LSH, Klíníkin og samkeppni Benedikt Ó. Sveinsson skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. Stóru spítalarnir á höfuðborgarsvæðinu voru sameinaðir undir einn hatt og dregið verulega úr starfsemi kragasjúkrahúsanna og einu þeirra var lokað að fullu, St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði. Með þessu átti að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri Landspítalans og bæta þjónustu og aðgengi allra landsmanna til muna. Þessi stofnun fékk það undarlega heiti Landspítali-háskólasjúkrahús, skammstafað LSH. Ekki dugði minna til en að kalla stofnunina bæði spítala og sjúkrahús, eins og til að leggja áherslu á að stofnunin væri Fjallið eina innan íslensks heilbrigðiskerfis.Fjallið eina Það átti að blása til sóknar í heilbrigðismálum og reisa nýjan spítala austur af Háskólanum. En stjórnmálafólk sveik gefin loforð. Lítið sem ekkert aukafjármagn fylgdi sameiningarferlinu. Frá fyrsta degi hafa forráðamenn LSH verið með sífelldan barlóm í fjölmiðlum vegna fjárskorts. Ekkert bólar á nýjum spítala og enn er þrasað um staðarval. Það hefur verið óhóflegt álag á starfsfólki LSH um árabil. Hlutar þjónustunnar hafa dregist saman og biðlistar lengst með mikilli þjáningu fyrir þá veiku. Þrátt fyrir áköll býr LSH enn við þau furðukjör að vera skömmtuð eingreiðsla við hver fjárlög, sem á að duga fyrir öllum útgjöldum á hverju sem gengur. Skiptir þá engu þótt bætt sé við dýrum nýjungum í læknisfræði eða þúsundum erlendra ferðamanna sé sinnt til hliðar við. Á sama tíma og rekstur LSH hefur gengið eins og raun ber vitni, hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gert æ víðtækari samninga við einkareknar sjúkrastöðvar á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa bætt úr brýnustu þörfinni. Má þar nefna hagkvæm og þjónustumiðuð fyrirtæki með aðsetur í Domus Medica, Orkuhúsinu, Læknasetrinu í Mjódd og Læknastöðinni Glæsibæ, að ótalinni allri þeirri frábæru þjónustu sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar í öllum sérgreinum hafa sinnt af metnaði og trúmennsku. Án allrar þessarar einkareknu þjónustu væri heilbrigðiskerfið okkar rústir einar.Að fleyta rjómann En áður en lengra er haldið er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að munurinn á ofangreindum einkarekstri og starfsemi LSH er sá að SÍ greiðir einkarekstrinum fyrir hverja mælda vinnueiningu meðan LSH verður að búa við fasta eingreiðslu. Ekki nóg með það. Í einkarekstrinum, einkum þegar um aðgerðir er að ræða, koma upp ýmis alvarleg vandamál, sem ekki verður ráðið við nema á sérhæfðum spítala á borð við LSH. Þar stendur hnífurinn í kúnni. LSH fær ekkert aukafjármagn með þeim alvarlega veiku sjúklingum sem berast frá einkareknu stöðvunum. Einkareknu stöðvarnar geta hins vegar fleytt rjómann, reiknað sér hagnað og greitt arð, sem nemur háum fjárhæðum. Þarna er á ferðinni alvarlegt misræmi, sem verður að lagfæra LSH í vil með samræmdu kostnaðargreiningakerfi. Meðan ekkert hefur gerst í nýbyggingu LSH hafa einkaaðilar byggt upp vel búnar skurðstofur og leguaðstöðu í Ármúlanum sem ber nafnið Klíníkin. Þar eru í fararbroddi dugmiklir læknar og hugsjónamenn, sem eru reiðubúnir að taka að sér umfangsmiklar aðgerðir í brjósta-, bæklunar-, lýta- og almennum skurðlækningum á grundvelli samnings við SÍ. Þannig mætti stytta verulega biðlista og draga úr þjáningum þeirra sem í óvissu bíða mánuðum og árum saman. En líta þarf á málið í heild.Ekki eðlileg samkeppni Forstjóri LSH hefur lýst því yfir opinberlega