Lögreglan skráir ekki stjórnmálaskoðanir fólks Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2014 20:03 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir samantekt lögreglunnar um mótmæli og mótmælendur í búsáhaldabyltingunni einstaka og ekki verði unnin sams konar skýrsla í framtíðinni. Lögreglan fylgist ekki með og skrái stjórnmálaskoðanir fólks. Samantekt sem Geir Jón Þórisson fyrrverandi yfirlögregluþjónn gerði um mótmæli, mótmælendur og störf lögreglunnar í búsáhaldabyltingunni hefur valdið miklu fjaðrafoki. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftilitsnefndar Alþingis í morgun. En þegar skýrslan var birt á dögunum sáust m.a. nöfn fólks, þótt reynt hafi verið að strika yfir þau. Lögreglustjóri sagði Persónuvernd vera með þessi mál í skoðun. „Þannig að ég á von á því að ef þeir telja að það hafi verið farið út fyrir einhverjar heimildir verði þeirri skoðun komið á framfæri við okkur. Eftir því sem ég best veit þá er þetta einstakt dæmi. Ég veit ekki til þess að það séu til fleiri svona skýrslur. Ég hef a.m.k. ekki séð fleiri svona skýrslur,“ sagði Sigríður Björk þegar hún sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Þá sagði lögreglustjórinn það vera hlutverk Alþingis að ákveða hvort komið yrði á sérstöku innra eða ytra eftiliti með lögreglunni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sem er nafngreind oft í skýrslunni lýsti vonbrigðum sínum með vinnubrögð lögreglunnar og nefndi nokkur dæmi úr skýrslunni. „Ég verð að segja það fyrir mína parta eftir að hafa lesið þessa skýrslu að ég er mjög óörugg gagnvart ykkur. Mér finnst mjög óþægilegt að hafa ykkur inn á þing. Mér finnst það mjög óþægilegt þegar ég les um það hvernig lögreglan túlkar hvernig starfsmenn þingsins hugsa um ákveðna þingmenn. Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál,“ sagði Birgitta við fulltrúa lögreglunnar á nefndarfundinum í morgun. Lögreglustjóri sagði að brugðist hafi verið við og farið verði yfir alla ferla lögreglunnar og samband haft við fólk sem nafngreint sé í skýrslunni. Er lögreglan með einhverjum hætti í dag að safna upplýsingum um stjórnmálalegar skoðanir einstaklinga í þjóðfélaginu? „Nei, ég get fullyrt að svo er ekki. Við höldum ekki gagnagrunna um skoðanir fólks, pólitískar skoðanir eða neitt slíkt,“ segir Sigríður Björk. Þótt skráðar séu upplýsingar um þá sem standi fyrir mótmælum á hverjum tíma og hvernig þau fóru fram. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir samantekt lögreglunnar um mótmæli og mótmælendur í búsáhaldabyltingunni einstaka og ekki verði unnin sams konar skýrsla í framtíðinni. Lögreglan fylgist ekki með og skrái stjórnmálaskoðanir fólks. Samantekt sem Geir Jón Þórisson fyrrverandi yfirlögregluþjónn gerði um mótmæli, mótmælendur og störf lögreglunnar í búsáhaldabyltingunni hefur valdið miklu fjaðrafoki. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftilitsnefndar Alþingis í morgun. En þegar skýrslan var birt á dögunum sáust m.a. nöfn fólks, þótt reynt hafi verið að strika yfir þau. Lögreglustjóri sagði Persónuvernd vera með þessi mál í skoðun. „Þannig að ég á von á því að ef þeir telja að það hafi verið farið út fyrir einhverjar heimildir verði þeirri skoðun komið á framfæri við okkur. Eftir því sem ég best veit þá er þetta einstakt dæmi. Ég veit ekki til þess að það séu til fleiri svona skýrslur. Ég hef a.m.k. ekki séð fleiri svona skýrslur,“ sagði Sigríður Björk þegar hún sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Þá sagði lögreglustjórinn það vera hlutverk Alþingis að ákveða hvort komið yrði á sérstöku innra eða ytra eftiliti með lögreglunni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sem er nafngreind oft í skýrslunni lýsti vonbrigðum sínum með vinnubrögð lögreglunnar og nefndi nokkur dæmi úr skýrslunni. „Ég verð að segja það fyrir mína parta eftir að hafa lesið þessa skýrslu að ég er mjög óörugg gagnvart ykkur. Mér finnst mjög óþægilegt að hafa ykkur inn á þing. Mér finnst það mjög óþægilegt þegar ég les um það hvernig lögreglan túlkar hvernig starfsmenn þingsins hugsa um ákveðna þingmenn. Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál,“ sagði Birgitta við fulltrúa lögreglunnar á nefndarfundinum í morgun. Lögreglustjóri sagði að brugðist hafi verið við og farið verði yfir alla ferla lögreglunnar og samband haft við fólk sem nafngreint sé í skýrslunni. Er lögreglan með einhverjum hætti í dag að safna upplýsingum um stjórnmálalegar skoðanir einstaklinga í þjóðfélaginu? „Nei, ég get fullyrt að svo er ekki. Við höldum ekki gagnagrunna um skoðanir fólks, pólitískar skoðanir eða neitt slíkt,“ segir Sigríður Björk. Þótt skráðar séu upplýsingar um þá sem standi fyrir mótmælum á hverjum tíma og hvernig þau fóru fram.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira