Mágarnir KK og Eyþór með hlutverk í Sense8-þáttunum Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2015 09:15 Mágarnir KK og Eyþór Gunnarsson leika bestu vini í bandarísku þáttunum Sens8 sem sýndir eru á Netflix. Þættirnir voru teknir upp hér á landi í fyrra en Daryl Hannah fer með hlutverk í þeim. Vísir/GVA/IMDB Bandarísku þættirnir Sense8 eru nú aðgengilegir hjá streymisveitunni Netflix en þar er Ísland í stóru hlutverki. Og ekki aðeins landið sjálft því nokkrir Íslendingar fara með hlutverk í þáttunum. Þar á meðal mágarnir Eyþór Gunnarsson og Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK. Þættirnir eru úr smiðju systkinanna Lönu og Andy Wachowski sem eru hvað þekktust fyrir Matrix-þríleikinn en umfangsmiklar tökur fóru fram hér á landi í fyrra. Í þáttunum fá áhorfendur að fylgjast með átta manneskjum sem búa á mismunandi stöðum í heiminum, bandarísku borgunum San Francisco og Chicago, Mexíkoborg, Lundúnum, Berlín, Íslandi, Mumbaí, Naíróbí og Seúl. Sú sem er frá Íslandi er plötusnúðurinn Riley sem Tupplance Middleton leikur. KK fer með hlutverk föður Rileys í þáttunum sem heitir Gunnar en sá er konsertpíanisti í sinfóníuhljómsveit. „Það var leitað til mín og það voru einhverjir 20 – 30 sem komu til greina og ég endaði með þetta," segir KK. KK á trillunni Æðruleysinu. Vísir/ValgarðurKK píanisti en Eyþór trillukarl Það er síðan mágur KK, Eyþór Gunnarsson, sem fer með hlutverk trillukarlsins Sven í þáttunum sem er besti vinur föður Rileys. KK segir hlutverk þeirra vera af svipaðri stærð en óneitanlega hefði það verið einkennilegt að hann hafi orðið fyrir valinu sem konsertpíanisti fyrir þættina á meðan Eyþór leikur trillukarl. Fyrir þá sem ekki þekkja vel til þá hefur KK verið einn af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar síðastliðinn aldarfjórðung en hann gerir einnig út trilluna Æðruleysi. Mágur hans Eyþór hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Mezzoforte og er jafnan talinn einn af allra færustu píanistum Íslendinga. „Ég leik konsertpíanista með sinfóníuhljómsveitinni en er í rauninni trillukarl en Eyþór leikur trillukarl en er í rauninni einn flottasti píanisti okkar Íslendinga. Svona er Hollywood. Við sögðum Wachowski-systkinunum frá þessu og þeim fannst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Kristján.Systkinin Andy og Lana Wachowski.Vísir/GettyWachowski-systkinin dásamleg Hann segir vinnuna með Wachowski-systkinunum hafa verið afar gefandi. „Það var skemmtilegast við þetta allt saman að vinna með og kynnast þeim. Þau voru ofboðslega gefandi og skapandi. Ljúf og góð við okkur og létt yfir þeim líka, allavega gagnvart okkur,“ segir Kristján. Hann segir undirbúninginn fyrir hlutverkið hafa tekið marga mánuði. „Þetta voru miklar æfingar fram að tökum. Ég var í mánuð að læra að þykjast spila á píanó. Ég leik píanókonsert eftir Beethoven og lærði hjá honum Snorra Sigfúsi Birgissyni svo það myndi líta út fyrir að ég væri að spila á réttum stöðum,“ segir KK sem var einnig með leiklistarþjálfara.Leiklistin erfiðasta listgreinin „Hann kenndi okkur að leika því við kunnum það náttúrlega ekki,“ segir Kristján og segir það hafa verið gefandi reynslu að starfa sem leikari en það hafi um leið reynst honum erfitt. „Ég hugsa að þetta sé ein erfiðasta listgrein að vera leikara því þú ert ekki með neitt á milli. Þú þarft stöðugt að vera að bera tilfinningar þínar, þú ert ekki með gítar á milli eða málverk, þetta er bara þú.