Lögreglan segir eitt kynferðisbrot hafa verið kært á þjóðhátíð Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2016 12:43 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir Eitt kynferðisbrot er til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir verslunarmannahelgina. Þetta kemur fram á Facebook-síðu embættisins en þar segir að brotið var kært aðfaranótt mánudags og átti sér stað skömmu eftir miðnætti. Lögreglan segir um tengda aðila að ræða og að þolandinn hafi fengið viðeigandi aðstoð. Var sakborningur handtekinn skömmu eftir að tilkynning barst lögreglu. Segir lögreglan málið teljast upplýst og rannsókn vel á veg komin. Þá segir í sömu tilkynningu frá lögreglu að í tilefni af fréttaumfjöllun um kynferðisbrot á hátíðinni upplýsist að ekki var um kynferðisbrot að ræða í því tilviki þar sem maður var sleginn illa í andlit og höfuð heldur ótta við mögulegt brot. Heildarfjöldi fíkniefnamála á þjóðhátíð í ár voru 30 sem lögreglan segir vera svipað og undanfarin ár að árinu 2015 undanskildu þegar upp komu 72 mál. Stærsta fíkniefnamál í sögu hátíðarinnar kom upp klukkan hálf níu síðastliðið föstudagskvöld þegar lögreglan fann mikið magn fíkniefna við hjá aðilum við gististað í bænum. Um var að ræða 180 e-töflur, tæp 100 gr. af kókaíni og tæp 100 gr. af amfetamíni. Sakborningar voru handteknir og gistu fangageymslur og var sleppt þegar rannsókn málsins var vel á veg komin. Tíu líkamsárásir komu inn á borð lögreglu og þar af fimm alvarlegar þar sem um beinbrot í andliti er að ræða. Tvö heimilisofbeldismál komu upp og eitt brot gegn valdstjórn þar sem slegið var til lögreglumanna. Málin eru öll í rannsókn. Eitt mál kom upp er varðar eignaspjöll á bifreið og fjögur þjófnaðarbrot er tengdust þjófnuðum á gsm símum. Tengdar fréttir Tilkynnt um minnst tvö kynferðisbrot á Þjóðhátíð Í öðru málanna var síðar gengið í skrokk á meintum geranda og hann fluttur úr Herjólfsdal á börum og sendur með sjúkraflugi á Landsspítalann. 1. ágúst 2016 15:49 Fangageymslur hýstu nær fjörutíu um helgina Víða voru annir hjá lögreglu um nýliðna verslunarmannahelgi. Á Þjóðhátíð í Eyjum voru um 30 fíkniefnamál og mun hafa verið tilkynnt um minnst tvö kynferðisbrotamál þar. Þá var mikið um hraðakstur á Vestfjörðum segir lögregla. 2. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Eitt kynferðisbrot er til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir verslunarmannahelgina. Þetta kemur fram á Facebook-síðu embættisins en þar segir að brotið var kært aðfaranótt mánudags og átti sér stað skömmu eftir miðnætti. Lögreglan segir um tengda aðila að ræða og að þolandinn hafi fengið viðeigandi aðstoð. Var sakborningur handtekinn skömmu eftir að tilkynning barst lögreglu. Segir lögreglan málið teljast upplýst og rannsókn vel á veg komin. Þá segir í sömu tilkynningu frá lögreglu að í tilefni af fréttaumfjöllun um kynferðisbrot á hátíðinni upplýsist að ekki var um kynferðisbrot að ræða í því tilviki þar sem maður var sleginn illa í andlit og höfuð heldur ótta við mögulegt brot. Heildarfjöldi fíkniefnamála á þjóðhátíð í ár voru 30 sem lögreglan segir vera svipað og undanfarin ár að árinu 2015 undanskildu þegar upp komu 72 mál. Stærsta fíkniefnamál í sögu hátíðarinnar kom upp klukkan hálf níu síðastliðið föstudagskvöld þegar lögreglan fann mikið magn fíkniefna við hjá aðilum við gististað í bænum. Um var að ræða 180 e-töflur, tæp 100 gr. af kókaíni og tæp 100 gr. af amfetamíni. Sakborningar voru handteknir og gistu fangageymslur og var sleppt þegar rannsókn málsins var vel á veg komin. Tíu líkamsárásir komu inn á borð lögreglu og þar af fimm alvarlegar þar sem um beinbrot í andliti er að ræða. Tvö heimilisofbeldismál komu upp og eitt brot gegn valdstjórn þar sem slegið var til lögreglumanna. Málin eru öll í rannsókn. Eitt mál kom upp er varðar eignaspjöll á bifreið og fjögur þjófnaðarbrot er tengdust þjófnuðum á gsm símum.
Tengdar fréttir Tilkynnt um minnst tvö kynferðisbrot á Þjóðhátíð Í öðru málanna var síðar gengið í skrokk á meintum geranda og hann fluttur úr Herjólfsdal á börum og sendur með sjúkraflugi á Landsspítalann. 1. ágúst 2016 15:49 Fangageymslur hýstu nær fjörutíu um helgina Víða voru annir hjá lögreglu um nýliðna verslunarmannahelgi. Á Þjóðhátíð í Eyjum voru um 30 fíkniefnamál og mun hafa verið tilkynnt um minnst tvö kynferðisbrotamál þar. Þá var mikið um hraðakstur á Vestfjörðum segir lögregla. 2. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Tilkynnt um minnst tvö kynferðisbrot á Þjóðhátíð Í öðru málanna var síðar gengið í skrokk á meintum geranda og hann fluttur úr Herjólfsdal á börum og sendur með sjúkraflugi á Landsspítalann. 1. ágúst 2016 15:49
Fangageymslur hýstu nær fjörutíu um helgina Víða voru annir hjá lögreglu um nýliðna verslunarmannahelgi. Á Þjóðhátíð í Eyjum voru um 30 fíkniefnamál og mun hafa verið tilkynnt um minnst tvö kynferðisbrotamál þar. Þá var mikið um hraðakstur á Vestfjörðum segir lögregla. 2. ágúst 2016 07:00