Má bjóða þér eiturefni með jarðaberjabragði? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2016 13:00 Finnst okkur í lagi að dreifa neysluvöru sem víðast, ef hún inniheldur minna magn af eiturefnum en sú sem styttir líf um helming neytenda? Það er enginn að tala um að banna rafrettur fyrir reykingamenn en það er full ástæða til að lög og reglugerðir verndi börnin okkar gagnvart rafrettum, líkt og verið er að innleiða í nágrannaþjóðum okkar (1,2). Skoðum nokkrar varasamar fullyrðingar sem heyrst hafa um rafrettur. 1. „Rafrettur eru skaðlausar“ Enn er ekki hægt að fullyrða um skaðsemi rafretta því langtímaáhrif á heilsu eru ekki þekkt (3). Það mun taka áratugi til viðbótar þar til hægt verður að álykta afdráttarlaust um skaðsemi rafretta. Þó er það svo að flestir sérfræðingar eru sammála um að þær séu skaðminni en sígarettur. 2. „Rafrettan mun leysa sígarettuna af hólmi“ Góðum árangri í tóbaksforvörnum var náð áður en farið var að selja rafrettur hérlendis. Auk þess hefur verið sýnt fram á að meira en 90% þeirra sem reyna að hætta sígarettureykingum með því að skipta yfir í rafrettur byrja aftur að reykja (4). Það er svipaður árangur og með nikótínplástrum. 3. „Bragðefnin í rafrettum eru saklaus“ Rannsóknir sýna að rafrettuvökvi inniheldur í flestum tilfellum skaðleg efni og þar með talin krabbameinsvaldandi efni, sem geta valdið skemmdum á erfðaefni fruma (5,6,7,8). 4. „Unglingar byrja ekki að nota rafrettur“ Tíðni rafrettureykinga hefur aukist meðal unglinga auk þess sem sýnt hefur verið fram á að þeir unglingar sem nota rafrettur eru líklegri til að leiðast út í sígarettureykingar (9,10,11,12). Tóbaksfyrirtækin eru nú að yfirtaka rafrettuiðnaðinn (13) og beina agni sínu að börnum og unglingum sem eru því miður oft auðveld bráð nikótínfíknar (14). Fjárhæðir sem settar eru í auglýsingar hafa hátt í tuttugufaldast á þremur árum (15) og tóbaksrisinn hefur hvorki gefið út yfirlýsingu um að markmiðið sé að útrýma tóbaksreykingum né nikótínfíkn (16). 5. „Rafrettuvökvinn er ekki slysagildra“ Ungum börnum stafar bráð hætta af nikótínvökvum sem gjarnan eru seldir í sælgætisbúningi. Eitrunarútköll af völdum nikótíns í rafrettuvökva fimmtíufölduðust í USA á fjórum árum (17). Lífshættulegum eitrunum meðal barna hefur verið lýst og tíu mánaða gamalt barn var hætt komið eftir að hafa drukkið nikótínvökva (18). Ef barn drekkur nikótínvökva getur það valdið öndunarstoppi og dauða. 6. „Nikótín er saklaust“ Nikótín er sterkt ávanabindandi eiturefni og er flokkað sem slíkt hjá umhverfisstofnun (19). Góð samantekt um skaðsemi nikótíns er að finna í riti bandaríska landlæknisembættisins (20). Tökum dæmi: Ef móðir neytir nikótíns í einhverju formi á meðgöngu getur heili barnsins orðið fyrir varanlegri þroskaskerðingu ásamt því að nikótínið eykur líkur á fyrirburafæðingu og andvana fæðingum. Einnig eru vísbendingar um að unglingar sem neyta nikótíns geta orðið fyrir skaðlegum áhrifum á heila (21,22). 7. „Þeir sem anda að sér óbeinum rafrettureyk eru í engri hættu“ Skaðsemi óbeinna sígarettureykinga var staðfest mörgum áratugum eftir að vitað var um skaðsemi beinna reykinga. Rannsóknir sýna að skaðleg efni í rafrettureyk greinast í umhverfi þeirra sem reykja rafrettur (23,24). Fleiri rannsóknir eru nauðsynlegar áður en hægt verður að álykta um áhrif óbeinna rafrettureykinga. Þó svo að það sé betra fyrir sígarettureykingamann að skipta yfir í rafrettur jafngildir það ekki að það sé í lagi fyrir börnin okkar að byrja að fikta við þær. Viljum við bjóða áfram upp á eiturefni með jarðaberjabragði í sælgætisverslunum, einungis til að þóknast reykingarmönnum, eða ætlum við að vernda börnin okkar fyrir þessari „nútíma tískuvöru“? Getur verið réttmæt ástæða fyrir því að 17 læknar og sérfræðingar í tóbaksforvörnum hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu (25) um að vera á varðbergi gagnvart rafrettum? https://ec.europa.eu/health/tobacco/products/index_en.htmhttps://www.gov.uk/guidance/e-cigarettes-regulations-for-consumer-productshttps://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0091743514003739https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(13)61842-5/abstracthttps://www.fda.gov/ForConsumers/ConsumerUpdates/ucm173401.htmhttps://tobaccocontrol.bmj.com/content/early/2013/03/05/tobaccocontrol-2012-050859.abstracthttps://www.oraloncology.com/article/S1368-8375%2815%2900362-0/abstracthttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22989551https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26811353 https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1054139X15000622https://jama.jamanetwork.com/article.aspx?articleid=2428954https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1054139X14003103https://www.tobaccotactics.org/index.php/E-cigaretteshttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26781305https://www.cdc.gov/vitalsigns/ecigarette-ads/https://www.bmj.com/content/349/bmj.g5512https://www.jem-journal.com/article/S0736-4679(14)01461-9/abstracthttps://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMc1403843http://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Reglugerdir/Efni-og-efnavara/CLP-annex_vi_tafla_3-1.pdfhttps://www.surgeongeneral.gov/library/reports/50-years-of-progress/sgr50-chap-5.pdfhttps://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0749379715000355https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4359356/https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0057987https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1438463913001533/g/2016160109398 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Rafrettur Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Finnst okkur í lagi að dreifa neysluvöru sem víðast, ef hún inniheldur minna magn af eiturefnum en sú sem styttir líf um helming neytenda? Það er enginn að tala um að banna rafrettur fyrir reykingamenn en það er full ástæða til að lög og reglugerðir verndi börnin okkar gagnvart rafrettum, líkt og verið er að innleiða í nágrannaþjóðum okkar (1,2). Skoðum nokkrar varasamar fullyrðingar sem heyrst hafa um rafrettur. 1. „Rafrettur eru skaðlausar“ Enn er ekki hægt að fullyrða um skaðsemi rafretta því langtímaáhrif á heilsu eru ekki þekkt (3). Það mun taka áratugi til viðbótar þar til hægt verður að álykta afdráttarlaust um skaðsemi rafretta. Þó er það svo að flestir sérfræðingar eru sammála um að þær séu skaðminni en sígarettur. 2. „Rafrettan mun leysa sígarettuna af hólmi“ Góðum árangri í tóbaksforvörnum var náð áður en farið var að selja rafrettur hérlendis. Auk þess hefur verið sýnt fram á að meira en 90% þeirra sem reyna að hætta sígarettureykingum með því að skipta yfir í rafrettur byrja aftur að reykja (4). Það er svipaður árangur og með nikótínplástrum. 3. „Bragðefnin í rafrettum eru saklaus“ Rannsóknir sýna að rafrettuvökvi inniheldur í flestum tilfellum skaðleg efni og þar með talin krabbameinsvaldandi efni, sem geta valdið skemmdum á erfðaefni fruma (5,6,7,8). 4. „Unglingar byrja ekki að nota rafrettur“ Tíðni rafrettureykinga hefur aukist meðal unglinga auk þess sem sýnt hefur verið fram á að þeir unglingar sem nota rafrettur eru líklegri til að leiðast út í sígarettureykingar (9,10,11,12). Tóbaksfyrirtækin eru nú að yfirtaka rafrettuiðnaðinn (13) og beina agni sínu að börnum og unglingum sem eru því miður oft auðveld bráð nikótínfíknar (14). Fjárhæðir sem settar eru í auglýsingar hafa hátt í tuttugufaldast á þremur árum (15) og tóbaksrisinn hefur hvorki gefið út yfirlýsingu um að markmiðið sé að útrýma tóbaksreykingum né nikótínfíkn (16). 