregla rannsakar málið og reynir að fá síðunni lokað. Alvarlegt brot gegn réttindum barns segir framkvæmdastjóri Barnaheilla. 15. apríl 2014 06:30 Dreifa klámmyndum af ungum stúlkum en sleppa Dæmi eru um að lögreglan hafi haft upp á mönnum sem birtu myndir af ungum stúlkum á erlendum vefsíðum en þeir sloppið við ákæru því þeir gerðust ekki brotlegir í íslenskri lögsögu,. 16. apríl 2014 13:42 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ábyrgðin ekki stúlknanna Framkvæmdastjóri Barnaheilla hefur svarað hópi sem sendi henni bréf og gangrýndi ummæli hennar í kjölfar frétta um nektarmyndir af unglingsstúlkum á netinu. 16. apríl 2014 16:29
„Ég var ófermd og bara krakki“ - Myndirnar enn í drefingu á netinu Rétt nýorðin þrettán ára gömul, haustið 2005, tók ung stúlka, Tinna Ingólfsdóttir, af sér nektarmyndir og sendi til manna sem hún taldi vini sína á internetinu. 23. apríl 2014 16:00
Nektarmyndir af stúlkum á fermingaraldri á spjallsíðu Erlend spjallsíða hefur að geyma myndir af fáklæddum íslenskum stúlkum sem eru allt niður í fjórtán ára. Lögregla rannsakar málið og reynir að fá síðunni lokað. Alvarlegt brot gegn réttindum barns segir framkvæmdastjóri Barnaheilla. 15. apríl 2014 06:30
Dreifa klámmyndum af ungum stúlkum en sleppa Dæmi eru um að lögreglan hafi haft upp á mönnum sem birtu myndir af ungum stúlkum á erlendum vefsíðum en þeir sloppið við ákæru því þeir gerðust ekki brotlegir í íslenskri lögsögu,. 16. apríl 2014 13:42