Erlent

Mælingar sýna að Barbie er verulega vansköpuð

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Háls Barbie er svo langur og grannur að hann gæti ekki haldið höfði.
Háls Barbie er svo langur og grannur að hann gæti ekki haldið höfði.
Barbie, frægasta dúkka í heimi, hefur oft verið skotmark femínsta og annarra sem telja hana ömurlega fyrirmynd; hún stuðli að óheilbrigðum hugmyndum um líkama kvenna með sitt þvengmjóa mitti og löngu leggi. Og, með því að stækka dúkkuna í fulla líkamsstærð, í þrívíddarmódeli, kemur á daginn að mittismál hennar er 46 sentímetrar sem nær vart helmingi þess sem er á meðalstórri eðlilegri 19 ára gamalli stúlku. Í raun kemur í ljós að Barbie er öll hin sérkennilegasta í laginu. Háls hennar er svo langur og mjór að hún gæti ekki mögulega haldið haus, svo dæmi sé nefnt. Þá væri þyngd hennar þannig að Barbie myndi flokkast með alvarlegt lystarstol.

Það var Nickolay Lamm nokkur, teiknari, sem gerði þrívíddarlíkanið að Barbie og bar saman við meðalstúlku. Hann segir að vissulega sé þetta leikfang en þegar staðreyndin sé sú að milljónir ungra stúlkna leiki með dúkkuna þá hljóti að mega gagnrýna hana. Og Lamm spyr hvort ekki sé gáfulegra að stúlkur hafi aðgang að dúkkum sem eru eðlilegri í vexti?

Sjá meira um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×