Magnús nýr útvarpsstjóri Jóhannes Stefánsson skrifar 26. janúar 2014 23:19 Magnús Geir Þórðarson er nýr útvarpsstjóri RÚV. GVA Magnús Geir Þórðarson hefur gengist við boði stjórnar RÚV um að taka við starfi útvarpsstjóra. Stjórn RÚV var einróma um að bjóða honum stöðuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn RÚV vegna málsins. Alls voru 39 umsækjendur um stöðuna, en Páll Magnússon fyrrum útvarpsstjóri sagði starfi sínu lausu í desember síðastliðnum. „Það er ánægjulegt hversu margir öflugir og hæfileikaríkir einstaklingar sóttu um stöðu útvarpsstjóra. Það ríkti eindrægni um niðurstöðuna í stjórninni enda var það álit stjórnar að Magnús Geir uppfyllti best, af mörgum hæfum umsækjendum, þær hæfniskröfur sem settar voru fram. Ég bind miklar vonir við nýjan útvarpsstjóra sem ég tel að muni veita Ríkisútvarpinu farsæla forystu á næstu árum,“ segir Ingvi Hrafn Óskarsson, stjórnarformaður RÚV, í tilkynningunni. „Var sérstaklega litið til margra ára farsællrar reynslu hans af stjórnun og rekstri og þeim athyglisverða árangri sem hann hefur náð á sínum ferli, bæði sem leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og síðastliðin ár sem leikhússtjóri Borgarleikhússins," segir í tilkynningunni. Umsóknarfrestur um stöðuna rann upphaflega út þann 6. janúar síðastliðinn og var Magnús Geir ekki á meðal umsækjenda. Umsóknarfresturinn var hinsvegar framlengdur til 12. janúar og í millitíðinni sótti Magnús um starfið. Hann hafði áður lýst því yfir að hann myndi ekki sækja um stöðuna. „Ástæða þess að ég ákveð að sækjast eftir starfinu er að mig langar til að takast á við þetta krefjandi og spennandi verkefni sem felur í sér nýja áskorun. Ég hef kynnst starfsemi RÚV í gegnum setu mína í stjórn undanfarin þrjú ár og hef á undanförnum vikum fengið hvatningu til að gefa kost á mér í starfið,“ sagði Magnús Geir í bréfi til starfsmanna Borgarleikhússins vegna umsóknarinnar.Í frétt Vísis frá föstudeginum sagði frá því að Magnús Geir og Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefðu verið saman í flugi á leiðinni til Akureyrar. Menntamálaráðherra sagði þá hinsvegar „ekki saman í ferð," og að „flugfélagið ber ábyrgð á því hvers vegna við lentum hlið við hlið." Þess má einnig geta að Magnús Geir var talinn líklegasti umsækjandinn til að hreppa stöðu útvarpsstjóra af veðmálasíðunni Betsson. Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson hefur gengist við boði stjórnar RÚV um að taka við starfi útvarpsstjóra. Stjórn RÚV var einróma um að bjóða honum stöðuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn RÚV vegna málsins. Alls voru 39 umsækjendur um stöðuna, en Páll Magnússon fyrrum útvarpsstjóri sagði starfi sínu lausu í desember síðastliðnum. „Það er ánægjulegt hversu margir öflugir og hæfileikaríkir einstaklingar sóttu um stöðu útvarpsstjóra. Það ríkti eindrægni um niðurstöðuna í stjórninni enda var það álit stjórnar að Magnús Geir uppfyllti best, af mörgum hæfum umsækjendum, þær hæfniskröfur sem settar voru fram. Ég bind miklar vonir við nýjan útvarpsstjóra sem ég tel að muni veita Ríkisútvarpinu farsæla forystu á næstu árum,“ segir Ingvi Hrafn Óskarsson, stjórnarformaður RÚV, í tilkynningunni. „Var sérstaklega litið til margra ára farsællrar reynslu hans af stjórnun og rekstri og þeim athyglisverða árangri sem hann hefur náð á sínum ferli, bæði sem leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og síðastliðin ár sem leikhússtjóri Borgarleikhússins," segir í tilkynningunni. Umsóknarfrestur um stöðuna rann upphaflega út þann 6. janúar síðastliðinn og var Magnús Geir ekki á meðal umsækjenda. Umsóknarfresturinn var hinsvegar framlengdur til 12. janúar og í millitíðinni sótti Magnús um starfið. Hann hafði áður lýst því yfir að hann myndi ekki sækja um stöðuna. „Ástæða þess að ég ákveð að sækjast eftir starfinu er að mig langar til að takast á við þetta krefjandi og spennandi verkefni sem felur í sér nýja áskorun. Ég hef kynnst starfsemi RÚV í gegnum setu mína í stjórn undanfarin þrjú ár og hef á undanförnum vikum fengið hvatningu til að gefa kost á mér í starfið,“ sagði Magnús Geir í bréfi til starfsmanna Borgarleikhússins vegna umsóknarinnar.Í frétt Vísis frá föstudeginum sagði frá því að Magnús Geir og Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefðu verið saman í flugi á leiðinni til Akureyrar. Menntamálaráðherra sagði þá hinsvegar „ekki saman í ferð," og að „flugfélagið ber ábyrgð á því hvers vegna við lentum hlið við hlið." Þess má einnig geta að Magnús Geir var talinn líklegasti umsækjandinn til að hreppa stöðu útvarpsstjóra af veðmálasíðunni Betsson.
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira