Innlent

Mál fyrir íslenska dómstóla þrátt fyrir erlent lögheimili

Lagasetningin var sett í kjölfar ábenendingar frá slitastjórn Landsbankans. Máli hennar á hendur spænskum banka hafði verið vísað frá vegna þess að bankinn átti ekki varnarþing á Íslandi.
Lagasetningin var sett í kjölfar ábenendingar frá slitastjórn Landsbankans. Máli hennar á hendur spænskum banka hafði verið vísað frá vegna þess að bankinn átti ekki varnarþing á Íslandi.
Slitastjórnir föllnu bankanna geta nú höfðað riftunarmál gegn einstaklingum eða fyrirtækjum hérlendis þrátt fyrir að viðkomandi eigi lögheimi, og þar af leiðandi varnarþing, í öðru landi. Lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi á fimmtudag. Samhliða var frestur slitastjórnanna til að höfða riftunarmál lengdur úr 24 mánuðum í 30 mánuði.

Fjölmargir stjórnendur og stjórnarmenn föllnu bankanna fluttu lögheimili sín til útlanda eftir bankahrun og eiga þar með varnarþing ytra. Heimildir Fréttablaðsins herma að mörgum þeirra hafi verið ráðlögð þau vistaskipti einmitt til að forðast að hægt væri að stefna þeim til riftunar eða setja þá í þrot fyrir íslenskum dómstólum, sem lagabreytingin heimilar nú. Slitastjórnir geta nú einnig stefnt erlendum viðskiptavinum bankanna sem talið er að hafi tekið þátt í riftanlegum gerningum. Um mikla hagsmuni er að ræða fyrir þrotabú bankanna.

Frumvarpið var lagt fram í kjölfar ábendingar frá slitastjórn Landsbankans vegna dóms sem féll gegn henni í Hæstarétti í júlí síðastliðnum. Málið snerist um að spænskur banki, Banco del Gottardo S.A., hafði keypt skuldabréf útgefið af Landsbankanum í byrjun árs 2007 á eina milljón evra, um 160 milljónir króna á núvirði. Bréfið var á gjalddaga 29. desember 2008. Hinn 3. október, fjórum dögum áður en Landsbankinn var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu (FME), keypti bankinn hins vegar skuldabréfið til baka á nánast sömu upphæð. Þessum gerningum vildi slitastjórn Landsbankans rifta vegna þess að bréfið var keypt þegar ljóst þótti að Landsbankinn stefndi í þrot þrátt fyrir að það væri ekki komið á gjalddaga. Nýr eigandi spænska bankans hafnaði því og krafðist frávísunar þar sem hann ætti ekki varnarþing á Íslandi. Íslenskir dómstólar voru sammála þeirri túlkun.

- þsj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×