Innlent

Lögreglumenn fjarlægja mótmælendur í Gálgahrauni



Um tuttugu til þrjátíu lögreglumenn eru nú staddir í Gálgahrauni en svo virðist sem vegaframkvæmdir við nýjan Álftanesveg eigi að hefjast þar í dag.

Reynir Ingibjartsson formaður Hraunavina, sem hafa mótmælt aðgerðinni, sagði í samtali við Vísi að hann hafi verið borinn út af framkvæmdasvæðinu og skipað að halda sig hæfilegri fjarlægt.

Um þrjátíu Hraunavinir eru á staðnum en þeir hafa sagst ætla að koma í veg fyrir framkvæmdina með öllum tiltækum ráðum.

Árni Finnsson, formaður Náttúrurverndarsamtaka Íslands, segir að sér finnist þetta dálítið flott hjá mótmælendum að leggja sig svona, eins og hann sér á myndunum hér á Vísi.

Árni átti ekki heimangengt í dag og er því ekki viðstaddur.

Það er sérkennilegt að sjá lögregluliðið fronta" jarðýtuna eins og virðist af þessum myndum. Ef það er verið að handtaka fólk, þá er það einkennilegt, í ljósi þess að um friðsamleg mótmælti er að ræða, segir Árni.

Mér finnst þetta fólk sýna hugrekki að mótmæla með þessum hætti, segir Árni.

mynd/gva
Gunnsteinn Ólafsson, einn af forsprökkum Hraunavina, var handjárnaður í morgun.mynd/gva



Fleiri fréttir

Sjá meira


×