Innlent

Lýsi bælir niður áfengisþorsta

Efni í lýsi dregur úr áhuga músa á áfengi.mynd/gettyimages
Efni í lýsi dregur úr áhuga músa á áfengi.mynd/gettyimages
Lýsi bælir niður áfengisþorsta og gagnast í baráttunni við sálræna kvilla, er niðurstaða bandarískra vísindamanna við Indiana-háskóla. Rannsókn á músum sem staðið hefur yfir um árabil sýnir að að efni sem eru í miklu magni í lýsi hafa áhrif á sömu heilastöðvar og geðlyf.

 

Það kom vísindamönnum á óvart að mýs sem fengið höfðu lýsi voru ekki jafn sólgnar í áfengi á eftir. Niðurstaða vísindamannana var sú að ómega-3 fitusýrur nýttust ekki aðeins í baráttunni við hjartasjúkdóma.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×