Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. janúar 2017 20:56 Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið. Vísir/Skjáskot Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið. Um er að ræða ryk sem verður til við bruna á timbri sem notað er til að hitta upp fyrsta ofninn af fjórum sem verksmiðjan hyggst gangsetja á næstu árum. Stundin greinir frá.Vísir greindi frá því í lok nóvember að Umhverfisstofnun hafi borist tugir kvartana vegna lykt- og rykmengunar frá kísilverinu. Þá hafði að minnsta kosti einn einstaklingur greindist með efnabruna vegna reyksins. Í kjölfarið skrifuðu hundurðir manns undir áskorun um að fleiri kísilver rísi ekki í Helguvík vegna óánægju með hina nýgangsettu verksmiðju. Þá sagði Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, lyktina hafa borist yfir bæinn þar sem nýræstur ofn hafi ekki verið nægilega heitur. Það vandamál átti að vera úr sögunni þegar ofninn yrði keyrður upp í fullt álag í lok nóvember. Kristleifur sagði jafnframt í samtali við fréttastofu þann 27. nóvember að fyrirtækið ætlaði að koma vinnustaðnum í sátt og samlyndi við samfélagið. Í umfjöllun Stundarinnar er fullyrt að United Silicon hafi aldrei tekist að halda kjörhitastigi á ofninum, en hann var fyrst gangsettur þann 13. nóvember. Þar af leiðandi hafi þurft að brenna mun meira af timbri en áætlað var. Þar sem timbrið sé blautt verða til hættuleg og krabbameinsvaldandi efni þegar það er brennt. Stundin hefur birt myndband þar sem starfsmenn United Silicon sjást hleypa eiturefnum út í andrúmloftið á vinnusvæði kísilversins. Myndbandið er tekið um miðjan desember og hefur þetta ítrekað verið gert og ávallt að næturlagi. „Ef fólk vissi bara hvað færi hér fram þá væri löngu búið að loka þessari verksmiðju, það er engin spurning,“ segir ónafngreindur starfsmaður í samtali við Stundina, sem jafnframt sagði ástandið í kísilverinu vera áfellisdóm yfir eftirlitsstofnunum. Ekki náðist í Umhverfisstofnun við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tengdar fréttir Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51 Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30 Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Segir mengun aldrei hafa nálgast viðmiðunar- eða hættumörk. 27. nóvember 2016 14:15 Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00 Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið. Um er að ræða ryk sem verður til við bruna á timbri sem notað er til að hitta upp fyrsta ofninn af fjórum sem verksmiðjan hyggst gangsetja á næstu árum. Stundin greinir frá.Vísir greindi frá því í lok nóvember að Umhverfisstofnun hafi borist tugir kvartana vegna lykt- og rykmengunar frá kísilverinu. Þá hafði að minnsta kosti einn einstaklingur greindist með efnabruna vegna reyksins. Í kjölfarið skrifuðu hundurðir manns undir áskorun um að fleiri kísilver rísi ekki í Helguvík vegna óánægju með hina nýgangsettu verksmiðju. Þá sagði Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, lyktina hafa borist yfir bæinn þar sem nýræstur ofn hafi ekki verið nægilega heitur. Það vandamál átti að vera úr sögunni þegar ofninn yrði keyrður upp í fullt álag í lok nóvember. Kristleifur sagði jafnframt í samtali við fréttastofu þann 27. nóvember að fyrirtækið ætlaði að koma vinnustaðnum í sátt og samlyndi við samfélagið. Í umfjöllun Stundarinnar er fullyrt að United Silicon hafi aldrei tekist að halda kjörhitastigi á ofninum, en hann var fyrst gangsettur þann 13. nóvember. Þar af leiðandi hafi þurft að brenna mun meira af timbri en áætlað var. Þar sem timbrið sé blautt verða til hættuleg og krabbameinsvaldandi efni þegar það er brennt. Stundin hefur birt myndband þar sem starfsmenn United Silicon sjást hleypa eiturefnum út í andrúmloftið á vinnusvæði kísilversins. Myndbandið er tekið um miðjan desember og hefur þetta ítrekað verið gert og ávallt að næturlagi. „Ef fólk vissi bara hvað færi hér fram þá væri löngu búið að loka þessari verksmiðju, það er engin spurning,“ segir ónafngreindur starfsmaður í samtali við Stundina, sem jafnframt sagði ástandið í kísilverinu vera áfellisdóm yfir eftirlitsstofnunum. Ekki náðist í Umhverfisstofnun við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Tengdar fréttir Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51 Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30 Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Segir mengun aldrei hafa nálgast viðmiðunar- eða hættumörk. 27. nóvember 2016 14:15 Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00 Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51
Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30
Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Segir mengun aldrei hafa nálgast viðmiðunar- eða hættumörk. 27. nóvember 2016 14:15
Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00
Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47