Losun hafta, ekki afnám Vala Valtýsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 09:00 Nú nýverið tóku gildi breytingar á gjaldeyrislögum er varða losun gjaldeyrishafta. Heildarheimild fjármagnshreyfinga samkvæmt ákvæðunum nemur allt að 30 milljónum fram til áramóta og síðan hækkar þessi heimild í 100 milljónir frá og með 1. janúar 2017 (ótímabundið en ekki per ár).Hvað má og hvað má ekki Það má fyrirframgreiða og uppgreiða lán. Auk þess má fjárfesta í verðbréfum í erlendum gjaldeyri og tekur sú heimild gildi 1. janúar 2017. Bein erlend fjárfesting innlendra aðila er heimil að því gefnu að fjárfestingin nemi a.m.k. 10%. Einnig er heimilt nú að fyrirframgreiða arf milli landa – já, það er ótrúlegt að þetta hafi verið harðbannað. Einstaklingar mega kaupa eina fasteign erlendis á ári og það er heimilt að greiða staðfestingargjald af kaupverði fasteignar án fyrirfram samþykkis Seðlabankans. Það má hins vegar ekki taka út gjaldeyri af eigin gjaldeyrisreikningi hérlendis nema viðkomandi eigi ónýtta heimild (100 milljónir). Þó er heimilt að taka út eigin gjaldeyri í íslenskum banka ef hann er notaður til fyrirframgreiðslu láns eða uppgreiðslu að því gefnu að viðkomandi hafi ekki nýtt sér heildarheimildina. Það er ekki hægt að kaupa gjaldeyri nema sé um að ræða undanþegna fjármagnsflutninga. Til dæmis er nú heimilt að kaupa aðra fasteign fyrir tjónabætur sem viðkomandi móttekur vegna tjóns á annarri fasteign. Síðan er líka heimilt að nota leigutekjur af erlendri fasteign til að greiða rekstrarkostnað af þeirri fasteign.Bindiskylda erlendra aðilaErlendir fjárfestar geta þurft að sæta því að 40% af fjárfestingu, í íslenskum krónum, sæti bindiskyldu í eitt ár. Bindiskyldan á við um fjárfestingu sem ber 3% vexti eða meira.Meðferð aflandskrónaUm svipað leyti og breytingar voru gerðar á gjaldeyrislögum vegna losunar hafta voru sett lög um meðferð krónueigna sem í daglegu tali eru nefndar aflandskrónur. Aðferðin við að taka á því „vandamáli“ var að efna til gjaldeyrisútboðs þar sem eigendur fengu evrur í stað krónueignanna, á afslætti að sjálfsögðu. Það sem kom á óvart vegna þessarar lagasetningar var hins vegar að innlendir aðilar sem voru svo óheppnir að eiga t.d. ríkisskuldabréf, sem voru í vörslu erlendra fjármálastofnana, lentu einnig í þessari „eignaupptöku“. Að sjálfsögðu er umfjöllunin hér að framan mjög yfirborðskennd en er vonandi eitthvað lýsandi fyrir lesendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú nýverið tóku gildi breytingar á gjaldeyrislögum er varða losun gjaldeyrishafta. Heildarheimild fjármagnshreyfinga samkvæmt ákvæðunum nemur allt að 30 milljónum fram til áramóta og síðan hækkar þessi heimild í 100 milljónir frá og með 1. janúar 2017 (ótímabundið en ekki per ár).Hvað má og hvað má ekki Það má fyrirframgreiða og uppgreiða lán. Auk þess má fjárfesta í verðbréfum í erlendum gjaldeyri og tekur sú heimild gildi 1. janúar 2017. Bein erlend fjárfesting innlendra aðila er heimil að því gefnu að fjárfestingin nemi a.m.k. 10%. Einnig er heimilt nú að fyrirframgreiða arf milli landa – já, það er ótrúlegt að þetta hafi verið harðbannað. Einstaklingar mega kaupa eina fasteign erlendis á ári og það er heimilt að greiða staðfestingargjald af kaupverði fasteignar án fyrirfram samþykkis Seðlabankans. Það má hins vegar ekki taka út gjaldeyri af eigin gjaldeyrisreikningi hérlendis nema viðkomandi eigi ónýtta heimild (100 milljónir). Þó er heimilt að taka út eigin gjaldeyri í íslenskum banka ef hann er notaður til fyrirframgreiðslu láns eða uppgreiðslu að því gefnu að viðkomandi hafi ekki nýtt sér heildarheimildina. Það er ekki hægt að kaupa gjaldeyri nema sé um að ræða undanþegna fjármagnsflutninga. Til dæmis er nú heimilt að kaupa aðra fasteign fyrir tjónabætur sem viðkomandi móttekur vegna tjóns á annarri fasteign. Síðan er líka heimilt að nota leigutekjur af erlendri fasteign til að greiða rekstrarkostnað af þeirri fasteign.Bindiskylda erlendra aðilaErlendir fjárfestar geta þurft að sæta því að 40% af fjárfestingu, í íslenskum krónum, sæti bindiskyldu í eitt ár. Bindiskyldan á við um fjárfestingu sem ber 3% vexti eða meira.Meðferð aflandskrónaUm svipað leyti og breytingar voru gerðar á gjaldeyrislögum vegna losunar hafta voru sett lög um meðferð krónueigna sem í daglegu tali eru nefndar aflandskrónur. Aðferðin við að taka á því „vandamáli“ var að efna til gjaldeyrisútboðs þar sem eigendur fengu evrur í stað krónueignanna, á afslætti að sjálfsögðu. Það sem kom á óvart vegna þessarar lagasetningar var hins vegar að innlendir aðilar sem voru svo óheppnir að eiga t.d. ríkisskuldabréf, sem voru í vörslu erlendra fjármálastofnana, lentu einnig í þessari „eignaupptöku“. Að sjálfsögðu er umfjöllunin hér að framan mjög yfirborðskennd en er vonandi eitthvað lýsandi fyrir lesendur.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar