Innlent

Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn fallinn

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Meirihluta samstarf Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar verður ekki án aðkomu þriðja flokksins á þessu nýja kjörtímabili.
Meirihluta samstarf Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar verður ekki án aðkomu þriðja flokksins á þessu nýja kjörtímabili. Vísir/Daníel
Samfylkingin er stærsti flokkurinn í borgarstjórn eftir að lokatölur voru tilkynntar um klukkan sjö.

Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins, nú Bjartrar framtíðar, er fallinn.

Samfylkingin fékk 31,9 prósent atkvæða og fimm borgarfulltrúa.

Næst stærsti flokkurinn er Sjálfstæðisflokkur sem fékk 25,7 prósent og fjóra borgarfulltrúa.

Björt framtíð fékk 15,6 prósent og tvo borgarfulltrúa.

Framsókn og flugvallarvinir fengu 10,7 prósent og tvo borgarfulltrúa.

Vinstri grænir fengu 8,3 prósent og einn borgarfulltrúa og Píratar náðu manni inn á lokasprettinum með 5,9 prósent.

Hvorki Alþýðufylkingin né Dögun náðu inn manni og fengu undir 2 prósentum.

Atkvæðin féllu á þessa leið:

Heildartalan 56.896

Framsókn og flugvallarvinir – 5.865 

Sjálfstæðisflokkur – 14.031

Alþýðufylking - 219

Samfylking – 17.426

Dögun - 774

Vinstri grænir – 4.553

Píratar – 3.238

Björt framtíð – 8.539

Auðir – 2.024

Ógildir - 227



Í borgarstjórn munu því sitja Dagur B. Eggertsson, Björk Vilhelmsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kristín Soffía Jónsdóttir og Skúli Helgason, Samfylkingu. Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir Sjálfstæðisflokki. S. Björn Blöndal og Elsa Yeoman, Bjartri framtíð. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, Framsókn og flugvallarvinum. Sóley Tómasdóttir Vinstri grænum og Halldór Auðar Svansson Pírötum.

Í samtali við Vísi segir Tómas Hrafn Sveinsson formaður kjörstjórnar í Reykjavík tafirnar hafi ekki orðið vegna talningar heldur hafi verið um að ræða bókhalds og innsláttarvillu úr einni kjördeild.


Tengdar fréttir

„Við spyrjum að leikslokum“

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur í Reykjavík, miðað við nýjustu tölur. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins, vill ekki fagna of snemma.

Sveinbjörg vill ekki byrja að fagna of snemma

„Nóttin er ung,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, í viðtali í Ríkissjónvarpinu rétt í þessu.

Meirihlutinn í Reykjavík fallinn

Samfylkingin fær samkvæmt nýjustu tölum fimm fulltrúa en Björt framtíð tvo. Framsóknarflokkur nær tveim mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×