Mál Müller til ákæruvaldsins 21. júní 2011 10:10 Séra Georg er einnig sakaður um ofbeldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er búin að rannsaka kynferðisbrot, sem beinist að Margréti Müller heitinni, þegar hún var kennari við Landakotsskóla. Málið hefur verið sent ákærusviði að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Lögreglunni barst kæra um áramótin og lauk rannsókn fyrir skömmu. Nú er það ákæruvaldsins að ákveða framhaldið. Margrét svipti sig lífi árið 2008 þegar hún kastaði sér úr turni Landakotsskóla, þar sem hún bjó. Samkvæmt Björgvini beinist rannsóknin einnig að Landakotsskóla og Kaþólsku kirkjunni. Því er ekki sjálfgefið að málið verði látið niður falla þrátt fyrir að Margrét sé látin. Það var Fréttatíminn sem greindi frá því fyrir helgi að Margrét hefði beitt tvo menn andlegu og kynferðislegu ofbeldi þegar þeir voru nemendur við skólann. Frásögn mannanna er sláandi. Annar þeirra lýsir hryllilegu kynferðislegu ofbeldi sem hann varð fyrir að hálfu Margrétar og hollenska prestsins, séra Georgs. Þess má geta að landi Georgs, Johannes Gijsen, sem var kaþólskur biskup á Íslandi frá 1996, var borinn þungum sökum um kynferðislega misnotkun í hollenskum miðlum í september á síðasta ári. Hann fór af landi brott ári áður en Margrét svipti sig lífi, eða 2007. Kynferðisofbeldið sem hann var sakaður um á að hafa átt sér stað þegar hann var kennari í kaþólskum skóla í Hollandi á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Nafn hans hefur hinsvegar ekki verið nefnt í tengslum við kynferðisofbeldið sem greint var frá í Fréttatímanum. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er búin að rannsaka kynferðisbrot, sem beinist að Margréti Müller heitinni, þegar hún var kennari við Landakotsskóla. Málið hefur verið sent ákærusviði að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Lögreglunni barst kæra um áramótin og lauk rannsókn fyrir skömmu. Nú er það ákæruvaldsins að ákveða framhaldið. Margrét svipti sig lífi árið 2008 þegar hún kastaði sér úr turni Landakotsskóla, þar sem hún bjó. Samkvæmt Björgvini beinist rannsóknin einnig að Landakotsskóla og Kaþólsku kirkjunni. Því er ekki sjálfgefið að málið verði látið niður falla þrátt fyrir að Margrét sé látin. Það var Fréttatíminn sem greindi frá því fyrir helgi að Margrét hefði beitt tvo menn andlegu og kynferðislegu ofbeldi þegar þeir voru nemendur við skólann. Frásögn mannanna er sláandi. Annar þeirra lýsir hryllilegu kynferðislegu ofbeldi sem hann varð fyrir að hálfu Margrétar og hollenska prestsins, séra Georgs. Þess má geta að landi Georgs, Johannes Gijsen, sem var kaþólskur biskup á Íslandi frá 1996, var borinn þungum sökum um kynferðislega misnotkun í hollenskum miðlum í september á síðasta ári. Hann fór af landi brott ári áður en Margrét svipti sig lífi, eða 2007. Kynferðisofbeldið sem hann var sakaður um á að hafa átt sér stað þegar hann var kennari í kaþólskum skóla í Hollandi á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Nafn hans hefur hinsvegar ekki verið nefnt í tengslum við kynferðisofbeldið sem greint var frá í Fréttatímanum.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Sjá meira