Lygi saksóknara er kjarni málsins Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar 29. apríl 2015 07:56 Yfirborðsblaðamennska er stundum of ráðandi hér á Íslandi. Yfirborðsblaðamennska felst gjarnan í því að blaðamenn skrifa fréttir án þess að reyna að gægjast undir yfirborðið til að koma auga á kjarna málsins. Oft felur þetta í sér að blaðamenn taka gagnrýnislaust við texta frá þriðja aðila og birta. Einhverjir hafa kallað slíka blaðamennsku „kranablaðamennsku“. Kolbeinn Óttarsson Proppe, blaðamaður Fréttablaðsins og staksteinahöfundur Morgunblaðsins féllu í djúpan pytt yfirborðsblaðamennsku í gær, þegar þeir fjölluðu um grein mína, sem birtist í Fréttablaðinu sl. mánudag. Það er raunar ekki nýlunda að staksteinaskrif risti grunnt.Kjarni málsins í grein minni er þessi:Sérstakur saksóknari laug upp á einn virtasta héraðsdómara landsins.Sú saga sérstaks saksóknara að honum hafi ekki verið kunnugt um tengsl meðdómara við Ólaf Ólafsson stenst engan veginn.Við lygar sérstaks saksóknara, eftir að málið var flutt og dæmt, reiddist umræddur meðdómari þar sem ósönn ummæli sérstaks vógu gegn æru hans.Umræddur meðdómari lýsti áliti sínu á framferði saksóknarans eftir að málið hafði verið dæmt.Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim aðilum sem sýknaðir hafa verið að láta þá ganga í gegnum nýja málsmeðferð. Hæstiréttur vísaði til ummæla meðdómarans eftir að lygar sérstaks saksóknara birtust opinberlega og taldi þau ummæli valda vanhæfi dómarans. Þetta er fráleit röksemdafærsla hjá Hæstarétti þar sem ummæli dómarans eiga rætur sínar að rekja til lyga saksóknarans eftir að dómur féll um að honum hafi verið ókunnugt um tengingar dómarans. Þannig eru lygar saksóknara kjarni þessa máls. Það er svo með fullkomnum ólíkindum að Hæstiréttur skuli meta dómara vanhæfan vegna ummæla sem hann lætur frá sér eftir að dómur fellur vegna atvika sem áttu sér stað eftir að dómur féll. Þessi sami Hæstiréttur sá ekkert vanhæfi hjá meðdómara, sem varð fyrir alvarlegum fjárhagslegum skakkaföllum í viðskiptum við Kaupþing og dæmdi svo helstu stjórnendur Kaupþings í margra ára fangelsi. Þess vegna vísaði yfirskrift greinar minnar til þess að sérstakur saksóknari hefði logið með blessun Hæstaréttar. Það má svo spyrja þeirrar spurningar hvort þumalputtareglan hjá Hæstarétti sé sú að héraðsdómarar séu vanhæfir ef þeir sýkna en hæfir ef þeir sakfella? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að ljúga með blessun Hæstaréttar Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. 27. apríl 2015 07:00 Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Yfirborðsblaðamennska er stundum of ráðandi hér á Íslandi. Yfirborðsblaðamennska felst gjarnan í því að blaðamenn skrifa fréttir án þess að reyna að gægjast undir yfirborðið til að koma auga á kjarna málsins. Oft felur þetta í sér að blaðamenn taka gagnrýnislaust við texta frá þriðja aðila og birta. Einhverjir hafa kallað slíka blaðamennsku „kranablaðamennsku“. Kolbeinn Óttarsson Proppe, blaðamaður Fréttablaðsins og staksteinahöfundur Morgunblaðsins féllu í djúpan pytt yfirborðsblaðamennsku í gær, þegar þeir fjölluðu um grein mína, sem birtist í Fréttablaðinu sl. mánudag. Það er raunar ekki nýlunda að staksteinaskrif risti grunnt.Kjarni málsins í grein minni er þessi:Sérstakur saksóknari laug upp á einn virtasta héraðsdómara landsins.Sú saga sérstaks saksóknara að honum hafi ekki verið kunnugt um tengsl meðdómara við Ólaf Ólafsson stenst engan veginn.Við lygar sérstaks saksóknara, eftir að málið var flutt og dæmt, reiddist umræddur meðdómari þar sem ósönn ummæli sérstaks vógu gegn æru hans.Umræddur meðdómari lýsti áliti sínu á framferði saksóknarans eftir að málið hafði verið dæmt.Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim aðilum sem sýknaðir hafa verið að láta þá ganga í gegnum nýja málsmeðferð. Hæstiréttur vísaði til ummæla meðdómarans eftir að lygar sérstaks saksóknara birtust opinberlega og taldi þau ummæli valda vanhæfi dómarans. Þetta er fráleit röksemdafærsla hjá Hæstarétti þar sem ummæli dómarans eiga rætur sínar að rekja til lyga saksóknarans eftir að dómur féll um að honum hafi verið ókunnugt um tengingar dómarans. Þannig eru lygar saksóknara kjarni þessa máls. Það er svo með fullkomnum ólíkindum að Hæstiréttur skuli meta dómara vanhæfan vegna ummæla sem hann lætur frá sér eftir að dómur fellur vegna atvika sem áttu sér stað eftir að dómur féll. Þessi sami Hæstiréttur sá ekkert vanhæfi hjá meðdómara, sem varð fyrir alvarlegum fjárhagslegum skakkaföllum í viðskiptum við Kaupþing og dæmdi svo helstu stjórnendur Kaupþings í margra ára fangelsi. Þess vegna vísaði yfirskrift greinar minnar til þess að sérstakur saksóknari hefði logið með blessun Hæstaréttar. Það má svo spyrja þeirrar spurningar hvort þumalputtareglan hjá Hæstarétti sé sú að héraðsdómarar séu vanhæfir ef þeir sýkna en hæfir ef þeir sakfella?
Að ljúga með blessun Hæstaréttar Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. 27. apríl 2015 07:00
Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar