Mætti á hesti í stjórnarráðið: "Mér blöskraði" Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. júní 2013 14:36 Maðurinn sem kom ríðandi að stjórnarráðinu fyrr í dag heitir Friðrik Helgason. Eins og Vísir greindi frá var sérsveit lögreglu kölluð til og hesturinn keyrður til síns heima í hestakerru. Í samtali við fréttastofu sagðist Friðrik hafa lent skelfilega illa í kerfinu og vildi mótmæla óréttlæti á heiðarlegu fólki. Hann krefst þess að ríkisstjórnin standi við gefin kosningaloforð um að fella niður skuldir heimilanna. „Við erum búin að borga heiðarlega af okkar lánum í mörg ár og núna ætla þeir að hirða allt af okkur, húsið, jörðina og hestana. Mér blöskraði og ákvað að ríða niðureftir á góðu hrossi,“ segir Friðrik, sem fór leiðar sinnar á merinni Heru sem er sautján vetra gömul. Hann segir gjörninginn hafa verið mjög tákrænan þar sem hestarnir séu þeim einstaklega kærir. „Við erum mjög samheldin fjölskyldan og lifum fyrir hestana og útiveruna.“ Þá hafði hann meðferðis bréf og sérstakar fíflaklippur sem hann hafði hugsað sér að afhenda forsætisráðherra. „Klippurnar eru til að klippa á strengi þar sem alþingismenn eru leikbrúður og ekkert annað. Það eru strengir sem stýra þeim. Ef þau ætla að standa við uppbygginguna þurfa þau verkfæri til þess,“ segir Friðrik. Lögreglan gerði bréfið og verkfærið upptækt þegar hún mætti á staðinn í morgun. Friðrik segist alltaf hafa staðið í skilum og greitt samviskusamlega af sínum lánum. Eignir hans brunnu svo upp í verðbólgubáli eftir hrun. „Við gáfumst upp og fórum til Umboðsmanns skuldara. Hann vildi ekkert koma til móts við okkur og ætlar bara að hirða allt. Og jafnvel þó þeir taki allt standa níu milljónir eftir. Ég skulda þeim þrátt fyrir að vera búin að borga þetta allt og gott betur.“ Friðrik segist vilja vekja athygli á sínu máli og þannig mörgum öðrum sambærilegum. „Fólk er bara að missa allt og það er ekkert verið að gera í málunum. Jörðin og hestarnir eru lifibrauðið okkar, við viljum auðvitað ekki missa það. Þá stöndum við eftir allslaus með ekkert,“ segir Friðrik.Rætt verður við Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Á vettvangi í morgunMynd úr einkasafni Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð út vegna hestamanns Lögregla fékk tilkynningu um mann á hesti við Stjórnarráðið um tíuleytið í morgun. 24. júní 2013 11:41 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Maðurinn sem kom ríðandi að stjórnarráðinu fyrr í dag heitir Friðrik Helgason. Eins og Vísir greindi frá var sérsveit lögreglu kölluð til og hesturinn keyrður til síns heima í hestakerru. Í samtali við fréttastofu sagðist Friðrik hafa lent skelfilega illa í kerfinu og vildi mótmæla óréttlæti á heiðarlegu fólki. Hann krefst þess að ríkisstjórnin standi við gefin kosningaloforð um að fella niður skuldir heimilanna. „Við erum búin að borga heiðarlega af okkar lánum í mörg ár og núna ætla þeir að hirða allt af okkur, húsið, jörðina og hestana. Mér blöskraði og ákvað að ríða niðureftir á góðu hrossi,“ segir Friðrik, sem fór leiðar sinnar á merinni Heru sem er sautján vetra gömul. Hann segir gjörninginn hafa verið mjög tákrænan þar sem hestarnir séu þeim einstaklega kærir. „Við erum mjög samheldin fjölskyldan og lifum fyrir hestana og útiveruna.“ Þá hafði hann meðferðis bréf og sérstakar fíflaklippur sem hann hafði hugsað sér að afhenda forsætisráðherra. „Klippurnar eru til að klippa á strengi þar sem alþingismenn eru leikbrúður og ekkert annað. Það eru strengir sem stýra þeim. Ef þau ætla að standa við uppbygginguna þurfa þau verkfæri til þess,“ segir Friðrik. Lögreglan gerði bréfið og verkfærið upptækt þegar hún mætti á staðinn í morgun. Friðrik segist alltaf hafa staðið í skilum og greitt samviskusamlega af sínum lánum. Eignir hans brunnu svo upp í verðbólgubáli eftir hrun. „Við gáfumst upp og fórum til Umboðsmanns skuldara. Hann vildi ekkert koma til móts við okkur og ætlar bara að hirða allt. Og jafnvel þó þeir taki allt standa níu milljónir eftir. Ég skulda þeim þrátt fyrir að vera búin að borga þetta allt og gott betur.“ Friðrik segist vilja vekja athygli á sínu máli og þannig mörgum öðrum sambærilegum. „Fólk er bara að missa allt og það er ekkert verið að gera í málunum. Jörðin og hestarnir eru lifibrauðið okkar, við viljum auðvitað ekki missa það. Þá stöndum við eftir allslaus með ekkert,“ segir Friðrik.Rætt verður við Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Á vettvangi í morgunMynd úr einkasafni
Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð út vegna hestamanns Lögregla fékk tilkynningu um mann á hesti við Stjórnarráðið um tíuleytið í morgun. 24. júní 2013 11:41 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Sérsveitin kölluð út vegna hestamanns Lögregla fékk tilkynningu um mann á hesti við Stjórnarráðið um tíuleytið í morgun. 24. júní 2013 11:41