Lýðræðisleg ákvörðun um lífeyrismál Elín Björg Jónsdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Það er afar mikilvægt að bandalög opinberra starfsmanna hafi náð samkomulagi við ríki og sveitarfélög um nýtt lífeyriskerfi fyrir allt launafólk á Íslandi. Það er hluti af því markmiði að ná sátt á vinnumarkaði og bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga. BSRB skrifaði undir samkomulag við ríki og sveitarfélög á mánudag, eins og önnur heildarsamtök opinberra starfsmanna. Með því samkomulagi er fyrirkomulagi lífeyrismála breytt og tekið upp nýtt kerfi þar sem allir launamenn hafa sömu réttindi. Samhliða því hafa ríki og sveitarfélög skuldbundið sig til að leiðrétta launamun á milli opinbera markaðarins og hins almenna. Sú vinna á að taka að hámarki 10 ár og mun BSRB beita sér af fullum þunga til að tryggja að staðið verði við þann hluta samkomulagsins. Þegar breytingar eru fram undan eru eðlilega margar skoðanir á því hvaða leið eigi að fara. Gríðarleg vinna liggur á bak við það samkomulag sem undirritað var á mánudag og hefur frá upphafi verið fjallað um það á lýðræðislegan hátt innan BSRB. Allir formenn aðildarfélaga BSRB samþykktu árið 2010 að fara í þessa vegferð. Bandalagið hefur allt frá þeim tíma gætt hagsmuna núverandi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna og þeirra sem síðar munu verða félagar. Allt frá því þessi vegferð hófst hefur verið fjallað um stöðu viðræðnanna á fundum og þingum BSRB og áherslur bandalagsins skerptar og skýrðar. Sú vinna komst á lokapunkt þegar formannaráð BSRB, sem er æðsta vald þess milli þinga, fjallaði um málið í byrjun september. Á fundi formannaráðsins var farið ítarlega yfir niðurstöðu í samningaviðræðum við ríki og sveitarfélög. Að því loknu fór fram atkvæðagreiðsla þar sem formenn 22 félaga af 26 samþykktu að fela forystu BSRB að skrifa undir samkomulagið. Vinnunni er ekki lokið. BSRB mun sjá til þess að staðið verði við alla þætti samkomulagsins. Vinna við greiningu og leiðréttingu á launum er fram undan. Þar mun bandalagið halda áfram að gæta hagsmuna sinna félagsmanna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Sjá meira
Það er afar mikilvægt að bandalög opinberra starfsmanna hafi náð samkomulagi við ríki og sveitarfélög um nýtt lífeyriskerfi fyrir allt launafólk á Íslandi. Það er hluti af því markmiði að ná sátt á vinnumarkaði og bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga. BSRB skrifaði undir samkomulag við ríki og sveitarfélög á mánudag, eins og önnur heildarsamtök opinberra starfsmanna. Með því samkomulagi er fyrirkomulagi lífeyrismála breytt og tekið upp nýtt kerfi þar sem allir launamenn hafa sömu réttindi. Samhliða því hafa ríki og sveitarfélög skuldbundið sig til að leiðrétta launamun á milli opinbera markaðarins og hins almenna. Sú vinna á að taka að hámarki 10 ár og mun BSRB beita sér af fullum þunga til að tryggja að staðið verði við þann hluta samkomulagsins. Þegar breytingar eru fram undan eru eðlilega margar skoðanir á því hvaða leið eigi að fara. Gríðarleg vinna liggur á bak við það samkomulag sem undirritað var á mánudag og hefur frá upphafi verið fjallað um það á lýðræðislegan hátt innan BSRB. Allir formenn aðildarfélaga BSRB samþykktu árið 2010 að fara í þessa vegferð. Bandalagið hefur allt frá þeim tíma gætt hagsmuna núverandi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna og þeirra sem síðar munu verða félagar. Allt frá því þessi vegferð hófst hefur verið fjallað um stöðu viðræðnanna á fundum og þingum BSRB og áherslur bandalagsins skerptar og skýrðar. Sú vinna komst á lokapunkt þegar formannaráð BSRB, sem er æðsta vald þess milli þinga, fjallaði um málið í byrjun september. Á fundi formannaráðsins var farið ítarlega yfir niðurstöðu í samningaviðræðum við ríki og sveitarfélög. Að því loknu fór fram atkvæðagreiðsla þar sem formenn 22 félaga af 26 samþykktu að fela forystu BSRB að skrifa undir samkomulagið. Vinnunni er ekki lokið. BSRB mun sjá til þess að staðið verði við alla þætti samkomulagsins. Vinna við greiningu og leiðréttingu á launum er fram undan. Þar mun bandalagið halda áfram að gæta hagsmuna sinna félagsmanna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar