Lokar ekki léninu nema að undangengnum dómsúrskurði 25. apríl 2013 14:21 Jens Pétur Jensson segist ekki loka fyrir lénið nema að undangengnum dómsúrskurði. „Til þess að loka lénum, þá lýsum við því yfir eins og þegar reynt var að loka Wikileaks á sínum tíma, að við munum aldrei loka á síður nema að undangengnum dómsúrskurði,“ segir Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri Internet á Íslandi sem sér um skráningu .is léna á Íslandi, spurður hvort til standi að svipta skráaskiptasíðuna Thepiratebay léni sínu, sem nú er íslenskt. Jens Pétur áréttar að fyrirtækið starfrækir opið skráningarkerfi fyrir íslenska lénið, „og sá sem skráir lénið gerir það með algerri leynd. Svipað og þegar maður fer í kjörklefann,“ segir Jens og bætir við: „En lykilatriðið er að sá sem skráir lénið er höfundur þess og ábyrgur fyrir því.“ Það kom nokkuð á óvart þegar í ljós kom í morgun að umdeildasta skráaskiptasíða veraldar væri komin með íslenskt lén. Síðan er sænsk að uppruna en það er einmitt einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu. Á erlendum vefsíðum kemur fram að síðan hafi orðið landlaus á síðustu dögum og hafi meðal annars verið skráð til skamms tíma í Grænlandi, þangað til lénið var tekið af þeim. Jens Pétur segir að á þeim 27 árum sem fyrirtækið hafi verið starfrækt hafi það aldrei fengið úrskurð þar sem því var skipað að loka fyrir lén. Jens Pétur segir slíkt inngrip vera alvarlegt, og að það þurfi að vernda tjáningarfrelsið. Spurður hvort það skipti einhverju hvort vefsíðan sé með ólöglega starfsemi svarar Jens því til að þá sé það lögreglunnar að rannsaka málið og stöðva starfsemina. Lénið fremur engan glæp að hans sögn. Spurður hvort slíkt hið sama ætti við um eins og með klámfengið efni, sem er sannarlega ólöglegt hér á landi, svarar Jens: „Ef efnið eða þjónustan er ólögleg, þá þurfa lögregluyfirvöld að taka á því.“ Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að SMÁÍS myndu líklega beina þeim tilmælum til ISNIC að taka lénið niður og fara þannig eftir landslögum um höfundarétt sem framkvæmdastjórinn telur að séu brotin í þessu tilfelli. Aðspurður sagði Jens að fyrirtækið myndi ekki verða við slíkum tilmælum. Eins og fram hefur komið er thePiratebay angi af pírataflokknum alþjóðlega. Birgitta Jónsdóttir einn af oddvitum flokksins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Píratar á Íslandi stæðu ekki á bak við íslenska lénið. Tengdar fréttir Sjóræningjarnir eru komnir: Umdeildasta skráarskiptasíða veraldar orðin íslensk Stærsta skráarskiptasíða veraldar, og jafnframt sú umdeildasta, thePiratebay, er orðin íslensk. Þetta kemur meðal annars fram á erlendum fréttasíðum sem fjalla um tölvur og tæknimál, auk þess að ef slegin er inn vefslóðin, má sjá glögglega að núna er piratebay ekki lengur með endinguna se, eins og undanfarin ár, heldur is. 25. apríl 2013 10:16 Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar "Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. 25. apríl 2013 12:06 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað þetta“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
„Til þess að loka lénum, þá lýsum við því yfir eins og þegar reynt var að loka Wikileaks á sínum tíma, að við munum aldrei loka á síður nema að undangengnum dómsúrskurði,“ segir Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri Internet á Íslandi sem sér um skráningu .is léna á Íslandi, spurður hvort til standi að svipta skráaskiptasíðuna Thepiratebay léni sínu, sem nú er íslenskt. Jens Pétur áréttar að fyrirtækið starfrækir opið skráningarkerfi fyrir íslenska lénið, „og sá sem skráir lénið gerir það með algerri leynd. Svipað og þegar maður fer í kjörklefann,“ segir Jens og bætir við: „En lykilatriðið er að sá sem skráir lénið er höfundur þess og ábyrgur fyrir því.“ Það kom nokkuð á óvart þegar í ljós kom í morgun að umdeildasta skráaskiptasíða veraldar væri komin með íslenskt lén. Síðan er sænsk að uppruna en það er einmitt einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu. Á erlendum vefsíðum kemur fram að síðan hafi orðið landlaus á síðustu dögum og hafi meðal annars verið skráð til skamms tíma í Grænlandi, þangað til lénið var tekið af þeim. Jens Pétur segir að á þeim 27 árum sem fyrirtækið hafi verið starfrækt hafi það aldrei fengið úrskurð þar sem því var skipað að loka fyrir lén. Jens Pétur segir slíkt inngrip vera alvarlegt, og að það þurfi að vernda tjáningarfrelsið. Spurður hvort það skipti einhverju hvort vefsíðan sé með ólöglega starfsemi svarar Jens því til að þá sé það lögreglunnar að rannsaka málið og stöðva starfsemina. Lénið fremur engan glæp að hans sögn. Spurður hvort slíkt hið sama ætti við um eins og með klámfengið efni, sem er sannarlega ólöglegt hér á landi, svarar Jens: „Ef efnið eða þjónustan er ólögleg, þá þurfa lögregluyfirvöld að taka á því.“ Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að SMÁÍS myndu líklega beina þeim tilmælum til ISNIC að taka lénið niður og fara þannig eftir landslögum um höfundarétt sem framkvæmdastjórinn telur að séu brotin í þessu tilfelli. Aðspurður sagði Jens að fyrirtækið myndi ekki verða við slíkum tilmælum. Eins og fram hefur komið er thePiratebay angi af pírataflokknum alþjóðlega. Birgitta Jónsdóttir einn af oddvitum flokksins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Píratar á Íslandi stæðu ekki á bak við íslenska lénið.
Tengdar fréttir Sjóræningjarnir eru komnir: Umdeildasta skráarskiptasíða veraldar orðin íslensk Stærsta skráarskiptasíða veraldar, og jafnframt sú umdeildasta, thePiratebay, er orðin íslensk. Þetta kemur meðal annars fram á erlendum fréttasíðum sem fjalla um tölvur og tæknimál, auk þess að ef slegin er inn vefslóðin, má sjá glögglega að núna er piratebay ekki lengur með endinguna se, eins og undanfarin ár, heldur is. 25. apríl 2013 10:16 Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar "Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. 25. apríl 2013 12:06 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað þetta“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Sjóræningjarnir eru komnir: Umdeildasta skráarskiptasíða veraldar orðin íslensk Stærsta skráarskiptasíða veraldar, og jafnframt sú umdeildasta, thePiratebay, er orðin íslensk. Þetta kemur meðal annars fram á erlendum fréttasíðum sem fjalla um tölvur og tæknimál, auk þess að ef slegin er inn vefslóðin, má sjá glögglega að núna er piratebay ekki lengur með endinguna se, eins og undanfarin ár, heldur is. 25. apríl 2013 10:16
Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar "Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. 25. apríl 2013 12:06