Lokar ekki léninu nema að undangengnum dómsúrskurði 25. apríl 2013 14:21 Jens Pétur Jensson segist ekki loka fyrir lénið nema að undangengnum dómsúrskurði. „Til þess að loka lénum, þá lýsum við því yfir eins og þegar reynt var að loka Wikileaks á sínum tíma, að við munum aldrei loka á síður nema að undangengnum dómsúrskurði,“ segir Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri Internet á Íslandi sem sér um skráningu .is léna á Íslandi, spurður hvort til standi að svipta skráaskiptasíðuna Thepiratebay léni sínu, sem nú er íslenskt. Jens Pétur áréttar að fyrirtækið starfrækir opið skráningarkerfi fyrir íslenska lénið, „og sá sem skráir lénið gerir það með algerri leynd. Svipað og þegar maður fer í kjörklefann,“ segir Jens og bætir við: „En lykilatriðið er að sá sem skráir lénið er höfundur þess og ábyrgur fyrir því.“ Það kom nokkuð á óvart þegar í ljós kom í morgun að umdeildasta skráaskiptasíða veraldar væri komin með íslenskt lén. Síðan er sænsk að uppruna en það er einmitt einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu. Á erlendum vefsíðum kemur fram að síðan hafi orðið landlaus á síðustu dögum og hafi meðal annars verið skráð til skamms tíma í Grænlandi, þangað til lénið var tekið af þeim. Jens Pétur segir að á þeim 27 árum sem fyrirtækið hafi verið starfrækt hafi það aldrei fengið úrskurð þar sem því var skipað að loka fyrir lén. Jens Pétur segir slíkt inngrip vera alvarlegt, og að það þurfi að vernda tjáningarfrelsið. Spurður hvort það skipti einhverju hvort vefsíðan sé með ólöglega starfsemi svarar Jens því til að þá sé það lögreglunnar að rannsaka málið og stöðva starfsemina. Lénið fremur engan glæp að hans sögn. Spurður hvort slíkt hið sama ætti við um eins og með klámfengið efni, sem er sannarlega ólöglegt hér á landi, svarar Jens: „Ef efnið eða þjónustan er ólögleg, þá þurfa lögregluyfirvöld að taka á því.“ Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að SMÁÍS myndu líklega beina þeim tilmælum til ISNIC að taka lénið niður og fara þannig eftir landslögum um höfundarétt sem framkvæmdastjórinn telur að séu brotin í þessu tilfelli. Aðspurður sagði Jens að fyrirtækið myndi ekki verða við slíkum tilmælum. Eins og fram hefur komið er thePiratebay angi af pírataflokknum alþjóðlega. Birgitta Jónsdóttir einn af oddvitum flokksins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Píratar á Íslandi stæðu ekki á bak við íslenska lénið. Tengdar fréttir Sjóræningjarnir eru komnir: Umdeildasta skráarskiptasíða veraldar orðin íslensk Stærsta skráarskiptasíða veraldar, og jafnframt sú umdeildasta, thePiratebay, er orðin íslensk. Þetta kemur meðal annars fram á erlendum fréttasíðum sem fjalla um tölvur og tæknimál, auk þess að ef slegin er inn vefslóðin, má sjá glögglega að núna er piratebay ekki lengur með endinguna se, eins og undanfarin ár, heldur is. 25. apríl 2013 10:16 Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar "Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. 25. apríl 2013 12:06 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Til þess að loka lénum, þá lýsum við því yfir eins og þegar reynt var að loka Wikileaks á sínum tíma, að við munum aldrei loka á síður nema að undangengnum dómsúrskurði,“ segir Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri Internet á Íslandi sem sér um skráningu .is léna á Íslandi, spurður hvort til standi að svipta skráaskiptasíðuna Thepiratebay léni sínu, sem nú er íslenskt. Jens Pétur áréttar að fyrirtækið starfrækir opið skráningarkerfi fyrir íslenska lénið, „og sá sem skráir lénið gerir það með algerri leynd. Svipað og þegar maður fer í kjörklefann,“ segir Jens og bætir við: „En lykilatriðið er að sá sem skráir lénið er höfundur þess og ábyrgur fyrir því.“ Það kom nokkuð á óvart þegar í ljós kom í morgun að umdeildasta skráaskiptasíða veraldar væri komin með íslenskt lén. Síðan er sænsk að uppruna en það er einmitt einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu. Á erlendum vefsíðum kemur fram að síðan hafi orðið landlaus á síðustu dögum og hafi meðal annars verið skráð til skamms tíma í Grænlandi, þangað til lénið var tekið af þeim. Jens Pétur segir að á þeim 27 árum sem fyrirtækið hafi verið starfrækt hafi það aldrei fengið úrskurð þar sem því var skipað að loka fyrir lén. Jens Pétur segir slíkt inngrip vera alvarlegt, og að það þurfi að vernda tjáningarfrelsið. Spurður hvort það skipti einhverju hvort vefsíðan sé með ólöglega starfsemi svarar Jens því til að þá sé það lögreglunnar að rannsaka málið og stöðva starfsemina. Lénið fremur engan glæp að hans sögn. Spurður hvort slíkt hið sama ætti við um eins og með klámfengið efni, sem er sannarlega ólöglegt hér á landi, svarar Jens: „Ef efnið eða þjónustan er ólögleg, þá þurfa lögregluyfirvöld að taka á því.“ Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að SMÁÍS myndu líklega beina þeim tilmælum til ISNIC að taka lénið niður og fara þannig eftir landslögum um höfundarétt sem framkvæmdastjórinn telur að séu brotin í þessu tilfelli. Aðspurður sagði Jens að fyrirtækið myndi ekki verða við slíkum tilmælum. Eins og fram hefur komið er thePiratebay angi af pírataflokknum alþjóðlega. Birgitta Jónsdóttir einn af oddvitum flokksins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Píratar á Íslandi stæðu ekki á bak við íslenska lénið.
Tengdar fréttir Sjóræningjarnir eru komnir: Umdeildasta skráarskiptasíða veraldar orðin íslensk Stærsta skráarskiptasíða veraldar, og jafnframt sú umdeildasta, thePiratebay, er orðin íslensk. Þetta kemur meðal annars fram á erlendum fréttasíðum sem fjalla um tölvur og tæknimál, auk þess að ef slegin er inn vefslóðin, má sjá glögglega að núna er piratebay ekki lengur með endinguna se, eins og undanfarin ár, heldur is. 25. apríl 2013 10:16 Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar "Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. 25. apríl 2013 12:06 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sjóræningjarnir eru komnir: Umdeildasta skráarskiptasíða veraldar orðin íslensk Stærsta skráarskiptasíða veraldar, og jafnframt sú umdeildasta, thePiratebay, er orðin íslensk. Þetta kemur meðal annars fram á erlendum fréttasíðum sem fjalla um tölvur og tæknimál, auk þess að ef slegin er inn vefslóðin, má sjá glögglega að núna er piratebay ekki lengur með endinguna se, eins og undanfarin ár, heldur is. 25. apríl 2013 10:16
Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar "Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. 25. apríl 2013 12:06