5. „Rafrettuvökvinn er ekki slysagildra“ Ungum börnum stafar bráð hætta af nikótínvökvum sem gjarnan eru seldir í sælgætisbúningi. Eitrunarútköll af völdum nikótíns í rafrettuvökva fimmtíufölduðust í USA á fjórum árum (17). Lífshættulegum eitrunum meðal barna hefur verið lýst og tíu mánaða gamalt barn var hætt komið eftir að hafa drukkið nikótínvökva (18). Ef barn drekkur nikótínvökva getur það valdið öndunarstoppi og dauða. 6. „Nikótín er saklaust“ Nikótín er sterkt ávanabindandi eiturefni og er flokkað sem slíkt hjá umhverfisstofnun (19). Góð samantekt um skaðsemi nikótíns er að finna í riti bandaríska landlæknisembættisins (20). Tökum dæmi: Ef móðir neytir nikótíns í einhverju formi á meðgöngu getur heili barnsins orðið fyrir varanlegri þroskaskerðingu ásamt því að nikótínið eykur líkur á fyrirburafæðingu og andvana fæðingum. Einnig eru vísbendingar um að unglingar sem neyta nikótíns geta orðið fyrir skaðlegum áhrifum á heila (21,22). 7. „Þeir sem anda að sér óbeinum rafrettureyk eru í engri hættu“ Skaðsemi óbeinna sígarettureykinga var staðfest mörgum áratugum eftir að vitað var um skaðsemi beinna reykinga. Rannsóknir sýna að skaðleg efni í rafrettureyk greinast í umhverfi þeirra sem reykja rafrettur (23,24). Fleiri rannsóknir eru nauðsynlegar áður en hægt verður að álykta um áhrif óbeinna rafrettureykinga. Þó svo að það sé betra fyrir sígarettureykingamann að skipta yfir í rafrettur jafngildir það ekki að það sé í lagi fyrir börnin okkar að byrja að fikta við þær. Viljum við bjóða áfram upp á eiturefni með jarðaberjabragði í sælgætisverslunum, einungis til að þóknast reykingarmönnum, eða ætlum við að vernda börnin okkar fyrir þessari „nútíma tískuvöru“? Getur verið réttmæt ástæða fyrir því að 17 læknar og sérfræðingar í tóbaksforvörnum hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu (25) um að vera á varðbergi gagnvart rafrettum? https://ec.europa.eu/health/tobacco/products/index_en.htmhttps://www.gov.uk/guidance/e-cigarettes-regulations-for-consumer-productshttps://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0091743514003739https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(13)61842-5/abstracthttps://www.fda.gov/ForConsumers/ConsumerUpdates/ucm173401.htmhttps://tobaccocontrol.bmj.com/content/early/2013/03/05/tobaccocontrol-2012-050859.abstracthttps://www.oraloncology.com/article/S1368-8375%2815%2900362-0/abstracthttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22989551https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26811353 https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1054139X15000622https://jama.jamanetwork.com/article.aspx?articleid=2428954https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1054139X14003103https://www.tobaccotactics.org/index.php/E-cigaretteshttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26781305https://www.cdc.gov/vitalsigns/ecigarette-ads/https://www.bmj.com/content/349/bmj.g5512https://www.jem-journal.com/article/S0736-4679(14)01461-9/abstracthttps://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMc1403843http://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Reglugerdir/Efni-og-efnavara/CLP-annex_vi_tafla_3-1.pdfhttps://www.surgeongeneral.gov/library/reports/50-years-of-progress/sgr50-chap-5.pdfhttps://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0749379715000355https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4359356/https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0057987https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1438463913001533/g/2016160109398
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar