M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2014 14:27 Tómas segir að á því húsi þar sem maurarnir fundust hafi ekki verið almennilegt viðhald í áratugi. „Þetta hittist nú bara svona skringilega á,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við Háskóla Íslands, um M-in þrjú á Landspítalanum: myglu, mósasýkingu og maura. Mygla hefur verið viðvarandi vandamál á spítalanum og í seinustu viku kom svo upp mósasýking á tveimur deildum spítalans. Þá fundust maurar í einu af húsum spítalans við Hringbraut. Tómas segir lækna ekki aðeins vera í kjarabaráttu; þeir séu einnig að berjast fyrir nýjum spítala og því að fá meiri fé inn í rekstur Landspítala á næsta ári. „Það er auðvitað tilviljun að þetta skuli allt koma upp á sama tíma. Það er hins vegar svo að á því húsi þar sem maurarnir fundust hefur ekki verið almennilegt viðhald í áratugi,“ segir Tómas. Aðstaðan á spítalanum sé ekki til þess fallin að lokka fólk heim, að ekki sé minnst á léleg kjör. „Það er ítrekað auglýst í stöður á spítalanum og það sækir einfaldlega enginn um,“ segir Tómas. Aðspurður um andrúmsloftið á meðal lækna á Landspítalanum segir Tómas: „Það vill auðvitað enginn læknir vera í verkfalli. Okkur líður ekki vel með að þetta skuli bitna svona á okkar skjólstæðingum. Okkar starf felst auðvitað í því að lækna sjúka og það er ekki skemmtilegt að þurfa að fara í svona aðgerðir.“ Tómas bætir þó við að það sé mikil samstaða meðal lækna og að þeir skynji mikinn stuðning vegna sinna aðgerða, ekki síst frá almenningi. Þar að auki sé lykilatriði að landlæknir sé farinn að átta sig betur á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. „Landlæknisembættið gaf út skýrslu í ágúst síðastliðnum um ástandið á lyflækningadeild og einnig var gerð úttekt öðrum deildum spítalans. Þar voru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við ástand spítalans og starfsemi margra deilda. Það er alveg ljóst að landlæknir hefur núna áttað sig betur á ástandinu. Því finnst mér nú sem allir séu að róa í sama báti, þar á meðal stjórnendur spítalans og landlæknir,“ segir Tómas. En hvað með stjórnvöld? „Við höfum skynjað ákveðinn skilning frá stjórnvöldum en það vantar upp á úrlausnirnar, að eitthvað sé gert. Starfsfólk spítalans upplifir því ákveðna örvæntingu og vonleysi vegna þess að það vantar upp á efndirnar. Það þarf eitthvað plan sem er trúverðugt.“ Tómas segir þó að stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafi lýst því yfir við sig og fleiri að þeir hafi áhyggjur af ástandinu. Þá telur hann að ekki standi til að einkavæða heilbrigðiskerfið. „Einkavæðing hefur gefist mjög vel á mörgum sviðum heilbrigðiskerfisins og það má alveg gera meira af því, til dæmis í heilsugæslunni. Það verður hins vegar aldrei vel heppnað á neinn hátt að einkavæða þessa lykilstarfsemi á Landspítalanum og ég held að allir læknar, og stjórnvöld, átti sig á því.“ Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
„Þetta hittist nú bara svona skringilega á,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við Háskóla Íslands, um M-in þrjú á Landspítalanum: myglu, mósasýkingu og maura. Mygla hefur verið viðvarandi vandamál á spítalanum og í seinustu viku kom svo upp mósasýking á tveimur deildum spítalans. Þá fundust maurar í einu af húsum spítalans við Hringbraut. Tómas segir lækna ekki aðeins vera í kjarabaráttu; þeir séu einnig að berjast fyrir nýjum spítala og því að fá meiri fé inn í rekstur Landspítala á næsta ári. „Það er auðvitað tilviljun að þetta skuli allt koma upp á sama tíma. Það er hins vegar svo að á því húsi þar sem maurarnir fundust hefur ekki verið almennilegt viðhald í áratugi,“ segir Tómas. Aðstaðan á spítalanum sé ekki til þess fallin að lokka fólk heim, að ekki sé minnst á léleg kjör. „Það er ítrekað auglýst í stöður á spítalanum og það sækir einfaldlega enginn um,“ segir Tómas. Aðspurður um andrúmsloftið á meðal lækna á Landspítalanum segir Tómas: „Það vill auðvitað enginn læknir vera í verkfalli. Okkur líður ekki vel með að þetta skuli bitna svona á okkar skjólstæðingum. Okkar starf felst auðvitað í því að lækna sjúka og það er ekki skemmtilegt að þurfa að fara í svona aðgerðir.“ Tómas bætir þó við að það sé mikil samstaða meðal lækna og að þeir skynji mikinn stuðning vegna sinna aðgerða, ekki síst frá almenningi. Þar að auki sé lykilatriði að landlæknir sé farinn að átta sig betur á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. „Landlæknisembættið gaf út skýrslu í ágúst síðastliðnum um ástandið á lyflækningadeild og einnig var gerð úttekt öðrum deildum spítalans. Þar voru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við ástand spítalans og starfsemi margra deilda. Það er alveg ljóst að landlæknir hefur núna áttað sig betur á ástandinu. Því finnst mér nú sem allir séu að róa í sama báti, þar á meðal stjórnendur spítalans og landlæknir,“ segir Tómas. En hvað með stjórnvöld? „Við höfum skynjað ákveðinn skilning frá stjórnvöldum en það vantar upp á úrlausnirnar, að eitthvað sé gert. Starfsfólk spítalans upplifir því ákveðna örvæntingu og vonleysi vegna þess að það vantar upp á efndirnar. Það þarf eitthvað plan sem er trúverðugt.“ Tómas segir þó að stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafi lýst því yfir við sig og fleiri að þeir hafi áhyggjur af ástandinu. Þá telur hann að ekki standi til að einkavæða heilbrigðiskerfið. „Einkavæðing hefur gefist mjög vel á mörgum sviðum heilbrigðiskerfisins og það má alveg gera meira af því, til dæmis í heilsugæslunni. Það verður hins vegar aldrei vel heppnað á neinn hátt að einkavæða þessa lykilstarfsemi á Landspítalanum og ég held að allir læknar, og stjórnvöld, átti sig á því.“
Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12