Má gera okkur öllum upp skoðanir? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. febrúar 2012 06:00 Hæfileikafólk á Íslandi er álíka margt og í þrjú hundruð þúsund manna borg annars staðar í heiminum, sagði Willem Buiter, hagfræðingur á hagfræðingaráðstefnunni í Hörpu í haust. Ég held að hann hafi hitt naglann á höfuðið. Fyrir vikið nær hæfileikafólk oft ótrúlegum tökum á íslensku umhverfi. Það fær svo litla samkeppni. Tökum Egil Helgason sem dæmi. Í mínum huga er engum blöðum um það að fletta að hann er þar sem hann er fyrir verðleika. Hann er manna fróðastur, víðlesinn, talar mörg tungumál, getur verið skemmtilegur og er afskaplega ljúfur og afslappaður á skjánum. Allt eru þetta kostir sem prýða góðan sjónvarpsmann, mikinn hæfileikamann. En okkur vantar fleiri með hæfileika eins og hans. Egill er samt ekkert öðru vísi en við hin, breyskur og með afar fastmótaðar og stundum einstrengingslegar hugmyndir um lífið og tilveruna. Það finnst mér. Ef það væru 10 til 15 jafnokar Egils á íslenskum ljósvaka skiptu hleypidómar hans í sjálfu sér litlu. Jafnokarnir myndu veita honum mótvægi. En Egill er eiginlega einn, í það minnsta er hann í stöðu sem enginn annar hefur. Hann er eins og Styrmir og Matthías á blómaskeiði Moggans, en ríkisrekinn. Í mörg ár hefur varla komið til landsins sérfræðingur sem nöfnum tjáir að nefna öðru vísi en hann hafi farið í þáttinn til Egils. Hann hefur orðið nokkurs konar sía á útlenda fræðimenn sem hafa tjáð sig um það gerningaveður, sem gengið hefur yfir landið. Mörg viðtölin hafa verið hreint frábær – enda varla hægt að klúðra viðtali við suma þessa vitringa ef maður kann útlensku. En vitaskuld lita viðhorf Egils viðtölin. Það er bara eðli málsins samkvæmt. Svo kallar hann til frekar einsleitan hóp álitsgjafa. Honum er vorkunn að því leyti, að það eru tiltölulega fáir með liðugt málbein sem eru reiðubúnir að tjá sig reglulega um menn og málefni á ljósvakanum. Það veit ég af eigin raun. Og þeir virka stundum best í sjónvarpi sem eru reiðubúnir að slá um sig með sleggjudómum – kaldir kallar sem þykjast hafa allt á hreinu. En gallinn er bara sá, að sjaldnast er veruleikinn á hreinu. Og eins og á öðrum sviðum, svo ég vitni aftur til Buiters, takmarkar fámennið framboð á fólki sem hefur komist að ígrundaðri niðurstöðu. Egill hefur nú sýnt mér þann heiður að svara tvívegis greinastúf sem ég skrifaði í Fréttablaðið fyrir nokkrum dögum. Þar lét ég í ljós efasemdir um að við værum á réttri braut í uppgjöri á hruninu. Ég taldi og tel að við horfum of mikið á meinta glæpi. Einhvern veginn læðist að mér sá grunur, að starfsfólk sérstaks saksóknara upplifi hlutina með svipuðum hætti og ég. Þess vegna séu ekki komnar fram ákærurnar sem voru boðaðar. Þau sitji og klóri sér í hausnum af því þau hafi komist að því að sakarefnin, sem áttu að blasa við, séu einfaldlega ekki fyrir hendi. Að minnsta kosti ekki í þeim mæli sem þau bjuggust við. Ef rétt er þá er ekki til einskis af stað farið. En fyrst ég er að tala um Egil get ég ekki látið hjá líða að nefna, að í seinna svari hans við greinarstúfi mínum kom fram sjónarmið sem mér finnst ógeðfellt. Og ég held að við nánari skoðun sé hann mér sammála. En hann skrifar: „Ég held reyndar að Kristín sé vísvitandi að mikla þetta fyrir sér – embætti sérstaks saksóknara starfar tímabundið að rannsóknum á atburðum sem gerðust á stuttu tímabili. Þegar þeim er lokið verður væntanlega settur punktur við þessi mál – þá munum við vonandi eiga hér nothæfa stofnun sem rannsakar efnahagsbrot. Því hefur ekki áður verið til að dreifa.” Ég held að það sé misskilningur hjá Agli, að stjórnvöld hafi ætlað að gera þá sem verið er að rannsaka að tilraunadýrum. Slíkt get ég séð fyrir mér í Íran en ekki á Íslandi. Ég vil benda Agli á, að sakborningar í sakamálum eru lifandi fólk, sem telst saklaust uns sekt er sönnuð. En Egill er þess umkominn að kveða upp úr um sekt og segir í fyrri grein: „…þegar klíka manna stundar stórfelldar og kerfisbundnar falsanir og blekkingar til að komast yfir fjármagn annars fólks og setur heilt samfélag á hliðina – að þá eigi lögin ekki við. Það er dálítið langsótt kenning.