Innlent

Lömbin þagna

Sauðaþjófur, eða þjófar eru enn á ferð á Vesturlandi því nú hafa fundist leifar af lambi í Noðrurárdal, þar sem búið var að hirða hrygg, læri og frampart, en verðminni hlutar skrokksins skildir eftir.

Að sögn lögreglu eru vinnubrögðin alveg áþekk og þegar leifar af lambi fundust í Dölunum um Verslunarmannahelgina. Greinilegt sé að þjófarnir kunni til verka við að gera að lömbum.

Lambið í Dölunum hafði verið skorið á háls, en ekki liggur fyrir hvernig lambið í Norðurárdal var drepið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×