“ KK fær þó einnig að notast við hljóðfæri í þáttunum því hann syngur lagið Baba O´Riley, sem Pete Townshend samdi og hljómsveit hans The Who flutti, við eigin undirleik á ukulele. KK og Eyþór eru ekki einu Íslendingarnir sem fara með hlutverk í þáttunum. Lilja Þórisdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir, Katrín Sara Ólafsdóttir, Gunnlaugur Torfi Stefánsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Dóra B. Stephensen, Urður Bergsdóttir, Elísabet Ósk Vigfúsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Leifur B. Dagfinnsson, Jón Stefán Sigurðsson, Hannes Óli Ágústsson, Olafur S.K. Thorvalds, Bjartmar Thordarson og Stefán Hallur Stefánsson, fara einnig með hlutverk í þeim. Þá er einnig notast við lög Sigur Rósar, Dauðalogn og Sæglópur, í þáttunum. Dauðalogn kom út á plötunni Valtari árið 2012 en lagið Sæglópur er að finna á plötu Sigur Rósar sem nefnist Takk og kom út árið 2005. Manneskjurnar átta sem þættirnir fjalla um tengjast á yfirskilvitlegan hátt við dauða skynjanda sem tilheyrði öðru átta manna teymi. Samkvæmt þáttunum skapast nýtt átta manna mengi í hvert sinn sem einn úr öðru átta manna mengi lætur lífið. Í fyrstu vita manneskjurnar átta ekki hvað hefur komið fyrir þær en þeim verður fljótlega ljóst að þær eru að deila skynjun með öðrum. Ein þeirra gæti verið að gæða sér á indverskum mat og önnur fundið bragðið um leið þó svo að hún sé í annarri heimsálfu. Tengdar fréttir Mikið umstang í kringum tökur á erlendri sjónvarpsþáttaröð Upptökur á vísindaskáldskapnum Sense8 standa nú yfir á Íslandi og hefur tökuliðið lagt undir sig hvert kennileitið á fætur öðru. 3. september 2014 17:30 Íslandi bregður fyrir í stiklu fyrir Sense8-þættina Þættirnir úr smiðjum Wachowski-systkinanna en umfangsmiklar tökur fóru fram hér á landi í fyrra. 8. maí 2015 13:58 Daryl Hannah myndar sig með íslenskum hestum "Ég elska Ísland,“ skrifar leikkonan á Twitter. 30. september 2014 18:00 Wachowski-systkinin búin að loka Óðinsgötu Mikill viðbúnaður er á Óðinsgötu að sögn sjónarvotta. 5. september 2014 22:03 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Bandarísku þættirnir Sense8 eru nú aðgengilegir hjá streymisveitunni Netflix en þar er Ísland í stóru hlutverki. Og ekki aðeins landið sjálft því nokkrir Íslendingar fara með hlutverk í þáttunum. Þar á meðal mágarnir Eyþór Gunnarsson og Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK. Þættirnir eru úr smiðju systkinanna Lönu og Andy Wachowski sem eru hvað þekktust fyrir Matrix-þríleikinn en umfangsmiklar tökur fóru fram hér á landi í fyrra. Í þáttunum fá áhorfendur að fylgjast með átta manneskjum sem búa á mismunandi stöðum í heiminum, bandarísku borgunum San Francisco og Chicago, Mexíkoborg, Lundúnum, Berlín, Íslandi, Mumbaí, Naíróbí og Seúl. Sú sem er frá Íslandi er plötusnúðurinn Riley sem Tupplance Middleton leikur. KK fer með hlutverk föður Rileys í þáttunum sem heitir Gunnar en sá er konsertpíanisti í sinfóníuhljómsveit. „Það var leitað til mín og það voru einhverjir 20 – 30 sem komu til greina og ég endaði með þetta," segir KK. KK á trillunni Æðruleysinu. Vísir/ValgarðurKK píanisti en Eyþór trillukarl Það er síðan mágur KK, Eyþór Gunnarsson, sem fer með hlutverk trillukarlsins Sven í þáttunum sem er besti vinur föður Rileys. KK segir hlutverk þeirra vera af svipaðri stærð en óneitanlega hefði það verið einkennilegt að hann hafi orðið fyrir valinu sem konsertpíanisti fyrir þættina á meðan Eyþór leikur trillukarl. Fyrir þá sem ekki þekkja vel til þá hefur KK verið einn af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar síðastliðinn aldarfjórðung en hann gerir einnig út trilluna Æðruleysi. Mágur hans Eyþór hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Mezzoforte og er jafnan talinn einn af allra færustu píanistum Íslendinga. „Ég leik konsertpíanista með sinfóníuhljómsveitinni en er í rauninni trillukarl en Eyþór leikur trillukarl en er í rauninni einn flottasti píanisti okkar Íslendinga. Svona er Hollywood. Við sögðum Wachowski-systkinunum frá þessu og þeim fannst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Kristján.Systkinin Andy og Lana Wachowski.Vísir/GettyWachowski-systkinin