að gangi SÍ til samninga við Klíníkina verði það veruleg ógn við LSH. Á sama tíma hafa íslensk stjórnvöld heimilað SÍ að greiða fyrir aðgerðir þeirra sjúklinga erlendis sem lengst hafa verið á biðlistum hér heima. En í allri þessari umfjöllun um hagræðingu og kostnað vill þó oft gleymast, það sem vegur þyngst í mínum huga. Það er skortur á eðlilegri samkeppni sem er trúlega hættulegasti vágesturinn í öllum lækningum. Slík samkeppni var til staðar áður en ríkisreknu stofnanirnar voru sameinaðar undir hatt LSH. Samkeppni á nefnilega ekki bara við um einkarekstur, heldur um hverskonar kerfi þar sem aðilar sitja við sama borð. Sú er ekki raunin nú, vegna þess hvernig fjármagni er skammtað annars vegar með einni fastri greiðslu og hins vegar greiðslu fyrir hvert unnið verk, óháð því hver endanlegur kostnaður vegna komplikasjóna getur orðið vegna þess verks. Mikið hefur verið rætt og skrifað að undanförnu um að að baki Klíníkinni standi fjármálaöfl, sem hafi það eitt að markmiði að græða peninga og leysa til sín arð í ómældu magni. Í samningum SÍ við Klíníkina má að sjálfsögðu girða fyrir þann möguleika á sama hátt og gert var við nýstofnaðar einkareknar heilsugæslustöðvar, þ.e. að banna eða takmarka arðgreiðslur af rekstri sem að stærstum hluta er greiddur af almannafé. En það sem er enn mikilvægara að tryggja, gangi SÍ til samninga við Klíníkina á þann veg að greitt verði fyrir hvert verk, er að ganga þannig frá hnútum við LSH að sama greiðslufyrirkomulag gildi þar. Setja þarf stóraukið fé í uppbyggingu nýs spítala LSH og gera stefnumörkun um framtíð heilbrigðis- og sjúkrahúsmála. Þá fyrst er komin á eðlileg samkeppni innan heilbrigðiskerfisins þar sem setið er við sama borð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Sjá meira
Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. Stóru spítalarnir á höfuðborgarsvæðinu voru sameinaðir undir einn hatt og dregið verulega úr starfsemi kragasjúkrahúsanna og einu þeirra var lokað að fullu, St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði. Með þessu átti að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri Landspítalans og bæta þjónustu og aðgengi allra landsmanna til muna. Þessi stofnun fékk það undarlega heiti Landspítali-háskólasjúkrahús, skammstafað LSH. Ekki dugði minna til en að kalla stofnunina bæði spítala og sjúkrahús, eins og til að leggja áherslu á að stofnunin væri Fjallið eina innan íslensks heilbrigðiskerfis.Fjallið eina Það átti að blása til sóknar í heilbrigðismálum og reisa nýjan spítala austur af Háskólanum. En stjórnmálafólk sveik gefin loforð. Lítið sem ekkert aukafjármagn fylgdi sameiningarferlinu. Frá fyrsta degi hafa forráðamenn LSH verið með sífelldan barlóm í fjölmiðlum vegna fjárskorts. Ekkert bólar á nýjum spítala og enn er þrasað um staðarval. Það hefur verið óhóflegt álag á starfsfólki LSH um árabil. Hlutar þjónustunnar hafa dregist saman og biðlistar lengst með mikilli þjáningu fyrir þá veiku. Þrátt fyrir áköll býr LSH enn við þau furðukjör að vera skömmtuð eingreiðsla við hver fjárlög, sem á að duga fyrir öllum útgjöldum á hverju sem gengur. Skiptir þá engu þótt bætt sé við dýrum nýjungum í læknisfræði eða þúsundum erlendra ferðamanna sé sinnt til hliðar við. Á sama tíma og rekstur LSH hefur gengið eins og raun ber vitni, hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gert æ víðtækari samninga við einkareknar sjúkrastöðvar á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa bætt úr brýnustu þörfinni. Má þar nefna hagkvæm og þjónustumiðuð fyrirtæki með aðsetur í Domus Medica, Orkuhúsinu, Læknasetrinu í Mjódd og Læknastöðinni Glæsibæ, að ótalinni allri þeirri frábæru þjónustu sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar í öllum sérgreinum hafa sinnt af metnaði og trúmennsku. Án allrar þessarar einkareknu þjónustu væri heilbrigðiskerfið okkar rústir einar.Að fleyta rjómann En áður en lengra er haldið er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að munurinn á ofangreindum einkarekstri og starfsemi LSH er sá að SÍ greiðir einkarekstrinum fyrir hverja mælda vinnueiningu meðan LSH verður að búa við fasta eingreiðslu. Ekki nóg með það. Í einkarekstrinum, einkum þegar um aðgerðir er að ræða, koma upp ýmis alvarleg vandamál, sem ekki verður ráðið við nema á sérhæfðum spítala á borð við LSH. Þar stendur hnífurinn í kúnni. LSH fær ekkert aukafjármagn með þeim alvarlega veiku sjúklingum sem berast frá einkareknu stöðvunum. Einkareknu stöðvarnar geta hins vegar fleytt rjómann, reiknað sér hagnað og greitt arð, sem nemur háum fjárhæðum. Þarna er á ferðinni alvarlegt misræmi, sem verður að lagfæra LSH í vil með samræmdu kostnaðargreiningakerfi. Meðan ekkert hefur gerst í nýbyggingu LSH hafa einkaaðilar byggt upp vel búnar skurðstofur og leguaðstöðu í Ármúlanum sem ber nafnið Klíníkin. Þar eru í fararbroddi dugmiklir læknar og hugsjónamenn, sem eru reiðubúnir að taka að sér umfangsmiklar aðgerðir í brjósta-, bæklunar-, lýta- og almennum skurðlækningum á grundvelli samnings við SÍ. Þannig mætti stytta verulega biðlista og draga úr þjáningum þeirra sem í óvissu bíða mánuðum og árum saman. En líta þarf á málið í heild.Ekki eðlileg samkeppni Forstjóri LSH hefur lýst því yfir opinberlega að gangi SÍ til samninga við Klíníkina verði það veruleg ógn við LSH. Á sama tíma hafa íslensk stjórnvöld heimilað SÍ að greiða fyrir aðgerðir þeirra sjúklinga erlendis sem lengst hafa verið á biðlistum hér heima. En í allri þessari umfjöllun um hagræðingu og kostnað vill þó oft gleymast, það sem vegur þyngst í mínum huga. Það er skortur á eðlilegri samkeppni sem er trúlega hættulegasti vágesturinn í öllum lækningum. Slík samkeppni var til staðar áður en ríkisreknu stofnanirnar voru sameinaðar undir hatt LSH. Samkeppni á nefnilega ekki bara við um einkarekstur, heldur um hverskonar kerfi þar sem aðilar sitja við sama borð. Sú er ekki raunin nú, vegna þess hvernig fjármagni er skammtað annars vegar með einni fastri greiðslu og hins vegar greiðslu fyrir hvert unnið verk, óháð því hver endanlegur kostnaður vegna komplikasjóna getur orðið vegna þess verks. Mikið hefur verið rætt og skrifað að undanförnu um að að baki Klíníkinni standi fjármálaöfl, sem hafi það eitt að markmiði að græða peninga og leysa til sín arð í ómældu magni. Í samningum SÍ við Klíníkina má að sjálfsögðu girða fyrir þann möguleika á sama hátt og gert var við nýstofnaðar einkareknar heilsugæslustöðvar, þ.e. að banna eða takmarka arðgreiðslur af rekstri sem að stærstum hluta er greiddur af almannafé. En það sem er enn mikilvægara að tryggja, gangi SÍ til samninga við Klíníkina á þann veg að greitt verði fyrir hvert verk, er að ganga þannig frá hnútum við LSH að sama greiðslufyrirkomulag gildi þar. Setja þarf stóraukið fé í uppbyggingu nýs spítala LSH og gera stefnumörkun um framtíð heilbrigðis- og sjúkrahúsmála. Þá fyrst er komin á eðlileg samkeppni innan heilbrigðiskerfisins þar sem setið er við sama borð.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun