Innlent

Mæla með að utanríkisráðherra beiti sér til stuðnings Vestur-Sahara

Þorgils Jónsson skrifar
Um helmingur íbúa Vestur-Sahara býr í höfuðstaðnum El-Aalún. Utanríkismálanefnd styður að ráðherra styðji sjálfsákvörðunarrétt íbúa með ráðum og dáð.
Um helmingur íbúa Vestur-Sahara býr í höfuðstaðnum El-Aalún. Utanríkismálanefnd styður að ráðherra styðji sjálfsákvörðunarrétt íbúa með ráðum og dáð. Nordicphotos/AFP
Utanríkismálanefnd Alþingis mælir með því, í nýútgefnu nefndaráliti, að þingsályktunartillaga um stuðning við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara verði samþykkt.

Í henni felst bæði staðfesting á fyrri afstöðu Íslands að sjálfsákvörðunarréttur íbúa Vestur-Sahara verði virtur og hvatning til utanríkisráðherra um að beita sér með virkum hætti á alþjóðavettvangi fyrir þeirri stefnu.

Vestur-Sahara var innlimað af Marokkó fyrir rúmum 30 árum. Þó hafa vestræn ríki, og þar með talið Ísland, hvorki viðurkennt sjálfstæði Vestur-Sahara né innlimun Marokkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×