Mætti á hesti í stjórnarráðið: "Mér blöskraði" Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. júní 2013 14:36 Maðurinn sem kom ríðandi að stjórnarráðinu fyrr í dag heitir Friðrik Helgason. Eins og Vísir greindi frá var sérsveit lögreglu kölluð til og hesturinn keyrður til síns heima í hestakerru. Í samtali við fréttastofu sagðist Friðrik hafa lent skelfilega illa í kerfinu og vildi mótmæla óréttlæti á heiðarlegu fólki. Hann krefst þess að ríkisstjórnin standi við gefin kosningaloforð um að fella niður skuldir heimilanna. „Við erum búin að borga heiðarlega af okkar lánum í mörg ár og núna ætla þeir að hirða allt af okkur, húsið, jörðina og hestana. Mér blöskraði og ákvað að ríða niðureftir á góðu hrossi,“ segir Friðrik, sem fór leiðar sinnar á merinni Heru sem er sautján vetra gömul. Hann segir gjörninginn hafa verið mjög tákrænan þar sem hestarnir séu þeim einstaklega kærir. „Við erum mjög samheldin fjölskyldan og lifum fyrir hestana og útiveruna.“ Þá hafði hann meðferðis bréf og sérstakar fíflaklippur sem hann hafði hugsað sér að afhenda forsætisráðherra. „Klippurnar eru til að klippa á strengi þar sem alþingismenn eru leikbrúður og ekkert annað. Það eru strengir sem stýra þeim. Ef þau ætla að standa við uppbygginguna þurfa þau verkfæri til þess,“ segir Friðrik. Lögreglan gerði bréfið og verkfærið upptækt þegar hún mætti á staðinn í morgun. Friðrik segist alltaf hafa staðið í skilum og greitt samviskusamlega af sínum lánum. Eignir hans brunnu svo upp í verðbólgubáli eftir hrun. „Við gáfumst upp og fórum til Umboðsmanns skuldara. Hann vildi ekkert koma til móts við okkur og ætlar bara að hirða allt. Og jafnvel þó þeir taki allt standa níu milljónir eftir. Ég skulda þeim þrátt fyrir að vera búin að borga þetta allt og gott betur.“ Friðrik segist vilja vekja athygli á sínu máli og þannig mörgum öðrum sambærilegum. „Fólk er bara að missa allt og það er ekkert verið að gera í málunum. Jörðin og hestarnir eru lifibrauðið okkar, við viljum auðvitað ekki missa það. Þá stöndum við eftir allslaus með ekkert,“ segir Friðrik.Rætt verður við Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Á vettvangi í morgunMynd úr einkasafni Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð út vegna hestamanns Lögregla fékk tilkynningu um mann á hesti við Stjórnarráðið um tíuleytið í morgun. 24. júní 2013 11:41 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Sjá meira
Maðurinn sem kom ríðandi að stjórnarráðinu fyrr í dag heitir Friðrik Helgason. Eins og Vísir greindi frá var sérsveit lögreglu kölluð til og hesturinn keyrður til síns heima í hestakerru. Í samtali við fréttastofu sagðist Friðrik hafa lent skelfilega illa í kerfinu og vildi mótmæla óréttlæti á heiðarlegu fólki. Hann krefst þess að ríkisstjórnin standi við gefin kosningaloforð um að fella niður skuldir heimilanna. „Við erum búin að borga heiðarlega af okkar lánum í mörg ár og núna ætla þeir að hirða allt af okkur, húsið, jörðina og hestana. Mér blöskraði og ákvað að ríða niðureftir á góðu hrossi,“ segir Friðrik, sem fór leiðar sinnar á merinni Heru sem er sautján vetra gömul. Hann segir gjörninginn hafa verið mjög tákrænan þar sem hestarnir séu þeim einstaklega kærir. „Við erum mjög samheldin fjölskyldan og lifum fyrir hestana og útiveruna.“ Þá hafði hann meðferðis bréf og sérstakar fíflaklippur sem hann hafði hugsað sér að afhenda forsætisráðherra. „Klippurnar eru til að klippa á strengi þar sem alþingismenn eru leikbrúður og ekkert annað. Það eru strengir sem stýra þeim. Ef þau ætla að standa við uppbygginguna þurfa þau verkfæri til þess,“ segir Friðrik. Lögreglan gerði bréfið og verkfærið upptækt þegar hún mætti á staðinn í morgun. Friðrik segist alltaf hafa staðið í skilum og greitt samviskusamlega af sínum lánum. Eignir hans brunnu svo upp í verðbólgubáli eftir hrun. „Við gáfumst upp og fórum til Umboðsmanns skuldara. Hann vildi ekkert koma til móts við okkur og ætlar bara að hirða allt. Og jafnvel þó þeir taki allt standa níu milljónir eftir. Ég skulda þeim þrátt fyrir að vera búin að borga þetta allt og gott betur.“ Friðrik segist vilja vekja athygli á sínu máli og þannig mörgum öðrum sambærilegum. „Fólk er bara að missa allt og það er ekkert verið að gera í málunum. Jörðin og hestarnir eru lifibrauðið okkar, við viljum auðvitað ekki missa það. Þá stöndum við eftir allslaus með ekkert,“ segir Friðrik.Rætt verður við Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Á vettvangi í morgunMynd úr einkasafni
Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð út vegna hestamanns Lögregla fékk tilkynningu um mann á hesti við Stjórnarráðið um tíuleytið í morgun. 24. júní 2013 11:41 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Sjá meira
Sérsveitin kölluð út vegna hestamanns Lögregla fékk tilkynningu um mann á hesti við Stjórnarráðið um tíuleytið í morgun. 24. júní 2013 11:41