dásamleg Hann segir vinnuna með Wachowski-systkinunum hafa verið afar gefandi. „Það var skemmtilegast við þetta allt saman að vinna með og kynnast þeim. Þau voru ofboðslega gefandi og skapandi. Ljúf og góð við okkur og létt yfir þeim líka, allavega gagnvart okkur,“ segir Kristján. Hann segir undirbúninginn fyrir hlutverkið hafa tekið marga mánuði. „Þetta voru miklar æfingar fram að tökum. Ég var í mánuð að læra að þykjast spila á píanó. Ég leik píanókonsert eftir Beethoven og lærði hjá honum Snorra Sigfúsi Birgissyni svo það myndi líta út fyrir að ég væri að spila á réttum stöðum,“ segir KK sem var einnig með leiklistarþjálfara.Leiklistin erfiðasta listgreinin „Hann kenndi okkur að leika því við kunnum það náttúrlega ekki,“ segir Kristján og segir það hafa verið gefandi reynslu að starfa sem leikari en það hafi um leið reynst honum erfitt. „Ég hugsa að þetta sé ein erfiðasta listgrein að vera leikara því þú ert ekki með neitt á milli. Þú þarft stöðugt að vera að bera tilfinningar þínar, þú ert ekki með gítar á milli eða málverk, þetta er bara þú.“ KK fær þó einnig að notast við hljóðfæri í þáttunum því hann syngur lagið Baba O´Riley, sem Pete Townshend samdi og hljómsveit hans The Who flutti, við eigin undirleik á ukulele. KK og Eyþór eru ekki einu Íslendingarnir sem fara með hlutverk í þáttunum. Lilja Þórisdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir, Katrín Sara Ólafsdóttir, Gunnlaugur Torfi Stefánsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Dóra B. Stephensen, Urður Bergsdóttir, Elísabet Ósk Vigfúsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Leifur B. Dagfinnsson, Jón Stefán Sigurðsson, Hannes Óli Ágústsson, Olafur S.K. Thorvalds, Bjartmar Thordarson og Stefán Hallur Stefánsson, fara einnig með hlutverk í þeim. Þá er einnig notast við lög Sigur Rósar, Dauðalogn og Sæglópur, í þáttunum. Dauðalogn kom út á plötunni Valtari árið 2012 en lagið Sæglópur er að finna á plötu Sigur Rósar sem nefnist Takk og kom út árið 2005. Manneskjurnar átta sem þættirnir fjalla um tengjast á yfirskilvitlegan hátt við dauða skynjanda sem tilheyrði öðru átta manna teymi. Samkvæmt þáttunum skapast nýtt átta manna mengi í hvert sinn sem einn úr öðru átta manna mengi lætur lífið. Í fyrstu vita manneskjurnar átta ekki hvað hefur komið fyrir þær en þeim verður fljótlega ljóst að þær eru að deila skynjun með öðrum. Ein þeirra gæti verið að gæða sér á indverskum mat og önnur fundið bragðið um leið þó svo að hún sé í annarri heimsálfu.
Tengdar fréttir Mikið umstang í kringum tökur á erlendri sjónvarpsþáttaröð Upptökur á vísindaskáldskapnum Sense8 standa nú yfir á Íslandi og hefur tökuliðið lagt undir sig hvert kennileitið á fætur öðru. 3. september 2014 17:30 Íslandi bregður fyrir í stiklu fyrir Sense8-þættina Þættirnir úr smiðjum Wachowski-systkinanna en umfangsmiklar tökur fóru fram hér á landi í fyrra. 8. maí 2015 13:58 Daryl Hannah myndar sig með íslenskum hestum "Ég elska Ísland,“ skrifar leikkonan á Twitter. 30. september 2014 18:00 Wachowski-systkinin búin að loka Óðinsgötu Mikill viðbúnaður er á Óðinsgötu að sögn sjónarvotta. 5. september 2014 22:03 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Mikið umstang í kringum tökur á erlendri sjónvarpsþáttaröð Upptökur á vísindaskáldskapnum Sense8 standa nú yfir á Íslandi og hefur tökuliðið lagt undir sig hvert kennileitið á fætur öðru. 3. september 2014 17:30
Íslandi bregður fyrir í stiklu fyrir Sense8-þættina Þættirnir úr smiðjum Wachowski-systkinanna en umfangsmiklar tökur fóru fram hér á landi í fyrra. 8. maí 2015 13:58
Daryl Hannah myndar sig með íslenskum hestum "Ég elska Ísland,“ skrifar leikkonan á Twitter. 30. september 2014 18:00
Wachowski-systkinin búin að loka Óðinsgötu Mikill viðbúnaður er á Óðinsgötu að sögn sjónarvotta. 5. september 2014 22:03