Lögreglan skráir ekki stjórnmálaskoðanir fólks Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2014 20:03 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir samantekt lögreglunnar um mótmæli og mótmælendur í búsáhaldabyltingunni einstaka og ekki verði unnin sams konar skýrsla í framtíðinni. Lögreglan fylgist ekki með og skrái stjórnmálaskoðanir fólks. Samantekt sem Geir Jón Þórisson fyrrverandi yfirlögregluþjónn gerði um mótmæli, mótmælendur og störf lögreglunnar í búsáhaldabyltingunni hefur valdið miklu fjaðrafoki. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftilitsnefndar Alþingis í morgun. En þegar skýrslan var birt á dögunum sáust m.a. nöfn fólks, þótt reynt hafi verið að strika yfir þau. Lögreglustjóri sagði Persónuvernd vera með þessi mál í skoðun. „Þannig að ég á von á því að ef þeir telja að það hafi verið farið út fyrir einhverjar heimildir verði þeirri skoðun komið á framfæri við okkur. Eftir því sem ég best veit þá er þetta einstakt dæmi. Ég veit ekki til þess að það séu til fleiri svona skýrslur. Ég hef a.m.k. ekki séð fleiri svona skýrslur,“ sagði Sigríður Björk þegar hún sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Þá sagði lögreglustjórinn það vera hlutverk Alþingis að ákveða hvort komið yrði á sérstöku innra eða ytra eftiliti með lögreglunni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sem er nafngreind oft í skýrslunni lýsti vonbrigðum sínum með vinnubrögð lögreglunnar og nefndi nokkur dæmi úr skýrslunni. „Ég verð að segja það fyrir mína parta eftir að hafa lesið þessa skýrslu að ég er mjög óörugg gagnvart ykkur. Mér finnst mjög óþægilegt að hafa ykkur inn á þing. Mér finnst það mjög óþægilegt þegar ég les um það hvernig lögreglan túlkar hvernig starfsmenn þingsins hugsa um ákveðna þingmenn. Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál,“ sagði Birgitta við fulltrúa lögreglunnar á nefndarfundinum í morgun. Lögreglustjóri sagði að brugðist hafi verið við og farið verði yfir alla ferla lögreglunnar og samband haft við fólk sem nafngreint sé í skýrslunni. Er lögreglan með einhverjum hætti í dag að safna upplýsingum um stjórnmálalegar skoðanir einstaklinga í þjóðfélaginu? „Nei, ég get fullyrt að svo er ekki. Við höldum ekki gagnagrunna um skoðanir fólks, pólitískar skoðanir eða neitt slíkt,“ segir Sigríður Björk. Þótt skráðar séu upplýsingar um þá sem standi fyrir mótmælum á hverjum tíma og hvernig þau fóru fram. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir samantekt lögreglunnar um mótmæli og mótmælendur í búsáhaldabyltingunni einstaka og ekki verði unnin sams konar skýrsla í framtíðinni. Lögreglan fylgist ekki með og skrái stjórnmálaskoðanir fólks. Samantekt sem Geir Jón Þórisson fyrrverandi yfirlögregluþjónn gerði um mótmæli, mótmælendur og störf lögreglunnar í búsáhaldabyltingunni hefur valdið miklu fjaðrafoki. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftilitsnefndar Alþingis í morgun. En þegar skýrslan var birt á dögunum sáust m.a. nöfn fólks, þótt reynt hafi verið að strika yfir þau. Lögreglustjóri sagði Persónuvernd vera með þessi mál í skoðun. „Þannig að ég á von á því að ef þeir telja að það hafi verið farið út fyrir einhverjar heimildir verði þeirri skoðun komið á framfæri við okkur. Eftir því sem ég best veit þá er þetta einstakt dæmi. Ég veit ekki til þess að það séu til fleiri svona skýrslur. Ég hef a.m.k. ekki séð fleiri svona skýrslur,“ sagði Sigríður Björk þegar hún sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Þá sagði lögreglustjórinn það vera hlutverk Alþingis að ákveða hvort komið yrði á sérstöku innra eða ytra eftiliti með lögreglunni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sem er nafngreind oft í skýrslunni lýsti vonbrigðum sínum með vinnubrögð lögreglunnar og nefndi nokkur dæmi úr skýrslunni. „Ég verð að segja það fyrir mína parta eftir að hafa lesið þessa skýrslu að ég er mjög óörugg gagnvart ykkur. Mér finnst mjög óþægilegt að hafa ykkur inn á þing. Mér finnst það mjög óþægilegt þegar ég les um það hvernig lögreglan túlkar hvernig starfsmenn þingsins hugsa um ákveðna þingmenn. Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál,“ sagði Birgitta við fulltrúa lögreglunnar á nefndarfundinum í morgun. Lögreglustjóri sagði að brugðist hafi verið við og farið verði yfir alla ferla lögreglunnar og samband haft við fólk sem nafngreint sé í skýrslunni. Er lögreglan með einhverjum hætti í dag að safna upplýsingum um stjórnmálalegar skoðanir einstaklinga í þjóðfélaginu? „Nei, ég get fullyrt að svo er ekki. Við höldum ekki gagnagrunna um skoðanir fólks, pólitískar skoðanir eða neitt slíkt,“ segir Sigríður Björk. Þótt skráðar séu upplýsingar um þá sem standi fyrir mótmælum á hverjum tíma og hvernig þau fóru fram.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira