Lyfturnar of litlar á spítalanum Karen Kjartansdóttir skrifar 12. október 2012 21:28 Lyfta á gjörgæsludeild Landspítalans full af tækjabúnaði. Lyftur gjörgæsludeildar Landspítalans eru svo litlar að nauðsynleg tæki komast oft ekki í þær. Öndunarvélinni er oft sleppt þegar sjúklingar eru fluttir milli hæða. Hugmyndir eru um að byggja utanáliggjandi lyftur á elsta hluta spítalans. Fréttastofan fékk Ölmu Dagbjörtu Möller, yfirækni deildarinnar, til að sýna hvernig staðan birtist heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar komast ekki öll tæki sem sumum sjúklingum eru nauðsynleg fyrir. Málin vandast svo enn þegar sjúklingur er tengdur við tækin. "Við erum að horfa á eitt af lýsandi dæmum um slæman húsakost og aðbúnað hér á Landspítalanum. Við erum hér í 80 ára gömlu húsi, sem er barn síns tíma. Lyfturnar eru litlu stærri en rúmin og hér flytjum við gjörgæslusjúklinga milli gjörlgæsludeildar, skurðstofa og á hjartaþræðingu, niður á röntgen og stundum þurfum við, því miður, að flytja sjúklinga milli Fossvogs og Hringbrautar. Þessir mikið veiku sjúklingar þurfa ýmsan tækjabúnað með sér, vökvadælur, öndunarvél, ósæðadælu og hjarta- og lungnavél" segir Alma. Tækin komast ekki öll fyrir í lyftunni, eins og sést á myndinni. En Alma segir að starfsfólk hafi þróað með sér verklag til að láta hlutina ganga. Til dæmis komist öndunarvélin sjaldnast með heldur sé lofti blásið í sjúklinginn með belg. "Við tökum svo bara lífsnauðsynlegustu lyfin með en skiljum önnur eftir. Það er augljóst að við getum ekki tekið allt það starfsfólk með sem við vildum. Við höfum þannig látið þetta ganga en þetta er auðvitað alls ekki eins og best verður á kosið," segir Alma. "Hjarta- og lungnavélin hefur verið sett upp í rúmið hjá sjúklingnum og ef þið ímyndið ykkur að hér sé sjúklingur og allt tengt við hann sjáið þið að þetta verður allt mun erfiðara. Það hefur skapast hættuástand en mér vitanlega hefur ekki orðið skaði hjá sjúklingi. Það er hins vegar ljóst að við getum ekki unað við þetta mikið lengur." Alma segir það þó lán í óláni að sjúkrarúm deildarinnar séu komin til ára sinna, en þau eru mun minni en nýrri sjúkrarúm. Ef nýrra rúm er sett í lyftuna kemst varla nokkuð annað fyrir. Alma segir að fyrsti kostur til að leysa úr stöðuni sé nýr og sameinaður Landspítali. Hún óttast þó að frestur geti orðið á byggingu hans. Hún segir nauðsynlegt að bregðast við stöðunni ef bið verður á byggingu hans og því er verið að skoða hugmyndir um að stækka lyfturnar eða byggja lyftustokk utan á elsta part spítalans. Kostnaður við það er talinn nema 30 til 40 milljónum. Báðar framkvæmdirnar verða síðan til þess að starfsemin sem fyrir er mun missa pláss. "Ef farið verður í þetta verður það dæmi um reddingar sem þarf ef ekki verður byggt," segir Alma. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Lyftur gjörgæsludeildar Landspítalans eru svo litlar að nauðsynleg tæki komast oft ekki í þær. Öndunarvélinni er oft sleppt þegar sjúklingar eru fluttir milli hæða. Hugmyndir eru um að byggja utanáliggjandi lyftur á elsta hluta spítalans. Fréttastofan fékk Ölmu Dagbjörtu Möller, yfirækni deildarinnar, til að sýna hvernig staðan birtist heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar komast ekki öll tæki sem sumum sjúklingum eru nauðsynleg fyrir. Málin vandast svo enn þegar sjúklingur er tengdur við tækin. "Við erum að horfa á eitt af lýsandi dæmum um slæman húsakost og aðbúnað hér á Landspítalanum. Við erum hér í 80 ára gömlu húsi, sem er barn síns tíma. Lyfturnar eru litlu stærri en rúmin og hér flytjum við gjörgæslusjúklinga milli gjörlgæsludeildar, skurðstofa og á hjartaþræðingu, niður á röntgen og stundum þurfum við, því miður, að flytja sjúklinga milli Fossvogs og Hringbrautar. Þessir mikið veiku sjúklingar þurfa ýmsan tækjabúnað með sér, vökvadælur, öndunarvél, ósæðadælu og hjarta- og lungnavél" segir Alma. Tækin komast ekki öll fyrir í lyftunni, eins og sést á myndinni. En Alma segir að starfsfólk hafi þróað með sér verklag til að láta hlutina ganga. Til dæmis komist öndunarvélin sjaldnast með heldur sé lofti blásið í sjúklinginn með belg. "Við tökum svo bara lífsnauðsynlegustu lyfin með en skiljum önnur eftir. Það er augljóst að við getum ekki tekið allt það starfsfólk með sem við vildum. Við höfum þannig látið þetta ganga en þetta er auðvitað alls ekki eins og best verður á kosið," segir Alma. "Hjarta- og lungnavélin hefur verið sett upp í rúmið hjá sjúklingnum og ef þið ímyndið ykkur að hér sé sjúklingur og allt tengt við hann sjáið þið að þetta verður allt mun erfiðara. Það hefur skapast hættuástand en mér vitanlega hefur ekki orðið skaði hjá sjúklingi. Það er hins vegar ljóst að við getum ekki unað við þetta mikið lengur." Alma segir það þó lán í óláni að sjúkrarúm deildarinnar séu komin til ára sinna, en þau eru mun minni en nýrri sjúkrarúm. Ef nýrra rúm er sett í lyftuna kemst varla nokkuð annað fyrir. Alma segir að fyrsti kostur til að leysa úr stöðuni sé nýr og sameinaður Landspítali. Hún óttast þó að frestur geti orðið á byggingu hans. Hún segir nauðsynlegt að bregðast við stöðunni ef bið verður á byggingu hans og því er verið að skoða hugmyndir um að stækka lyfturnar eða byggja lyftustokk utan á elsta part spítalans. Kostnaður við það er talinn nema 30 til 40 milljónum. Báðar framkvæmdirnar verða síðan til þess að starfsemin sem fyrir er mun missa pláss. "Ef farið verður í þetta verður það dæmi um reddingar sem þarf ef ekki verður byggt," segir Alma.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira