Innlent

Mætti skýstrók á leið úr vinnunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skýstrókurinn var í um 250 metra fjarlægð frá bíl Runólfs. Hann náði þessari mynd af skýstróknum.
Skýstrókurinn var í um 250 metra fjarlægð frá bíl Runólfs. Hann náði þessari mynd af skýstróknum.
„Ég bara stoppaði bílinn. Ég hefði keyrt inn í þetta annars," segir Runólfur Hauksson, hjólabátastjóri á Jökulsárlóni, sem mætti skýstrók á leið úr vinnunni í dag. Runólfur segir í samtali við Vísi að hann hafi snarstöðvað bifreiðina þegar að hann sá skýstrókinn á veginum. Runólfur segist ekki vita hvort skýstrókurinn hefði rifið bílinn upp með sér ef hann hefði keyrt inn í hann. „Ég þorði ekki að reyna á það. Hann var andskoti öflugur," segir Runólfur.

Runólfur segir að aðsóknin að jökulsárlóni hafi snarstöðvast eftir að gosið byrjaði „Við höfum ekki haft marga túrista síðustu tvo daga en við höfum haft alveg yfirdrifið nóg að gera," segir Runólfur. Mikið hefur verið að gera við að þrífa eftir öskufallið. Fyrst eftir að gosið byrjaði var um fjögurra sentimetra öskulag.

Runólfur segir að gosið hafi hrikaleg áhrif á ferðaþjónustuna á svæðinu. „Við vonum bara að þetta verði ekki langvarandi gos. Það er auðvitað ofsalega gott að fá svona fjölmiðlagos eins og var í Fimmvörðuhálsi en þetta er auðvitað bara miklu stærra," segir Runólfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×