Lögreglustjóri segir skýrsluna einsdæmi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. nóvember 2014 11:51 Fulltrúar lögreglunnar á fundinum í morgun. Vísir / GVA Stjórnmálaskoðanir fólks eru ekki almennt skráð í tölvukerfi lögreglunnar nema að það skipti máli fyrir mál sem til meðferðar eru hjá lögreglunni. Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Hún kom í dag fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem hún svaraði spurningum um skýrslu sem unnin var fyrir embættið um mótmæli. „Almennt er bókað það sem máli skiptir í hverju tilviki; það sem lögreglumenn á vettvangi telja skipta mestu máli. Til dæmis getur það verið ef forsvarsmaður sem fer fyrir mótmælum sem stendur fyrir mótmælum í nafni einhvers ákveðins stjórnmálaafls eða eitthvað slíkt, þá gæti það komið fyrir. En það verður að vera eitthvað „relevant“ við málið,“ segir Sigríður í samtali við Vísi um málið. Skýrslan hefur verið gagnrýnd fyrir margar sakir og hafa þau sjónarmið komið fram, meðal annars hjá nefndarmönnum, hvort eðlilegt sé yfir höfuð taka saman gögn með þessum hætti. Sigríður sagði á fundinum að skýrslan væri einsdæmi og að slík samantekt yrði ekki gerð aftur. Hún er þó ekki tilbúinn að segja að það hafi verið mistök að taka skýrsluna saman. „Það er ekki mitt að meta það hvort það hafi verið mistök eða ekki. Þetta var ákvörðun sem var tekin á þeim tíma út frá þeim forsendum sem þá lágu fyrir. Það er ekki mitt að endurmeta það. Hinsvegar höfum við sagt að það séu ákveðin atriði sem hefðu mátt vera öðruvísi í skýrslunni, eða samantekinni,“ segir hún aðspurð hvort það hafi verið mistök að gera skýrsluna. Undir þetta sjónarmið tók Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, á fundinum. Hann sagði það meira en gagnrýnivert hvernig skýrslan var unnin og sett fram. Persónuvernd hefur meðferð lögreglunnar á gögnum sem fram koma í skýrslunni til skoðunar. Á fundinum sagði Sigríður lögreglustjóri ekki vita til þess að sérstakrar heimildar hafi verið leitað hjá stofnuninni áður en skýrslan var unnin. Málið verður einnig áfram til skoðunar hjá þingnefndinni sem óskaði eftir skriflegri greinargerð þeirra lögreglumanna sem mættu fyrir nefndina í morgun. „Við munum ekki sleppa hendinni af þessu máli,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, á fundinum. Alþingi Tengdar fréttir Kærir lögregluna fyrir njósnir Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrverandi formaður Hægri grænna, telur að freklega sé brotið á friðhelgi einkalífs hans í nýopinberaðri skýrslu lögreglunnar um mótmæli almennings á hrunárunum. Guðmundur lagði í gær fram kæru til ríkissaksóknara. 31. október 2014 07:00 Lögreglan sendi óeinkennisklædda nemendur lögregluskólans út á meðal mótmælenda Sendu óeikennisklædda lögreglumenn út á meðal mótmælenda í nokkur skipti til að afla upplýsinga um hvað stæði til að gera. 28. október 2014 11:26 Lögreglan tilnefndi „landsliðið í mótmælum“ Yfirlögregluþjónn í Reykjavík skilgreindi hóp fólks sem landsliðið í mótmælum á misserunum eftir hrunið. 30. október 2014 07:00 Skýrslan um mótmælin aðgengileg á vefnum Skýrsla Geirs Jóns Þórissonar um mótmælin á árunum 2008-2011 er nú aðgengileg á vefsíðunni Associated Whistleblowing Press. 28. október 2014 18:14 Lögregluforingjar á hóteli á meðan undirmennirnir vörðu Alþingishúsið Við setningu Alþingis í janúar 2009 tókust undirmenn í lögreglu á við hörðustu mótmæli eftir hrunið fram að því. Á meðan dvöldu yfirmenn í lögreglunni á hóteli í Hvalfirði. 30. október 2014 07:00 Telur lögreglu skaðabótaskylda vegna skýrslu um Búsáhaldabyltinguna „Ástæða til að kanna hvort ákæra þurfi þá einstaklinga sem bera ábyrgð á skýrslunni“ 29. október 2014 20:15 Skýrsla Geirs Jóns: "Sýnir að lögreglan stundar forvirkar rannsóknaraðgerðir“ Lögreglan kærð vegna brota á friðhelgi einkalífsins. 30. október 2014 19:30 Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Spyrja hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila. 28. október 2014 14:10 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Stjórnmálaskoðanir fólks eru ekki almennt skráð í tölvukerfi lögreglunnar nema að það skipti máli fyrir mál sem til meðferðar eru hjá lögreglunni. Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Hún kom í dag fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem hún svaraði spurningum um skýrslu sem unnin var fyrir embættið um mótmæli. „Almennt er bókað það sem máli skiptir í hverju tilviki; það sem lögreglumenn á vettvangi telja skipta mestu máli. Til dæmis getur það verið ef forsvarsmaður sem fer fyrir mótmælum sem stendur fyrir mótmælum í nafni einhvers ákveðins stjórnmálaafls eða eitthvað slíkt, þá gæti það komið fyrir. En það verður að vera eitthvað „relevant“ við málið,“ segir Sigríður í samtali við Vísi um málið. Skýrslan hefur verið gagnrýnd fyrir margar sakir og hafa þau sjónarmið komið fram, meðal annars hjá nefndarmönnum, hvort eðlilegt sé yfir höfuð taka saman gögn með þessum hætti. Sigríður sagði á fundinum að skýrslan væri einsdæmi og að slík samantekt yrði ekki gerð aftur. Hún er þó ekki tilbúinn að segja að það hafi verið mistök að taka skýrsluna saman. „Það er ekki mitt að meta það hvort það hafi verið mistök eða ekki. Þetta var ákvörðun sem var tekin á þeim tíma út frá þeim forsendum sem þá lágu fyrir. Það er ekki mitt að endurmeta það. Hinsvegar höfum við sagt að það séu ákveðin atriði sem hefðu mátt vera öðruvísi í skýrslunni, eða samantekinni,“ segir hún aðspurð hvort það hafi verið mistök að gera skýrsluna. Undir þetta sjónarmið tók Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, á fundinum. Hann sagði það meira en gagnrýnivert hvernig skýrslan var unnin og sett fram. Persónuvernd hefur meðferð lögreglunnar á gögnum sem fram koma í skýrslunni til skoðunar. Á fundinum sagði Sigríður lögreglustjóri ekki vita til þess að sérstakrar heimildar hafi verið leitað hjá stofnuninni áður en skýrslan var unnin. Málið verður einnig áfram til skoðunar hjá þingnefndinni sem óskaði eftir skriflegri greinargerð þeirra lögreglumanna sem mættu fyrir nefndina í morgun. „Við munum ekki sleppa hendinni af þessu máli,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, á fundinum.
