Maður er bara hálfsjokkeraður Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 28. apríl 2014 07:00 Victoria Wood og Ólafur Arnalds stilltu sér upp eftir að hafa verið verðlaunuð fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Broadchurch. Vísir/Getty Tónskáldið Ólafur Arnalds hlaut í gær sjónvarpsverðlaun BAFTA, Bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar. Ólafur sigraði í flokknum frumsamin tónlist í sjónvarpi, fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch sem sýndir voru á BBC og einnig á Stöð 2. „Mér líður bara gríðarlega vel. Þetta er geggjað, maður er bara hálfsjokkeraður,“ sagði Ólafur himinlifandi, skömmu eftir að hafa veitt verðlaununum viðtöku í Lundúnum í gærkvöldi. „Þetta kom mér svo mikið á óvart, ég hélt aldrei að ég myndi fá þetta. Ég er búinn að vera í sjokki í klukkutíma. Búinn að vera í hringiðu af fólki að grípa í mann og viðtölum.“ Vinna stendur nú yfir að annarri þáttaröð sem og bandarískri útgáfu af þáttunum. Aðrir sem voru tilnefndir í flokknum voru Martin Phipps fyrir þættina Peaky Blinders, Mark Bradshaw fyrir Top of the Lake og Paul Englishby fyrir Luther. BAFTA heldur árlega hátíð og veitir verðlaun fyrir árangur í kvikmyndum, sjónvarpi, teiknimyndum og tölvuleikjum. Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónskáldið Ólafur Arnalds hlaut í gær sjónvarpsverðlaun BAFTA, Bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar. Ólafur sigraði í flokknum frumsamin tónlist í sjónvarpi, fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch sem sýndir voru á BBC og einnig á Stöð 2. „Mér líður bara gríðarlega vel. Þetta er geggjað, maður er bara hálfsjokkeraður,“ sagði Ólafur himinlifandi, skömmu eftir að hafa veitt verðlaununum viðtöku í Lundúnum í gærkvöldi. „Þetta kom mér svo mikið á óvart, ég hélt aldrei að ég myndi fá þetta. Ég er búinn að vera í sjokki í klukkutíma. Búinn að vera í hringiðu af fólki að grípa í mann og viðtölum.“ Vinna stendur nú yfir að annarri þáttaröð sem og bandarískri útgáfu af þáttunum. Aðrir sem voru tilnefndir í flokknum voru Martin Phipps fyrir þættina Peaky Blinders, Mark Bradshaw fyrir Top of the Lake og Paul Englishby fyrir Luther. BAFTA heldur árlega hátíð og veitir verðlaun fyrir árangur í kvikmyndum, sjónvarpi, teiknimyndum og tölvuleikjum.
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira