Innlent

Lögreglan varar við ótraustum ís - þingmaður hjálpaði pilti í vanda

Athugið að ísinn er ótraustur.
Athugið að ísinn er ótraustur.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að hætta sér út á Reykjavíkurtjörn, en ísinn þar er ótraustur.

Fyrr í dag féll unglingspiltur á reiðhjóli niður um vök á Tjörninni, en hann átti í töluverðum erfiðleikum með að komast upp úr aftur.

Lögreglan og sjúkralið komu á vettvang, en meiðsli piltsins voru ekki talin alvarleg.

Dv.is greinir frá því á vefsíðu sinni að meðal þeirra sem komu piltinum til aðstoðar hafi verið Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem meðal annars leyfði piltinum að hlýja sér í bílnum hennar á meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Eins og fyrr kemur fram þá slasaðist pilturinn ekki alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×