Alþingi Tengdar fréttir Kærir lögregluna fyrir njósnir Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrverandi formaður Hægri grænna, telur að freklega sé brotið á friðhelgi einkalífs hans í nýopinberaðri skýrslu lögreglunnar um mótmæli almennings á hrunárunum. Guðmundur lagði í gær fram kæru til ríkissaksóknara. 31. október 2014 07:00 Lögreglan sendi óeinkennisklædda nemendur lögregluskólans út á meðal mótmælenda Sendu óeikennisklædda lögreglumenn út á meðal mótmælenda í nokkur skipti til að afla upplýsinga um hvað stæði til að gera. 28. október 2014 11:26 Lögreglan tilnefndi „landsliðið í mótmælum“ Yfirlögregluþjónn í Reykjavík skilgreindi hóp fólks sem landsliðið í mótmælum á misserunum eftir hrunið. 30. október 2014 07:00 Skýrslan um mótmælin aðgengileg á vefnum Skýrsla Geirs Jóns Þórissonar um mótmælin á árunum 2008-2011 er nú aðgengileg á vefsíðunni Associated Whistleblowing Press. 28. október 2014 18:14 Lögregluforingjar á hóteli á meðan undirmennirnir vörðu Alþingishúsið Við setningu Alþingis í janúar 2009 tókust undirmenn í lögreglu á við hörðustu mótmæli eftir hrunið fram að því. Á meðan dvöldu yfirmenn í lögreglunni á hóteli í Hvalfirði. 30. október 2014 07:00 Telur lögreglu skaðabótaskylda vegna skýrslu um Búsáhaldabyltinguna „Ástæða til að kanna hvort ákæra þurfi þá einstaklinga sem bera ábyrgð á skýrslunni“ 29. október 2014 20:15 Skýrsla Geirs Jóns: "Sýnir að lögreglan stundar forvirkar rannsóknaraðgerðir“ Lögreglan kærð vegna brota á friðhelgi einkalífsins. 30. október 2014 19:30 Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Spyrja hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila. 28. október 2014 14:10 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Kærir lögregluna fyrir njósnir Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrverandi formaður Hægri grænna, telur að freklega sé brotið á friðhelgi einkalífs hans í nýopinberaðri skýrslu lögreglunnar um mótmæli almennings á hrunárunum. Guðmundur lagði í gær fram kæru til ríkissaksóknara. 31. október 2014 07:00
Lögreglan sendi óeinkennisklædda nemendur lögregluskólans út á meðal mótmælenda Sendu óeikennisklædda lögreglumenn út á meðal mótmælenda í nokkur skipti til að afla upplýsinga um hvað stæði til að gera. 28. október 2014 11:26
Lögreglan tilnefndi „landsliðið í mótmælum“ Yfirlögregluþjónn í Reykjavík skilgreindi hóp fólks sem landsliðið í mótmælum á misserunum eftir hrunið. 30. október 2014 07:00
Skýrslan um mótmælin aðgengileg á vefnum Skýrsla Geirs Jóns Þórissonar um mótmælin á árunum 2008-2011 er nú aðgengileg á vefsíðunni Associated Whistleblowing Press. 28. október 2014 18:14
Lögregluforingjar á hóteli á meðan undirmennirnir vörðu Alþingishúsið Við setningu Alþingis í janúar 2009 tókust undirmenn í lögreglu á við hörðustu mótmæli eftir hrunið fram að því. Á meðan dvöldu yfirmenn í lögreglunni á hóteli í Hvalfirði. 30. október 2014 07:00
Telur lögreglu skaðabótaskylda vegna skýrslu um Búsáhaldabyltinguna „Ástæða til að kanna hvort ákæra þurfi þá einstaklinga sem bera ábyrgð á skýrslunni“ 29. október 2014 20:15
Skýrsla Geirs Jóns: "Sýnir að lögreglan stundar forvirkar rannsóknaraðgerðir“ Lögreglan kærð vegna brota á friðhelgi einkalífsins. 30. október 2014 19:30
Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Spyrja hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila. 28. október 2014 14:10