Lýður og Bjarnfreður dæmdir í fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2014 16:46 Bjarnfreður (t.v.) og Lýður. Vísir/Vilhelm Lýður Guðmundsson var í Hæstrétti í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir brot á lögum um hlutafélög. Bjarnfreður H. Ólafsson hlaut sex mánaða fangelsi fyrir samskonar brot á sömu lögum. Fullnustu fimm mánaða af refsingu Lýðs var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Fullnustu þriggja mánaða af dómi Bjarnfreðs var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Hæstiréttur þyngdi dóma í héraði yfir bæði Lýð og Bjarnfreði. Bjarnfreður var jafnframt sviptur réttindum sem héraðsdómslögmaður í eitt ár.Lýður var í maí fyrir tæpu ári dæmdur í héraði til að greiða tveggja milljóna króna sekt vegna hlutafjáraukningar í Exista í lok árs 2008. Var minna en nafnverð greitt fyrir 50 milljarða nýrra hluta í félaginu. Hlutafé Existu var aukið um fimmtíu milljarða en aðeins greitt fyrir það einn milljarður króna í lok árs 2008. Ákæran var í tveimur liðum. Lýður var einn ákærður í fyrri hluta ákærunnar, sem sneri að sjálfri hlutafjáraukningunni, og var sakfelldur fyrir þann lið. Bjarnfreður Ólafsson hæstaréttarlögmaður var ásamt Lýð ákærður í seinni hluta ákærunnar. Sá liður sneri að því að senda ranga tilkynningu til Fyrirtækjaskrár. Þeir voru báðir sýknaðir fyrir þann lið í héraði. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem felldi dóm sinn í dag. Hafði Ólafur krafist átján mánaða fangelsisdóms yfir Lýði en sex til átta mánaða dóms yfir Bjarnfreði sem sendi tilkynninguna til Fyrirtækjaskrár.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Gestur: Saksóknari og heilbrigð skynsemi urðu viðskila "Einhvers staðar á leiðinni frá upphafi rannsóknar og að útgáfu ákæru urðu hinn ágæti saksóknari og heilbrigð skynsemi viðskila,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Lýðs Guðmundssonar, í málflutningsræðu sinni í Exista-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. maí 2013 14:54 Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Lýður Guðmundsson greiðir tvær milljónir í sekt - Bjarnfreður sýknaður Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, var í dag dæmdur til að greiða tveggja milljóna króna sekt vegna hlutafjáraukningar í Exista í lok árs 2008. Ákæran var í tveimur liðum. Lýður var einn ákærður í fyrri hluta ákærunnar og var sakfelldur fyrir þann lið. Bjarnfreður Ólafsson, hæstaréttarlögmaður, var ásamt Lýð ákærður í seinni hluta ákærunnar. Þeir voru báðir sýknaðir fyrir þann lið. Ólafur Þ. Hauksson, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, segir að nú verði farið yfir forsendur dómsins og ríkissaksóknari muni svo taka ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. 30. maí 2013 14:10 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26 Segir Fyrirtækjaskrá hafa verið blekkta Forstöðumaður Fyrirtækjaskrár viðurkennir að ólöglærður starfsmaður hafi gert mistök þegar 50 milljarða hlutafjáraukning Existu var samþykkt í desember 2008. Hins vegar hafi Fyrirtækjaskráin vísvitandi verið blekkt með villandi tilkynningu. 8. maí 2013 07:00 Töldu öll Deloitte hafa vottað viðskiptin Fyrri degi aðalmeðferðar í Exista-máli sérstaks saksóknara er nú lokið. Vitnaleiðslum verður fram haldið í fyrramálið og að því loknu tekur málflutningur saksóknara og verjenda við. 6. maí 2013 17:17 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Lýður Guðmundsson var í Hæstrétti í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir brot á lögum um hlutafélög. Bjarnfreður H. Ólafsson hlaut sex mánaða fangelsi fyrir samskonar brot á sömu lögum. Fullnustu fimm mánaða af refsingu Lýðs var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Fullnustu þriggja mánaða af dómi Bjarnfreðs var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Hæstiréttur þyngdi dóma í héraði yfir bæði Lýð og Bjarnfreði. Bjarnfreður var jafnframt sviptur réttindum sem héraðsdómslögmaður í eitt ár.Lýður var í maí fyrir tæpu ári dæmdur í héraði til að greiða tveggja milljóna króna sekt vegna hlutafjáraukningar í Exista í lok árs 2008. Var minna en nafnverð greitt fyrir 50 milljarða nýrra hluta í félaginu. Hlutafé Existu var aukið um fimmtíu milljarða en aðeins greitt fyrir það einn milljarður króna í lok árs 2008. Ákæran var í tveimur liðum. Lýður var einn ákærður í fyrri hluta ákærunnar, sem sneri að sjálfri hlutafjáraukningunni, og var sakfelldur fyrir þann lið. Bjarnfreður Ólafsson hæstaréttarlögmaður var ásamt Lýð ákærður í seinni hluta ákærunnar. Sá liður sneri að því að senda ranga tilkynningu til Fyrirtækjaskrár. Þeir voru báðir sýknaðir fyrir þann lið í héraði. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem felldi dóm sinn í dag. Hafði Ólafur krafist átján mánaða fangelsisdóms yfir Lýði en sex til átta mánaða dóms yfir Bjarnfreði sem sendi tilkynninguna til Fyrirtækjaskrár.Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Gestur: Saksóknari og heilbrigð skynsemi urðu viðskila "Einhvers staðar á leiðinni frá upphafi rannsóknar og að útgáfu ákæru urðu hinn ágæti saksóknari og heilbrigð skynsemi viðskila,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Lýðs Guðmundssonar, í málflutningsræðu sinni í Exista-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. maí 2013 14:54 Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Lýður Guðmundsson greiðir tvær milljónir í sekt - Bjarnfreður sýknaður Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, var í dag dæmdur til að greiða tveggja milljóna króna sekt vegna hlutafjáraukningar í Exista í lok árs 2008. Ákæran var í tveimur liðum. Lýður var einn ákærður í fyrri hluta ákærunnar og var sakfelldur fyrir þann lið. Bjarnfreður Ólafsson, hæstaréttarlögmaður, var ásamt Lýð ákærður í seinni hluta ákærunnar. Þeir voru báðir sýknaðir fyrir þann lið. Ólafur Þ. Hauksson, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, segir að nú verði farið yfir forsendur dómsins og ríkissaksóknari muni svo taka ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. 30. maí 2013 14:10 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26 Segir Fyrirtækjaskrá hafa verið blekkta Forstöðumaður Fyrirtækjaskrár viðurkennir að ólöglærður starfsmaður hafi gert mistök þegar 50 milljarða hlutafjáraukning Existu var samþykkt í desember 2008. Hins vegar hafi Fyrirtækjaskráin vísvitandi verið blekkt með villandi tilkynningu. 8. maí 2013 07:00 Töldu öll Deloitte hafa vottað viðskiptin Fyrri degi aðalmeðferðar í Exista-máli sérstaks saksóknara er nú lokið. Vitnaleiðslum verður fram haldið í fyrramálið og að því loknu tekur málflutningur saksóknara og verjenda við. 6. maí 2013 17:17 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Gestur: Saksóknari og heilbrigð skynsemi urðu viðskila "Einhvers staðar á leiðinni frá upphafi rannsóknar og að útgáfu ákæru urðu hinn ágæti saksóknari og heilbrigð skynsemi viðskila,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Lýðs Guðmundssonar, í málflutningsræðu sinni í Exista-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. maí 2013 14:54
Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54
Lýður Guðmundsson greiðir tvær milljónir í sekt - Bjarnfreður sýknaður Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, var í dag dæmdur til að greiða tveggja milljóna króna sekt vegna hlutafjáraukningar í Exista í lok árs 2008. Ákæran var í tveimur liðum. Lýður var einn ákærður í fyrri hluta ákærunnar og var sakfelldur fyrir þann lið. Bjarnfreður Ólafsson, hæstaréttarlögmaður, var ásamt Lýð ákærður í seinni hluta ákærunnar. Þeir voru báðir sýknaðir fyrir þann lið. Ólafur Þ. Hauksson, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, segir að nú verði farið yfir forsendur dómsins og ríkissaksóknari muni svo taka ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. 30. maí 2013 14:10
Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50
Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26
Segir Fyrirtækjaskrá hafa verið blekkta Forstöðumaður Fyrirtækjaskrár viðurkennir að ólöglærður starfsmaður hafi gert mistök þegar 50 milljarða hlutafjáraukning Existu var samþykkt í desember 2008. Hins vegar hafi Fyrirtækjaskráin vísvitandi verið blekkt með villandi tilkynningu. 8. maí 2013 07:00
Töldu öll Deloitte hafa vottað viðskiptin Fyrri degi aðalmeðferðar í Exista-máli sérstaks saksóknara er nú lokið. Vitnaleiðslum verður fram haldið í fyrramálið og að því loknu tekur málflutningur saksóknara og verjenda við. 6. maí 2013 17:17