Lyf ekki alltaf besti kostur gegn of háum blóðþrýstingi 20. ágúst 2012 07:38 Lyfjameðferð gegn mildum háþrýstingi hefur takmarkaðan árangur í för með sér og bættir lifnaðarhættir eru vænlegri til árangurs. Þetta kemur fram í nýrri grein í British Medical Journal. Prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands (HÍ) segir að ef farið verði eftir tilmælum sem sett eru fram í greininni gæti það haft áhrif á meðferð tugþúsunda Íslendinga og skilað sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Mildur háþrýstingur er þegar efri mörk blóðþrýstings eru frá 140 til 159 og/eða neðri mörk frá 90 til 99. Greinin fjallar um samantekt Cochrane-stofnunarinnar á fjórum rannsóknum sem taka til tæplega 9.000 einstaklinga frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu, með mildan háþrýsting án hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsóknin leiðir í ljós að lyfjameðferð hjá þessum hópi hefur ekki í för með sér lægri heildardánartíðni, lægri dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma eða heilablóðfalla. Lyfjagjöf geti hins vegar haft í för með sér aukaverkanir sem vegi upp á móti þeim árangri sem gæti náðst. Er vonast til þess að niðurstaðan verði til þess að læknar breyti meðhöndlun þeirra sem eru með mildan háþrýsting og frekar verði mælt með betra mataræði og meiri hreyfingu en lyfjum. Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor við læknadeild HÍ, segir óhætt að áætla að tugir þúsunda Íslendinga séu í þessum hópi. Niðurstöðurnar sýni að hægt sé að bæta meðferð sjúklinga og spara í heilbrigðiskerfinu með því að draga úr lyfjagjöf og fækka blóðrannsóknum og læknisheimsóknum. „Þessi rannsókn segir okkur að við skilgreinum of marga einstaklinga sem sjúklinga að óþörfu. Við þurfum að skera úr um hvort hægt sé að draga úr kostnaði, annaðhvort með því að draga úr lyfjanotkun, eða jafnvel hætta henni alfarið í sumum tilfellum." Jóhann segir að þó ekki sé nauðsynlegt að taka þessar niðurstöður of bókstaflega, þar sem rannsóknin hefur takmarkaða eftirfylgni, sé hins vegar mjög mikilvægt að þær fari í umræðu hér á landi. - þj Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
Lyfjameðferð gegn mildum háþrýstingi hefur takmarkaðan árangur í för með sér og bættir lifnaðarhættir eru vænlegri til árangurs. Þetta kemur fram í nýrri grein í British Medical Journal. Prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands (HÍ) segir að ef farið verði eftir tilmælum sem sett eru fram í greininni gæti það haft áhrif á meðferð tugþúsunda Íslendinga og skilað sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Mildur háþrýstingur er þegar efri mörk blóðþrýstings eru frá 140 til 159 og/eða neðri mörk frá 90 til 99. Greinin fjallar um samantekt Cochrane-stofnunarinnar á fjórum rannsóknum sem taka til tæplega 9.000 einstaklinga frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu, með mildan háþrýsting án hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsóknin leiðir í ljós að lyfjameðferð hjá þessum hópi hefur ekki í för með sér lægri heildardánartíðni, lægri dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma eða heilablóðfalla. Lyfjagjöf geti hins vegar haft í för með sér aukaverkanir sem vegi upp á móti þeim árangri sem gæti náðst. Er vonast til þess að niðurstaðan verði til þess að læknar breyti meðhöndlun þeirra sem eru með mildan háþrýsting og frekar verði mælt með betra mataræði og meiri hreyfingu en lyfjum. Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor við læknadeild HÍ, segir óhætt að áætla að tugir þúsunda Íslendinga séu í þessum hópi. Niðurstöðurnar sýni að hægt sé að bæta meðferð sjúklinga og spara í heilbrigðiskerfinu með því að draga úr lyfjagjöf og fækka blóðrannsóknum og læknisheimsóknum. „Þessi rannsókn segir okkur að við skilgreinum of marga einstaklinga sem sjúklinga að óþörfu. Við þurfum að skera úr um hvort hægt sé að draga úr kostnaði, annaðhvort með því að draga úr lyfjanotkun, eða jafnvel hætta henni alfarið í sumum tilfellum." Jóhann segir að þó ekki sé nauðsynlegt að taka þessar niðurstöður of bókstaflega, þar sem rannsóknin hefur takmarkaða eftirfylgni, sé hins vegar mjög mikilvægt að þær fari í umræðu hér á landi. - þj
Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira