Lögspekingar telja rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. október 2013 15:05 „Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. Hann segir að í málinu séu ýmist vafamál og því farsælast að bíða eftir niðurstöðu dómstóla. Þannig að það sé alveg á hreinu hvað sé heimilt og hvað ekki. Katrín Oddsdóttir, héraðsdómslögmaður tekur undir þessi orð Sigurðar. „Það er fullkomlega eðlilegt að það sé beðið eftir niðurstöðu dómstóla.“ Hún nefnir að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, hafi í viðtali við Kastljós um daginn, sagt að um 90 prósent íbúa á Álftanesi vildu fá þennan veg. Engar skoðunarkannanir hafi þó verið gerðar sem hægt sé að vísa í. Eins og málið sé í dag, komið í þennan hnút, verði einhver óháður aðili að stíga inn og taka ákvörðun. Hún segist telja að náttúruverndarsinnarnir myndu una endanlegri niðurstöðu dómstóla sama hver hún verður. Vandamálið þarna sé, eins og Ómar Ragnarsson sagði í samtali við Vísi áðan, að það er verið að skemma hraunið áður en niðurstaða fæst. Til þess séu úrræði á borð við lögbann, sem hafi ekki nýst í þessu tilviki. Þegar búið er að gera óafturkræfan skaða, sé til lítils að fá dómsniðurstöðu eftir á sem staðfestir ólögmæti. „Ég dáist að þeim sem standa í þessu, fólk á að geta borið svona mál fyrir dómstóla og hvort að aðgerðir sem þessar sem ógna náttúrunni standist lög,“ segir Katrín. Katrín minnir á Árósarsamninginn, sem Íslendingar undirrituðu fyrir 15 árum síðan. Samkvæmt honum á almenningur rétt á því að láta reyna á réttmæti aðgerða sem varða náttúruna. Á Íslandi virðist slíkt ekki reynast í framkvæmd þar sem dómstólar hafa ítrekað dæmt að fólk sem höfðar slík mál, eigi ekki lögarða hagsmuni. „Það er ekki gott að það sé búið að útiloka að náttúran eigi sér einhverja talsmenn, sem vilji vernda hana,“ segir Katrín . Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
„Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. Hann segir að í málinu séu ýmist vafamál og því farsælast að bíða eftir niðurstöðu dómstóla. Þannig að það sé alveg á hreinu hvað sé heimilt og hvað ekki. Katrín Oddsdóttir, héraðsdómslögmaður tekur undir þessi orð Sigurðar. „Það er fullkomlega eðlilegt að það sé beðið eftir niðurstöðu dómstóla.“ Hún nefnir að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, hafi í viðtali við Kastljós um daginn, sagt að um 90 prósent íbúa á Álftanesi vildu fá þennan veg. Engar skoðunarkannanir hafi þó verið gerðar sem hægt sé að vísa í. Eins og málið sé í dag, komið í þennan hnút, verði einhver óháður aðili að stíga inn og taka ákvörðun. Hún segist telja að náttúruverndarsinnarnir myndu una endanlegri niðurstöðu dómstóla sama hver hún verður. Vandamálið þarna sé, eins og Ómar Ragnarsson sagði í samtali við Vísi áðan, að það er verið að skemma hraunið áður en niðurstaða fæst. Til þess séu úrræði á borð við lögbann, sem hafi ekki nýst í þessu tilviki. Þegar búið er að gera óafturkræfan skaða, sé til lítils að fá dómsniðurstöðu eftir á sem staðfestir ólögmæti. „Ég dáist að þeim sem standa í þessu, fólk á að geta borið svona mál fyrir dómstóla og hvort að aðgerðir sem þessar sem ógna náttúrunni standist lög,“ segir Katrín. Katrín minnir á Árósarsamninginn, sem Íslendingar undirrituðu fyrir 15 árum síðan. Samkvæmt honum á almenningur rétt á því að láta reyna á réttmæti aðgerða sem varða náttúruna. Á Íslandi virðist slíkt ekki reynast í framkvæmd þar sem dómstólar hafa ítrekað dæmt að fólk sem höfðar slík mál, eigi ekki lögarða hagsmuni. „Það er ekki gott að það sé búið að útiloka að náttúran eigi sér einhverja talsmenn, sem vilji vernda hana,“ segir Katrín .
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira