Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Ekki ríkir einhugur um áfengisfrumvarpið. Vísir/GVA Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. Flutningsmennirnir eru Teitur Björn Einarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Hildur Sverrisdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Pawel Bartoszek úr Viðreisn, Jón Þór Ólafsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Viktor Orri Valgarðsson úr Pírötum og Nichole Leigh Mosty úr Bjartri framtíð. Næði frumvarpið fram að ganga yrði verslunum heimilt að selja áfengi frá og með næstu áramótum, staða innlendra og erlendra aðila yrði jöfnuð þegar kæmi að auglýsingu áfengis og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins yrði einfaldlega tóbaksverslun ríkisins. Frumvarp sama efnis dagaði upp á síðasta kjörtímabili.Lilja Dögg Alfreðsdóttirvísir/stefánÞingstyrkur flokkanna fjögurra er samtals 42 þingmenn. Tíu fleiri en þyrfti til þess að ná frumvarpinu í gegn. Hins vegar er ekki hægt að ganga að stuðningi allra þeirra þingmanna sem vísum. Þá lýstu margir þeirra þingmanna sem sitja fyrir hina þrjá flokkana á þingi, Framsókn, Vinstri græn og Samfylkingu, andstöðu við frumvarp sama efnis á síðasta kjörtímabili. „Ég mun greiða atkvæði á móti því. Ég hef haft þessa afstöðu mjög lengi og finnst þessu ágætlega fyrir komið. Það er ekki vandamál fyrir neinn að ná sér í vín,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og bætir við: „Ég er mjög íhaldssamur í þessum efnum.“ Ásmundur FriðrikssonEinar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, segist óviss um hver afstaða sín verði komi til atkvæðagreiðslu. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um það hvernig ég mun greiða atkvæði. Ég mun mjög líklega byggja þá ákvörðun mína á umsögnum landlæknis,“ segir Einar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokks, segist einnig óviss. „Það sem mun ráða minni afstöðu er hvað lýðheilsurannsóknir gefa til kynna að komi best út.“ Erfitt er að áætla hvort nægur stuðningur sé fyrir frumvarpinu þar sem einhverjir þingmenn eiga eftir að gera upp hug sinn. Þó er ljóst að tíu þingmenn þeirra flokka hverra flutningsmenn standa að frumvarpinu mættu greiða atkvæði gegn frumvarpinu án þess að málið yrði fellt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þingmenn fjögurra flokka vilja áfengi í verslanir Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. 2. febrúar 2017 18:30 Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. Flutningsmennirnir eru Teitur Björn Einarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Hildur Sverrisdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Pawel Bartoszek úr Viðreisn, Jón Þór Ólafsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Viktor Orri Valgarðsson úr Pírötum og Nichole Leigh Mosty úr Bjartri framtíð. Næði frumvarpið fram að ganga yrði verslunum heimilt að selja áfengi frá og með næstu áramótum, staða innlendra og erlendra aðila yrði jöfnuð þegar kæmi að auglýsingu áfengis og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins yrði einfaldlega tóbaksverslun ríkisins. Frumvarp sama efnis dagaði upp á síðasta kjörtímabili.Lilja Dögg Alfreðsdóttirvísir/stefánÞingstyrkur flokkanna fjögurra er samtals 42 þingmenn. Tíu fleiri en þyrfti til þess að ná frumvarpinu í gegn. Hins vegar er ekki hægt að ganga að stuðningi allra þeirra þingmanna sem vísum. Þá lýstu margir þeirra þingmanna sem sitja fyrir hina þrjá flokkana á þingi, Framsókn, Vinstri græn og Samfylkingu, andstöðu við frumvarp sama efnis á síðasta kjörtímabili. „Ég mun greiða atkvæði á móti því. Ég hef haft þessa afstöðu mjög lengi og finnst þessu ágætlega fyrir komið. Það er ekki vandamál fyrir neinn að ná sér í vín,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og bætir við: „Ég er mjög íhaldssamur í þessum efnum.“ Ásmundur FriðrikssonEinar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, segist óviss um hver afstaða sín verði komi til atkvæðagreiðslu. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um það hvernig ég mun greiða atkvæði. Ég mun mjög líklega byggja þá ákvörðun mína á umsögnum landlæknis,“ segir Einar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokks, segist einnig óviss. „Það sem mun ráða minni afstöðu er hvað lýðheilsurannsóknir gefa til kynna að komi best út.“ Erfitt er að áætla hvort nægur stuðningur sé fyrir frumvarpinu þar sem einhverjir þingmenn eiga eftir að gera upp hug sinn. Þó er ljóst að tíu þingmenn þeirra flokka hverra flutningsmenn standa að frumvarpinu mættu greiða atkvæði gegn frumvarpinu án þess að málið yrði fellt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þingmenn fjögurra flokka vilja áfengi í verslanir Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. 2. febrúar 2017 18:30 Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Þingmenn fjögurra flokka vilja áfengi í verslanir Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. 2. febrúar 2017 18:30
Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53