Innlent

Lögreglumenn telja að enn megi leysa launadeilu

Landssamband lögreglumanna (LL) lýsir sig reiðubúna til þess að finna lausnir á þeim vanda sem upp er kominn vegna úrskurðar gerðadóms, og lýsir sambandið sig tilbúið til þess að koma að úrlausn mála jafn að nóttu sem og degi. Þetta er meðal niðurstaðna af fundi stjórnar og formanna svæðisdeilda Landssambands lögreglumanna sem haldinn var í dag í húsnæði BSRB á Grettisgötunni.

Þar lýsa lögreglumenn yfir megnri óánægju og reiði með niðurstöðu gerðardóms.

Svo segir í tilkynningu lögreglumanna: „Það er ljóst að niðurstaða gerðardóms leiðréttir ekki þann mun sem er á grunnlaunum lögreglumanna og þeirra viðmiðunarstétta sem lagt var upp með þegar verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn með lögum frá Alþingi Íslendinga.

Óánægja innan raða lögreglumanna með þessa niðurstöðu hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni.  Lögreglumenn sætta sig ekki við niðurstöðuna.“

Fundinn bendir hinsvegar á að það séu til lausnir á vandanum og fundurinn vill leysa hann. „Augljóst er að slík vinna kallar á aðkomu ríkisvaldsins og nauðsynlegt að hún hefjist strax,“ segir í ákalli lögreglumanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×