Innlent

Lögreglan varar við svikara

Snærós Sindradóttir skrifar
Svona líta skilaboðin frá svikahrappnum Gan út
Svona líta skilaboðin frá svikahrappnum Gan út VISIR/STEFÁN
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir í dag viðvörun á Facebook-síðu sinni vegna SMS-skilaboða sem virðast við fyrstu sýn vera frá bankastarfsmanni í Asíu.

Í skilaboðunum, sem eru á ensku, býður maður sem kallar sig Gan viðtakanda að taka þátt í viðskiptum við sig sem hljóða upp á 94 milljónir króna.

Um svikpóst er að ræða og beinir lögregla því til fólks að svara skilaboðunum ekki heldur eyða þeim sem fyrst. Lögreglan hefur áður varað við samskonar svikum sem meðal annars berast í gegnum tölvupóst.

Segir á Facebook-síðu lögreglunnar að mikið sé um slík svik um þessar mundir. Margir átti sig á að þarna sé um svik að ræða en yngstu og elstu tækninotendur séu þeir sem helst falli í gildruna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×