Viðskipti innlent

Loksins Bar og Mathús í Leifsstöð

ingvar haraldsson skrifar
Það voru Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Lagardère og Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem klipptu á borða við opnun Mathúss og buðu í leiðinni fyrstu farþegunum, Parísarbúunum Ann Sophie og Harold, upp á frían morgunmat.
Það voru Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Lagardère og Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem klipptu á borða við opnun Mathúss og buðu í leiðinni fyrstu farþegunum, Parísarbúunum Ann Sophie og Harold, upp á frían morgunmat.
Veitingastaðurinn Mathús og kráin Loksins Bar voru opnuð í flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun.

Mathús mun leggja áherslu á að bjóða upp á mat fyrir alla fjölskylduna, bæði kvölds og morgna. Loksins Bar, verður með mikið úrval af bjór frá Borg brugghúsi, víni og snöfsum.

Mathús er hannað af HAF Studio og Sigga Odds, innréttingarnar eru sérsmíðaðar af JP BAK, og sérhannaðar af ASK arkitektum, stólarnir  og barstólarnir eru hannaðir af Erlu Sólveigu og lamparnir hannaðir af Dóru Hansen annars vegar og Jóni Helga Hólmgeirssyni og Þorleifi Gunnari Gíslasyni hins vegar. 

Heildarútlit Loksins Bar er hannað af Karlssonwilker og HAF Studio, bekkir, lampar og allar innréttingar hannaðar hjá HAF Studio, stólar af Halldóri Hjálmarssyni og barstólar af Daníel Magnússyni.

Loksins Bar opnaði í Leifsstöð í morgun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×