Innlent

Mál Egils gegn konunum fellt niður

Stígur Helgason skrifar
Egill Einarsson taldi gróflega að sér vegið þegar hann var kærður fyrir nauðgun.
Egill Einarsson taldi gróflega að sér vegið þegar hann var kærður fyrir nauðgun.
Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál þriggja ungra kvenna sem Egill Einarsson kærði fyrir rangar sakargiftir. Ein kvennanna sakaði Egil um að hafa nauðgað sér og tvær vinkonur hennar báru vitni gegn honum.

Ríkissaksóknari felldi nauðgunarmálið niður og í kjölfarið kærði Egill stúlkurnar þrjár fyrir rangar sakargiftir.

Lögregla felldi það mál niður, en fékk í kjölfarið skipun frá ríkissaksóknara um að rannsaka málið betur. Það var gert og málið síðan sent ríkissaksóknara til ákærumeðferðar.

Á þriðjudag felldi ríkissaksóknari málið svo formlega niður. Bréf þess efnis barst verjendum kvennanna þriggja í gær. Þar kemur fram að saksóknari telji að það sem fram er komið sé ekki líklegt til sakfellingar.

„Þetta er bara eins og við var að búast,“ segir Guðjón Ólafur Jónsson, lögmaður konunnar sem kærði Egil fyrir nauðgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×