“ Það hrína náttúrulega engin rök á þeim sem veit. Ég bæti því við, að mér finnst dónalegt, að tala um að ég sé vísvitandi að mikla hlutina fyrir mér. Af hverju ætti ég að gera það? Ég þykist vita, að Egill leyfi sér að draga þá ályktun vegna þess að ég vann hjá Baugi. Ég vek athygli Egils á að eitt sinn unnu yfir 60 þúsund manns hjá Baugi og tengdum fyrirtækjum. Finnst honum í lagi að gera okkur öllum upp skoðanir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hæfileikafólk á Íslandi er álíka margt og í þrjú hundruð þúsund manna borg annars staðar í heiminum, sagði Willem Buiter, hagfræðingur á hagfræðingaráðstefnunni í Hörpu í haust. Ég held að hann hafi hitt naglann á höfuðið. Fyrir vikið nær hæfileikafólk oft ótrúlegum tökum á íslensku umhverfi. Það fær svo litla samkeppni. Tökum Egil Helgason sem dæmi. Í mínum huga er engum blöðum um það að fletta að hann er þar sem hann er fyrir verðleika. Hann er manna fróðastur, víðlesinn, talar mörg tungumál, getur verið skemmtilegur og er afskaplega ljúfur og afslappaður á skjánum. Allt eru þetta kostir sem prýða góðan sjónvarpsmann, mikinn hæfileikamann. En okkur vantar fleiri með hæfileika eins og hans. Egill er samt ekkert öðru vísi en við hin, breyskur og með afar fastmótaðar og stundum einstrengingslegar hugmyndir um lífið og tilveruna. Það finnst mér. Ef það væru 10 til 15 jafnokar Egils á íslenskum ljósvaka skiptu hleypidómar hans í sjálfu sér litlu. Jafnokarnir myndu veita honum mótvægi. En Egill er eiginlega einn, í það minnsta er hann í stöðu sem enginn annar hefur. Hann er eins og Styrmir og Matthías á blómaskeiði Moggans, en ríkisrekinn. Í mörg ár hefur varla komið til landsins sérfræðingur sem nöfnum tjáir að nefna öðru vísi en hann hafi farið í þáttinn til Egils. Hann hefur orðið nokkurs konar sía á útlenda fræðimenn sem hafa tjáð sig um það gerningaveður, sem gengið hefur yfir landið. Mörg viðtölin hafa verið hreint frábær – enda varla hægt að klúðra viðtali við suma þessa vitringa ef maður kann útlensku. En vitaskuld lita viðhorf Egils viðtölin. Það er bara eðli málsins samkvæmt. Svo kallar hann til frekar einsleitan hóp álitsgjafa. Honum er vorkunn að því leyti, að það eru tiltölulega fáir með liðugt málbein sem eru reiðubúnir að tjá sig reglulega um menn og málefni á ljósvakanum. Það veit ég af eigin raun. Og þeir virka stundum best í sjónvarpi sem eru reiðubúnir að slá um sig með sleggjudómum – kaldir kallar sem þykjast hafa allt á hreinu. En gallinn er bara sá, að sjaldnast er veruleikinn á hreinu. Og eins og á öðrum sviðum, svo ég vitni aftur til Buiters, takmarkar fámennið framboð á fólki sem hefur komist að ígrundaðri niðurstöðu. Egill hefur nú sýnt mér þann heiður að svara tvívegis greinastúf sem ég skrifaði í Fréttablaðið fyrir nokkrum dögum. Þar lét ég í ljós efasemdir um að við værum á réttri braut í uppgjöri á hruninu. Ég taldi og tel að við horfum of mikið á meinta glæpi. Einhvern veginn læðist að mér sá grunur, að starfsfólk sérstaks saksóknara upplifi hlutina með svipuðum hætti og ég. Þess vegna séu ekki komnar fram ákærurnar sem voru boðaðar. Þau sitji og klóri sér í hausnum af því þau hafi komist að því að sakarefnin, sem áttu að blasa við, séu einfaldlega ekki fyrir hendi. Að minnsta kosti ekki í þeim mæli sem þau bjuggust við. Ef rétt er þá er ekki til einskis af stað farið. En fyrst ég er að tala um Egil get ég ekki látið hjá líða að nefna, að í seinna svari hans við greinarstúfi mínum kom fram sjónarmið sem mér finnst ógeðfellt. Og ég held að við nánari skoðun sé hann mér sammála. En hann skrifar: „Ég held reyndar að Kristín sé vísvitandi að mikla þetta fyrir sér – embætti sérstaks saksóknara starfar tímabundið að rannsóknum á atburðum sem gerðust á stuttu tímabili. Þegar þeim er lokið verður væntanlega settur punktur við þessi mál – þá munum við vonandi eiga hér nothæfa stofnun sem rannsakar efnahagsbrot. Því hefur ekki áður verið til að dreifa.” Ég held að það sé misskilningur hjá Agli, að stjórnvöld hafi ætlað að gera þá sem verið er að rannsaka að tilraunadýrum. Slíkt get ég séð fyrir mér í Íran en ekki á Íslandi. Ég vil benda Agli á, að sakborningar í sakamálum eru lifandi fólk, sem telst saklaust uns sekt er sönnuð. En Egill er þess umkominn að kveða upp úr um sekt og segir í fyrri grein: „…þegar klíka manna stundar stórfelldar og kerfisbundnar falsanir og blekkingar til að komast yfir fjármagn annars fólks og setur heilt samfélag á hliðina – að þá eigi lögin ekki við. Það er dálítið langsótt kenning.“ Það hrína náttúrulega engin rök á þeim sem veit. Ég bæti því við, að mér finnst dónalegt, að tala um að ég sé vísvitandi að mikla hlutina fyrir mér. Af hverju ætti ég að gera það? Ég þykist vita, að Egill leyfi sér að draga þá ályktun vegna þess að ég vann hjá Baugi. Ég vek athygli Egils á að eitt sinn unnu yfir 60 þúsund manns hjá Baugi og tengdum fyrirtækjum. Finnst honum í lagi að gera okkur öllum upp skoðanir?
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar